Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 41
FRJÁLS VERZLUN 41 ALYKTANIR ALLSHERJAR- NEFNDAR SAMÞYKKTAR Á ADALFUNDI KAUPMANNA- SAMTAKA ÍSLANDS 29. FEBRÚAR 1968. yfir því á opinberum vettvangi, að Island og viðhorf Islendinga skipti svo litlu máli á sviði alþjóðamála, að ekki sé vert að minnast á það. Þetta er undarleg kenning, sem sett er fram um sama leyti og þjóðin þarf á samstöðu og trú á sjálfa sig að lialda til að glima við geigvænlega erfiðleika, m. a. vegna óhagstæðra viðskipta við erlend ríki. Ég el eng- ar tálvonir um íslenzkt stórveldi, en aftur á móti er ég þeirrar trúar, að hlutur íslendinga verði aldrei svo smár, að þeir verði einskis virtir, svo fremi sem við höfum sjálfir áhuga á að vekja athygli á högum okkar og skoðunum og leitum í rík- ara mæli kaupenda að brýnustu út- flutningsafurðum okkar, og í síðasta lagi, að við getum veitt þeim, sem i útlöndum spyrja um ísland og Is- lendinga, þá sjálfsögðu fyrirgreiðslu, er öll menningarríki hafa tileinkað sér. Ég hef þá trú, að okkur sé fyrst og fremst þörf á skilningi og vin- semd erlendra þjóða, er við getum vel staðið frammi fyrir án þess að blygðast okkar sakir mannfæðar og lítilla efna. Ef við vinnum mark- visst að því að ná þessu takmarki, verður það kannski heillavænlegra til frambúðar en að þurfa til eilífðar að selja atkvæði Islands á aiþjóða- vettvangi í fiskumbúðum. SOUD VALE YALE lásinn er tákn öryggis um heim allan Leitið upplýsinga hjá umboSs- mönnum um YALE byggingavörur Júhann Ólafsson & Co, Keykjavík Símar: 11630 & 11632 ^ 1. Lög um verzlunaratvinnu. Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands, haldinn 29. febrúar 1968, iýsir stuðningi sínum við framkomið frumvarp til laga um verzlunaratvinnu og skorar á hæstvirt Alþingi að samþykkja frumvarpið á yfirstandandi þingi. 2. Stoínlánasjóðir sérgreinarfé- laga innan K. í. Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands, haldinn 29. febrúar 1968, hvetur hin ýmsu sérgreinar- félög innan samtakanna til mynd- unar eigin stofnlánasjóða á tilsvar- andi hátt og gert hefur verið á vegum matvöru- og kjötkaup- manna. Leggur aðalfundurinn áherzlu á, hversu vel hefur tekizt til um byrjunarstarfsemi Stofnlánasjóðs matvöruverzlana og þann aug- ljósa ávinning, sem verzlunarfyr- irtæki geti haft af slíku samstarfi. 3. Þóknun vegna innheimtu- starfsemi. Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands, haldinn 29. febrúar 1968, lýsir stuðningi sínum við þá meginstefnu í frumvarpi Skúla Guðmundssonar, alþingismanns, að atvinnufyrirtækjum verði greidd þóknun fyrir þá margvís- legu innheimtustarfsemi, er fyrir- tækjum er gert að inna af hendi fyrir opinbera aðila. Fundurinn felur stjórn samtak- anna í samráði við önnur atvinnu- rekendasamtök að vinna að því að mál þetta nái fram að ganga. 4. GreiSsIur afnotagjalda af síma. Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands, haldinn 29. febrúar 1968, beinir þeim tilmælum til Póst- og símamálastjórnarinnar, að símnotendum á Reykjavíkur- svæðinu verði gert kleift að greiða afnotagjald af síma í bönkum og bankaútibúum á svipaðan hátt og tíðkast hjá RafmagnsveituReykja- víkur. Fundurinn vekur athygli á því mikla óhagræði og erfiðleikum, sem felast í því, að stefna öllum símnotendum í Reykjavík, Kópa- vogi og Seltjarnarnesi á einn og sama greiðslustaðinn. Við það skapist óeðlilegar tafir og seina- gangur, sem hægt væri að ráða bót á með fjölgun greiðslustaða. 5. Stofnlánadeild verzlunar fyrirtœkja. Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands, haldinn 29. febrúar 1968, lýsir ánægju sinni með til- komu Verzlunarlánasjóðs við Verzlunarbanka íslands h.f. Skorar fundurinn á hæstvirta ríkisstjórn og stjórn Seðlabanka íslands að beina fjárframlögum til Stofnlánadeildarinnar til jafns við stofnlánadeildir annarra atvinnu- greina, enda er fjárskortur til hag- ræðingar og uppbyggingar eitt af aðal vandamálum í rekstri verzl- unarfyrirtæk j a.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.