Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 32
32 FRJÁLS VERZLUN vaxandi umferð. Skrifstofan skipu- leggur söfnun sjálfboðaliða (svo- kallaðra umferðarvarða) til starfa á sjálfan H-daginn, en nauðsyn- legt er að fá 1000 sjálfboðaliða til almennrar leiðbeiningarstarfsemi fyrir gangandi vegfarendur á H- dag og næstu sex daga á eftir. Skrifstofan skipuleggur al- menna kynningarmiðstöð um um- ferðarmál, sem verður í Góðtempl- arabyggingunni í maímánuði n.k. Verður lögð sérstök áherzla á, að þar verði unnt að fá sem fyllstar upplýsingar um allt, er viðkemur umferð, sérstaklega með tilliti til H-umferðar. Starf það, sem lýtur beint að upplýsingum og fræðslu um umferðarbreytinguna sjálfa, er raunar þegar hafið, en þungi þess mun vaxa jafnt og þétt, er H-dagurinn nálgast. Er stefnt að því, að fólk geti aflað sér ná- kvæmra upplýsinga um öll þau atriði, sem varða umferðarbreyt- inguna. Forráðamenn skrifstofunnar leggja mikla áherzlu á að ná sem beinustum tengslum við fólkið til að kynna því það, sem framundan er. Sérstakur þáttur er í blöðum og útvarpi hvern laugardag. Öll- um félögum á höfuðborgarsvæð- inu, en þau eru um 200 talsins, hefur verið skrifað bréf og aðstoð okkar boðin. Hefur þegar verið ákveðinn fjöldi funda og árangur af þeirri viðleitni skrifstofunnar þegar orðinn mjög góður. Þá hafa verið haldnir margir fundir með framámönnum á höfuðborgarsvæð- inu, og hafa þeir þegar borið mik- inn og jákvæðan árangur. Fundir hafa verið haldnir með flestum at- vinnubílstjórum, og verður fram- hald á þeim fundum. Skrifstofan gefur út sérstakt fræðslublað fyr- ir ökumenn, og nefnist bað „Öku- maðurinn". Munu koma út 5 til 6 tölublöð fram að H-degi. í riti þessu er fjallað um margvísleg at- riði, sem lúta að umferðarmálum, og er vonast til, að blaði þessu hafi verið vel tekið og árangurinn af því verði jákvæður. Skrifstofan annast margs konar aðra útgáfu- starfsemi, en of langt mál yrði að telja það allt upp.“ Skrifstofan hefur komið á fót ljósmyndasamkeppni um beztu svipmyndina úr umferðinni í sam- ráði við Félag áhugaljósmyndara. Er þátttaka frjáls öllum áhuga- ljósmyndurum í landinu, og von- um við, að mikil þátttaka verði, enda veglegum verðlaunum heit- ið. Þá er áformað að koma á fót teiknimyndasamkeppni meðal skólabarna um umferðarmyndir, og verða þær að líkindum sýndar opinberlega á vegum Umferðar- nefndar og lögreglunnar í Reykja- vík. Skrifstofan annast gerð fræðslu- rita um umferðarmál, sem síðan er dreift meðal skólabarna. Hefur framkvæmdanefnd H-umferðar fengið leyfi okkar til að dreifa rit- um þessum til skólabarna utan Reykjavíkur. Settir hafa verið miðar inn í hvert páskaegg, sem framleitt er, og eru áminningar um umferðarmál á miðum þess- um. Hver miði er að auki tölusett- ur, og 10 dögum eftir páska verða dregin úr þeim 20 númer, og hand- hafar þeirra fá reiðhjól í vinning. Umferðarnefnd og lögreglan í Reykjavík koma upp æfingasvæði eftir H-dag í samráði við Öku- kennarafélagið, og gefst ökumönn- um þar tækifæri til æfinga. Skrifstofan gefur út og dreifir í hvert hús á höfuðborgarsvæðinu handhægu aksturskorti um akst- ursstefnu á aðalgatnamótum Reykjavíkur. Verður þar um að ræða mörg minni kort, sem auð'- veldlega má fletta upp í, og síðan stórt heildarkort. Stefnt er að því, að kortið verði komið í öll hús fyrir 26. maí. Nýr og stærri DAF Einstaklega falleg, björt og rúmgóð f jölskyldubifreið með stórri farangursgeymslu. DAF - 44 DE LUXE Fullkomlega sjálfskipt, kraftmikil, en sparneytin og sterk- byggð bifreið. DRANGAR HF. Sætúni 8 — Sími 24 000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.