Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 61
FRJÁLS VERZLUN
61
SKÓLAR — MENNTUN
MÍMIR:
málaskóli með stærðfræðideild
Islendingar eru sagðir námíús-
ir með afbrigðum, þótt ekki gæti
þess kannski alltaf, meðan þeir
eru á skyldunámsstiginu. Alls
konar scrskólar þrífast því ágæt-
lega í Reykjavík og víðar um
land, ekki sízt málaskólar. Stærsti
og umfangsmesti málaskólinn er
Mímir, en hann átti einmitt 20 ára
afmæli ekki alls fyrir Iöngu. Skóla-
stjóri og cigandi er Einar Pálsson,
og Frjáls Verzlun hitti hann að
máli stundarkorn í liinum glæsi-
legu húsakynnum skólans að
Brautarholti 4.
„Það var Halldór Dungal, sem
stofnaði Mími árið 1947. Ég kom
svo að honum árið 1949 og keypti
hann allan 1955. Þá vorum við í
leiguhúsnæði en skömmu eftir að
ég varð eigandi flutti ég hann nið-
ur i Hafnarstræti, þar sem hann
hefur verið æ síðan. Fyrir tveim
árum eða þar um bil höfðum við
svo lokið við að byggja þetta hús
nokkrir saman og ég fékk fyrstu
hæðina til umráða.“
„Hvaða mál eru kennd hjá ykk-
ur?“
„Þau eru nokkuð mörg, en nern-
endafjöldinn í hverjum flokki er
mismunandi. Við kennum t. d.
ensku, dönsku, þýzku, frönsku,
spönsku, ítölsku, sænsku og svo
islenzku. Við getum líka kennt
rússnesku, hollenzku og finnsku,
en það er lítil aðsókn að þeim
málaflokkum.“
„Ertu í vandræðum með kenn-
ara?“
„Nei, það gengur allt samun
vel og úrvalsfólk, sem ég hef á
að skipa, enda ekki aðrir tekmr
til kennslu. Það gilda hér strangar
reglur, til dæmis er harðbann-
að að láta kennslustund falla nið-
ur. Ef einhver verður veikur, sem
sjaldan kemur fyrir, verður að ut-
vega annan í snarheitum. Ég hef
átján manna kennaralið, þar af
átta útlendinga, en alls vinna
tuttugu og fjórir við skólann. Við
verðum að hafa duglegar velrit-
unarstúlkur til að vélrita ve>'k-
efni fyrir okkur, því að við búum
þau til sjálfir.“
„Á hvaða aldri er íólkið sem
sækir skólann?“
„Það er á öllum aldri. Skólan-
um er skipt í þrjár megindeildir:
fullorðinsdeild, sem er aðalskól-
inn, barnadeild, þar sem kennt er
með „beinu aðferðinni“ (umræður
allar fara fram á því máli sem ver-
ið er að læra), og svo hjálpardeild-
ir skóla. í síðastnefndu deildinni
kennum við unglingum þau fög
sem þeir þurfa að læra undir prof,
svo sem tungumál og stærðfræði.'1
„Þú ert ekki alveg sáttur við all-
ar kennslubækurnar sem hér eiu
notaðar?“
„Nei. Kennslubækur þarfnast
stöðugrar endurnýjunar. Það er
fjarstæða að halda að einhvereinn
maður geti sett sig niður við skrif-
borðið sitt og samið á einu ári eða
svo kennslubók, sem notuð verði
upp frá því. Mér finnst fráleitt að
nota við kennslu í dag sömu bæk-
ur og notaðar voru fyrir aldai-
fjórðungi og það algerlega ó-
breyttar. Það er mikið verk að
skrifa góða kennslubók og alltaf
þarf miklar endurbætur áður
en hún getur talizt góð. Þetta
kostar að vísu mikið fé, en það
vinnst undantekningalaust upp
með betri námsárangriogskemmri
námstima. Það eru alltaf nokkrir
útlendingar við skólann sem eru
að læra íslenzku, og því hef ég
verið að berjast við að semja
kennslubók í íslenzku. Það eru nú
liðin fimm ár síðan ég byrjaði og
þetta er búið að kosta óhemju fe.
En ég er ennþá að skrifa viðbæt-
ur við fyrstu kaflana svo að það
er langt í land ennþá.
„Er þetta málfræðibók?"
„Nei, nei, þetta eru textar og
æfingar. Þegar búið er að læra þá
almennilega er málfræðin ekki
svo erfið. Við vinnum líka að vei k-
efnum í dönsku, ensku og þýzku,
það eru þær bækur, sem mest
liggur á.“
Einar Pálsson skólastjóri Mímis.
„Hvað eru nemendurnir alls
margir?“
„Þeir eru um 900, og langflestir
leggja stund á ensku. Við erum
með einar níutíu deildir í ensku,
það er fólk sem er mismunandi
langt komið í náminu. Fullorðna
fólkið er hér innfrá, en yngri
flokkarnir niðri í Hafnarstræti.
„Ertu að hugsa um nokkra
frekari aukningu á starfseminni?“
„Gaman væri að því. Eitt af
því sem ég hef lengi verið að
hugsa um er að stofna sérstaka
verzlunardeild við skólann. Að
henni myndu fá aðgang ungling-
ar á aldrinum 16—20 ára. Þessi
deild yrði með Pitman-sniði, og
þar yrði fyrst og fremst kennd
verzlunarenska og verzlunarís-
lenzka. Nemendur myndu læraallt
sem lýtur að því að fara í tollinn,
bankana, svara í síma, svara bréí-
um og þess háttar. Þetta yrði alls
ekki með sama sniði og gagnfræða-
skólar eða verzlunarskólinn. Þar
yrði að sjálfsögðu einnig kennd
vélritun, og í stuttu máli allt sem
lyti að hinni praktísku hlið veizl-
unarstarfa. Piltur eða stúlka sem
færi héðan út með prófskírteini
myndi sem sagt vera fær í hag-
nýtum skrifstofustörfum. Ég vildi