Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 51
FRJÁLS VERZLUN 51 starfi á Bíldudal. Sjúkrahús eru tvö á Vestfjörðum, fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði (42 sjúkrarúm) og annað á Patreksfirði (19 sjúkrarúm), en starf- rækt eru sjúkraskýli í flestum þorp- unum, á Bíldudal (3 sjúkrarúm), á Þingeyri (7 sjúkrarúm), á Flateyri (6 sjúkrarúm), og í Bolungarvik (12 sjúkrarúm). Uppi hafa verið hugmyndir um læknamiðstöðvar á Vestfjörðum, og er þá miðað við, að þær verði tvær, önnur á Patreksfirði og hin á ísa- firði, og mundi hin síðarnefnda þá væntanlega ná til Isafjarðar-, Bol- ungarvíkur- og Súðavíkurumdæmis. Til þess að breyting í þessum dúr geti átt sér stað, þarf vitanlega að breyta læknaskipunarlögunum, en það mun stefna bæði læknastéttarinnar og þeirra, sem með stjórn heilbrigðis- málanna fara. Raunar má til sanns vegar færa, að vísir að slíkri miðstöð sé þegar risinn á Patreksfirði, en hins vegar viðurkenna allir, að bættar samgöngur um Vestfirði eru algjör forsenda þessara breytinga. Erfiðar samgöngur og eins sú staðreynd, að víða skuli vanta lækna, valda því, að ástandið í heilbrigðismálum getur engan veginn talizt gott, þótt til allr- ar blessunar hafi enn ekki hlotizt hér af alvarleg slys. Aðstaðan var raunar stórum betri, meðan flugvél Vestan- flugs var enn til staðar, en allir hreppar á Vestfjörðum höfðu, eins og annars staðar kemur fram, sameinazt um útgerð hennar. Nú er óvíst um framtíð hennar, og veikir það mjög möguleika þess að geta brugðizt skjótt og vel við, beri slys að hönd- um fjarri alfaraleið. Aðstaðan í Isa- fjarðardjúpi t. d. er slík, að vanti þangað lækni, getur hann aðeins komizt með báti, og er það einkar seinlegt, auk þess sem það kostar allt að 10.000 króna. Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði var reist árið 1921, og er tala sjúkrarúma sem fyrr segir 42. Þar er nú aðeins einn fastráðinn læknir, er nýtur að- stoðar héraðslæknis, og má það telj- ast alvarlegt ástand, því að þar liggja að staðaldri um 40 sjúklingar. Þegar núverandi læknir kom að sjúkrahús- inu fyrir 14 árum, voru læknar 3, en nú fæst enginn. Hjúkrunarkonur skortir hins vegar ekki sem stendur, og má þakka það íhlaupavinnu giftra hjúkrunarkvenna, sem búa á ísafirði. Áður komu árlega til starfa 3 hjúkr- unarnemar úr Reykjavík, og var það hluti af námi þeirra, en vegna auk- ins hjúkrunarkvennaskorts í Reykja- vík hefur nú verið lokað fyrir þessar sendingar að sunnan, og kemur það illa við mörg sjúkrahús úti á lands- byggðinni. Sjúkrahúsið á Isafirði hefur oft verið nefnt í fréttum að undanförnu vegna skipbrotsmanna, er þar fengu inni. Það er reyndar engin nýlunda, að útlendingar leiti þar lækninga, t. d. lágu þar 75 útlendingar á siðasta ári samtals 705 legudaga. Islenzkir sjúklingar á árinu voru 405 Isfirðing- ar með samtals 7050 legudaga og 244 utansveitarmenn með alls 3928 legu- daga. Útlendingar greiða tvöfalt dag- gjald á við aðra sjúklinga. Eins og áður er getið, leiða erfiðar samgöngur og læknaskortur af sér ýmsa erfiðleika í heilbrigðismálum Vestfirðinga, en þess er að vænta, að allt standi þar til bóta. SAMGÖNGUR. Þá er komið að þeim þætti þessar- ar greinar, sem mun hvað margslungn- astur og erfiðast að taka réttum tök- um í stuttum kafla. Vegna strjálbýlis á Vestfjörðum, en íbúar eru aðeins 1,1 á km:, og hrikalegs landslags eru samgöngumál nátengdari lífi Vest- firðinga en flestra annarra lands- manna. Þeir eru háðir reglulegum samgöngum til aðdráttar matvæla, til þess að geta notið heilbrigðisþjón- ustu, til öflunar menntunar o. s. frv. o. s. frv. Eins og fram kemur í öðrum köflum greinarinnar, hefur aðstaða Vestfirðinga á fyrrgreindum sviðum verið afleit og átt ekki hvað minnst- an þátt i brottflutningi frá þessum landshluta. Má raunar segja, að gífur- legt vonleysi hafi víða verið farið að grípa um sig meðal fólks á Vestfjörð- um, en vonir hafa nú glæðzt um bættan aðbúnað, og er þá einna helzt að þakka Vestfjarðaáætluninni svo- nefndu. Áður en hennar verður nán- ar getið, þykir rétt að ræða nokkuð um samgöngur á landi, í lofti og á sjó. Lengst af hefur sjórinn verið þjóð- braut Vestfirðinga, en með batnandi vegakerfi hafa samgöngur á landi haft mikilvægara hlutverki að gegna i samgöngumálum fjórðungsins. Vega- kerfið er enn ófullkomið, og á vetr- um er þessi leið oftast ófær, a. m. k. hvað snertir samband við aðra lands- hluta. Á sumrin eru vegirnir aftur á móti aðalsamgönguæðarnar, og sýnir fjöldi bifreiða þetta nokkuð vel. 1 árslok 1966 voru 395 fólksbifreiðir og 69 vörubifreiðir í Barðastrandarsýsl- um, 799 fólksbifreiðir og 155 vörubif- reiðir á Isafirði og í Isafjarðarsýslu og 191 fólksbifreið og 39 vörubifreiðir í Strandasýslu. En sem fyrr segir verða bifreiðir lítt notaðar til langra ferða á veturna vegna ófærðar á veg- um. Það hefur komið fram, að ákaf- lega erfitt muni reynast í ófyrirsjáan- legri framtíð að tryggja öruggt vega- samband á milli Vestfjarða og ann- arra landshluta. Megináherzlu beri að leggja á vegasamband innan byggðarlagsins og góðar flug- og sjó- samgöngur við aðra landshluta. Þó má til sanns vegar færa, að þegar lokið verður við að leggja Djúpveg- inn, munu Vestfirðingar þar með tengjast þjóðvegakerfinu. Djúpvegur- inn er nú ólagður frá Skarði í Skötu- firði og að Eyri í Seyðisfirði, um það bil 40 km. vegalengd. Vestfirðingum hefur nú opnazt ný samgönguleið, sem er flugleiðin. Flug- félag Islands heldur nú uppi áætlun- arferðum bæði til Isafjarðar og Pat- reksfjarðar. Er nú yfirleitt flogið einu sinni á dag til Isafjarðar 6 daga vikunnar, en þrisvar í viku til Pat-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.