Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 24
24
FRJÁLS VERZLUN
S AMGÖNGUR — FLUTNINGAR
BIFREIÐAINNFLUTNINGUR
Á árinu 1967 voru fluttar inn bifreiðir fyrir 355 milljónir króna.
Bíllinn er veigamikill þáttur i
íslenzku þjóðlífi, enda getum við
með góðum rökum litið á okkur
sem mikla bílaþjóð hvað snertir
bílaeign. Mun láta nærri, að í
landinu séu nú um 42 þúsund bíl-
ar af rúmlega 200 tegundum
(verksmiðjunöfn), eða sem svar-
ar einni bifreið á hverja 5 íbúa
landsins — eða rétt tæplega það.
Hefur mikil gróska verið í bíla-
innflutningi undanfarin ár, og
hefur hann farið stigvaxandi frá
ári til árs, sem sést bezt á því, að
á s.l. 10 árum hefur bílaeign okk-
ar tvöfaldazt — var árið 1957
17802 bifreiðar.
Bílaskýrslur
Sé gluggað í bílaskýrslu vega-
málaskrifstofunnar fyrir árið 1966,
má sjá þróunina í fjölgun bíla á
landinu frá 1960 til 1966. (Eru
hér aðeins teknar tölur um fjölg-
un fólksbifreiða, sem eru lang-
stærsti liður bílainnflutnings).
Sést þar, að 1960 til 1961 fjölgaði
bílum um 1410 eða 8.9%, árið
1961 til 1962 um 2105 eða 12.3%
og árið 1962 til 1963 um 3538 eða
18.4%. Árið 1963 til 1964 fjölgaði
bílunum um 2897 eða 12.7%, árið
1964—1965 fjölgaði þeim um 3134
eða 12.2% og 1965—1966 fjölgaði
bílunum um 4202 eða 14.6%.
Endanlegar tölur um bifreiða-
fjölgunina fyrir 1967 liggja enn
ekki fyrir. Frjáls verzlun fékk að
líta á þær skýrslur, sem Hagstofa
íslands hefur um innflutning bíla
á árinu, og þar má sjá, að fluttir
voru inn 4465 bílar, en þar eru
innifaldir notaðir bílar og ýmsir
bílar til sérstakra nota, svo sem
slökkviliðsbílar og sjúkrabílar,
auk hinna nýju. Sifverðmæti þess-
ara bíla allra er 355 millj. kr.
Af heildartölunni voru 3148
fólksbílar, og stærstu viðskipta-
þjóðirnar á þessu sviði eru: Vest-
ur-Þýzkaland, en þaðan voru flutt-
ir inn 682 fólksbílar, 388 bílar
voru fluttir inn frá Bretlandi, 366
bílar frá Tékkóslóvakíu, 363 bíJar
frá Bandaríkjunum, 318 bílar frá
Svíþjóð, 302 bílar frá Sovétríkjun-
um, 225 bílar frá ítalíu, 214 bílar
frá Japan og frá Frakklandi 159
bílar.
Jeppar vfjisælir
Jeppar eru ákaflega vinsæl far-
artæki á íslandi, jafnt til bæja og
sveita. Á s.l. ári voru fluttir inn
658 jeppar — 239 voru frá Banda-
ríkjunum, 299 frá Bretlandi, 93
frá Rússlandi og 20 frá Japan. Þá
voru 103 sendiferðabílar fluttir
inn — 17 frá Bandaríkjunum, 30
frá V.-Þýzkalandi, 14 frá Frakk-
landi og 42 frá Bretlandi. Fluttar
voru inn 27 almenningsbifreiðir
og þar af 20 frá V.-Þýzkalandi, 5
frá Ítalíu og 2 frá Hollandi. Og
293 vörubílar voru fluttir inn,
flestir frá V.-Þýzkalandi eða 109
talsins, 83 frá Bretlandi og 68 frá
Svíþjóð.
FOfíl) WttTm 1968
Fjölmargar bílaprófanir um allan heim eru sam-
móla um góða eiginleika Ford Cortina. —
Tryggið yður Ford Cortina 1968. Verður til af-
næstu mónaðamót.
groiðslu um
SVEINN EGILSS0N H.F.
LAUGAVEG 105 SÍMI 22466
EBM—i^Mi—M
UMBOÐIÐ