Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 39
FRJÁLS VERZLUN Fjármálaráðherra hefur að undan- förnu haft í undirbúningi tillögur um samdrátt í útgjöldum hins opinbera vegna efnahagsörðugleikanna. Iþessu sambandi hefur utanríkisþjónustu Is- lands nokkuð borið á góma, og hefur því meðal annars verið fleygt að leggja ætti niður sendiráð Islands á tveimur eða jafnvel fleiri stöðum er- lendis og draga þar að auki úr öðr- um útgjöldum vegna utanríkisþjón- ustunnar. Henrik Sv. Björnsson sendi- herra Islands í Paris, einn reynd- asti og hæfasti fulltrúi Islendinga er- lendis, skrifaði fyrir nokkru grein i Morgunblaðið í tilefni af þessum bollaleggingum um sparnað i opin- berum rekstri og þá sérstaklega með tilliti til síendurtekinnar kröfu um, að utanríkisráðuneytið og sendiráð okkar erlendis fari nú að spara. Virð- ist einmitt þetta að sumra dómi vera lækning allra meinsemda, er fylgja fádæma slæmri afkomu þjóðarbús- ins að undanförnu. Henrik Sv. Björns- son getur þess í skrifum sínum, að miðað við heildarútgjöld ríkisins sé reksturskostnaður utanrikisþjónust- unnar lítilræði eitt, áætlaður u. þ. b. 41 milljón á fjárlögum þessa árs. Sendiherrann vekur einnig athygli á því, að fyrir tveimur árum hafi hann í tilefni af forystugrein í Morgun- blaðinu fest á blað hugleiðingar sinar um breytt viðhorf í utanríkisþjón- ustu Islands og hugsanlegar nýjung- ar eða endurbætur í starfsemi henn- ar. Segist sendiherrann hafa vonazt til þess, að fleiri málinu gjörkunnug- ir létu frá sér heyra, en svo var þó ekki. Ég tel mig engan veginn geta rætt málefni utanríkisþjónustunnar af sömu vizku og þeir, sem af eigin reynd hafa kynnzt göllum hennar og kostum vegna starfa í hennar þágu. Hins vegar skal því ekki leynt, að með hliðsjón af auknu alþjóðasam- starfi og nánari kynnum ólíkra þjóða, sem hvort tveggja hefur mjög færzt 39 MARKÚS ÖRN ANTONSSON SKRIFAR UM ÍSLAND Á ERLENDUM VETTVANGI i vöxt á síðustu áratugum, hefur mér oft flogið í hug, að utanríkisþjónusta Islands hafi einhverra hluta vegna dregizt aftur úr og raunar ekki rækt hlutverk sitt sem skyldi miðað við efni og aðstæður, þ. e. a. s. þrengri kost en gerist hjá stórveldum. Islend- ingar eru fullvalda þjóð og viljakoma fram sem slíkir gagnvart öðrum þjóð- um stórum og smáum, sem þeir þurfa að eiga nauðsynleg samskipti við. Af þessum sökum er býsna eðlilegt, að fulltrúar Islands starfi á erlendri grund og gæti hagsmuna þjóðar sinn- ar. Að sjálfsögðu verður að takmarka fjölda þeirra og meta vandlega, hvar þeir skuli staðsettir. Þetta er skiljan- leg afleiðing lítilla efna. En þá hlýt- ur jafnframt sú spurningin að vakna, hvort fé því, sem unnt er að veita til utanríkisþjónustunnar, sé í raun- inni skynsamlega varið með því að gera út sjö sendiherra af ambassa- dorsgráðu og halda fyrir þá hús, sem titlinum er samboðið. Ambassadorar eru ef til vill óumflýjanlegir í vin- samlegum samskiptum ríkja, en stöðu sinnar vegna geta þeir tæpast gegnt því hlutverki, sem Islendingum er þýðingarmest, það er að selja fisk. Enn um sinn verður fiskurinn víst von þessarar þjóðar, og enn má gera ráð fyrir, að hann verði eitt helzta áhrifavald við mótun utanríkisstefnu Islands, ef marka má orð þingmanns- ins, sem sagði, að á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna hefðu fulltrúar Is- lands greitt atkvæði með þeirri þjóð, sem eitt sinn át íslenzkan fisk. Okkur vantar nú tilfinnanlega markaði fyrir þessa helztu útflutn- ingsvöru okkar. Ég er ekki þeirrar trúar, að þeir verði unnir með þvi að senda nefnd manna í viku- eða hálfs- mánaðar ferð til London að ræða þar við fulltrúa hugsanlegra við- skiptavina. Margir eru þeirrar skoð- unar, að Vestur-Evrópa og Bandarík- in verði enn um árabil helzti mark- aður fyrir islenzkan fisk, en hvað um allt þetta fólk í öðrum heims- hlutum, sem feilur úr hor? Það þarf enginn að telja okkur trú um, að þetta fólk læri aldrei að borða fisk, og þegar unnt verður með undra- tækni nútímans að sannfæra það um ágæti þessarar fæðu, hlýtur íslenzk- ur fiskur að vera fullboðlegur. En til þess að selja vöruna þarf sölu- menn, sem kunna sína tækni, gjör- h®8e$S$ Sængur- f atnaður sem ekkl þar£ að straujai Mjög athyglisverð nýjung, sem sparar tíma og erfiði. Höie Krepp er úr 100% bómull, litekta, þolir suðu og er mjög endingargott. Fæst sem tilbúinn sængurfatnaður eða sem metravara. Viðurkenndar gœðavörur, sem fást í helrtu veínaðarvöruverzlunum landsins. EINKAUMBOÐ: MATS WIBE LUND jr. HRAUNBÆ 34, REYKJAVÍK, SlMI 81177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.