Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 28
2B FRJALS VERZLUN ÞJÓNUSTA Staða hlutfallalíkansins er mitt á milli hugmyndar og framkvæmdar Grein þessi er rituð af FRITZ ERIK STRUBE og birt með leyfi höfundar. Það mun án efa vekja furðu flestra, að maður með lítið fyrir- tæki í Brandrupdam í grennd við Kolding, — verksmiðjuhúsið er ca. 10x10 metrar að flatarmáli, — hefur á sinni könnu jafnólíkahluti og rennibekki, kranabíla, slátur- hús og gashylki, svo einungis lítill hluti starfseminnar sé nefndur. Nú fyrir skömmu hóf fyrirtækið að framleiða eldhúseiningar og saumavélar, en þá ákvað eigand- inn, Wiggo Jörgensen, að stækka verksrniðjuna um a. m. k. 10%. Sta|fsemin nefnist Skamo og dregujr hfeiti sitt af hlutfallalíkön- unum|:,(d, skalamodeller), sem þar eflji'framleidd. Byrjaði í kjallara. — Allt hófst þetta mjög hæ- verskulega í kjallaranum undir húsi mínu í Als, segir Wiggo Jörg- ensen, verksm.stjóri. — í þá tíð var ég verkstjóri í Danfoss, og í frítímum byggði ég vél mér til af- þreyingar. Þegar fyrirtækið hóf áætlanagerð um nýja deild, voru keypt 20 hlutfallalíkön frá Eng- landi. Mér sýndust gæði þeirra í litlu hlutfalli við verðið og bauð því Danfoss að smiða líkönin á betri hátt. Það var upphaf starf- seminnar. Áður en langt um leið, varð mér Ijóst, að ef ég ætti að bera eitthvað úr býtum fyrir þetta verk, sem hafði gripið hug minn allan, þá varð ég að leggja allt annað á hilluna. Og það gerði ég. Fyrsta stóra verkefnið mitt fékk ég frá sænskri samsteypu, sem hugðist byggja smjörlíkis- verksmiðju. Forstöðumennirnir höfðu heyrt nafns míns getið, og dag nokkurn hringdi fram- kvæmdastjórinn og spurði, hvort ég vildi taka að mér að smíða lík- an af nýju verksmiðjunni. Ég galt við jáyrði, og þá boðaði fram- kvæmdastjórinn mér til skelfing- ar komu sína á verkstæðið mitt. Ég reyndi að villa um fyrir hon- um með því að sýna honum Dan- foss, en hann krafðist þess að fá að sjá verkstæðið. Hjá því varð þá ekki komizt. Ég fylgdi honum niður þröngan stiga niður í kjall- arann heima og sýndi honum „verksmiðjuna" og annan útbún- að. Sambandi mínu við umheim- innfrá kjallaranum var t. d. þann- ig háttað, að bjalla hékk í bitan- um fyrir ofan mig, og snúra lá úr bjöllunni upp í eldhús. Þegar kona mín kippti einu sinni í bjölluna, þýddi það, að spurt hafði verið eftir mér í símanum, þegar hún kippti tvisvar í hana, var máls- verður framborinn. Sænski framkvæmdastjórinn horfði um stund á hálfunnin líkön, og ég hafði það greinilega á til- finningunni, að hann væri í þann veginn að afturpanta öll líkönin. Þá sneri hann sér við og sagð'i: — Það er heilmikið til af verk- smiðjum eins og Danfoss heima, — en engin eins og þessi. Síðan hófumst við handa að byggja smjörlíkisgerðina. Ýmislegt hefur á dagana drifið Menn verða að gæta vel að til að ganga úr skugga um, að þetta er hlut- fallalíkan, en ekki efnaverksmiðja í fullri stærð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.