Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 13
FRJÁLB VERZLUN 13 Þessi loftmynd sýnir sýningarsvæðið, þar sem Iieimssýningin árið 1970 á að fara fram, og næsta nágrenni þess. Er svæðið á Senri-hæðunum, um það bil 10 km. frá miðhluta Osakaborgar. er á svonefndum Senri-hæðum, skammt frá hinum fornu höfuð- borgum Japans, Kyoto og Nara, og hefur mikil vinna verið lögð i að jafna landslagið og breyta því þannig, að það henti sem bezt sem sýningarsvæði. í næsta nágrenni sýningarsvæðisins eru nokkrir stórir skemmtigarðar og fjölmarg- ar skólabyggingar, sem setja svip á umhverfið. Ef nágrannaborgirnar, sem næst liggja Osaka, eru taldar með, er íbúatalan nærri sjö milljónir, og ef nágrannabæjum og héruðum er bætt við, verða íbúarnir rúmar 10 milljónir talsins. Þessi hópur vinn- ur að framleiðslu mikils hiuta jap- ansks iðnaðar, og frá þessu svæði, sem Stór-Osaka (sbr. Stór-Reykja- vík) nær yfir, kemur um þriðj- ungur allrar útflutningsfram- leiðslu Japans. Þetta verður ekki fyrsta sýning- in, sem haldin verður í borginni Osaka, því að þar hafa verið haldnar alþjóðlegar vörusýningar allt frá árinu 1954, annað hvert ár, með þátttöku allt að 30 þjóða. Sýningin „EXPO 1970". Það, sem olli því, að Japanir leituðu eftir að fá að halda heims- sýninguna árið 1970, var það, að á því ári eru talin vera liðin 100 ár frá því að Japan fór að stefna að uppbyggingu og tók að tileinka sér skipulag og aðra mikilvæga þætti nútíma þjóðfélags. Japan nú- tímans er sem sé talið verða 100 ára árið 1970. Þessi heimssýning í Osaka er fyrsta sýningin sinnar tegundar, sem haldin er í Asíu, en heims- sýningarnar hafa áður eingöngu verið haldnar í borgum Evrópu og Ameríku. Sýningin var formlega ákveðin í maímánuði árið 1966, og var þá talað um, að aðaltilgang- ur hennar yrði að auka tengsl austurs og vesturs, auk þess sem hún yrði vettvangur nánari kynna milli þjóða heimsins. Heimssýn- ingin í Osaka verður að verulegu leyti með líku sniði og heimssýn- ingin í Montreal síðastliðið vor og sumar hvað uppbyggingu snertir, en ætlunin er að skipta henni í mun fleiri deildir en þeirri síð- ustu. Einkunnarorð sýningarinnar hafa verið valin „Progress and Harmony for Mankind“, sem á íslenzku mundu hljóða á þessa leið: „Framfarir og samlyndi mannkynsins“. Gefur það til kynna, að leitazt mun við að kynna á sýningunni þau afrek, sem mennirnir hafa unnið á und- anförnum áratugum, og þann árangur, sem náðst hefur með nýj- ustu þjóðfélagsháttum í þá átt að tengja hinar ólíku þjóðir og þjóða- brot saman. Merki sýningarinnar hefur ver- ið teiknað. Er það sérlega einfalt og smekklegt, gert af einum fremsta auglýsingateiknara Jap- ana. Það á að vera tákn fyrir einkunnarorð sýningarinnar í Osaka 1970. hoieCSS Sængur- fatnadur sem ekki þarS ad straujaL Mjög athyglisverð nýjung, sem sparar tíma og erfiði. Höie Krepp er úr 100% bómull, litekta, þolir suðu og er mjög endingargott. Fæst sem tilbúinn sængurfatnaður eða sem metravara. Viðurkenndar gœðavörur, sem fást I holztu vefnaðarvöruverzlunum landsins. EINKAUMBOÐ: MATS WIBE LUND jr. HRAUNBÆ 34, REYKJAVlK, SlMI 81177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.