Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 64
64 FRJÁLS VERZLUN hyggnari hvað ávöxtun fjár snert- ir. Það fjármagn, sem stendur á bak við mörg okkar sterkustu iðn- fyrirtæki, er að minni hyggju oft- ar verðbólgugróði, frekar en að þar sé um arð af framleiðslunni að ræða. Annars er fróðlegt að rifja það upp, að fyrir tveim til þrem árum var algengt að heyra úr röðum út- gerðarmanna, að iðnaðurinn tæki vinnuafl frá sjávarútveginum. Það væri nær að láta fólk vinna í frystihúsum eða um borð í bátun- um í stað þess að moka sultu í krukkur, svo ég noti nú orð eins framámannanna í útgerðinni. En hvað megnar sjávarútvegurinn að gera fyrir launþega í dag? Menn óttast atvinnuleysi, en hvernig halda menn, að ástandið væri, ef ekki nyti við fjölda iðnfyrirtækja, sem framleiða sultu o. fl., eða ef hér væru ekki hafnar stónðju- framkvæmdir, sem veita um 1000 manns vinnu eins og er? Sjávarútvegur hefur verið, er og verður um ófyrirsjáanlega framtíð, aðalburðarásinn í gjald- eyrisöflun þjóðarinnar, og íslend- ingar hafa komizt í álnir fyrst og fremst með hagnýtingu þeirra auð- æfa, sem fiskimið okkar eru. En með aukinni vélvæðingu í sjávar- útvegi og með vaxandi fólksfjölda er okkur lífsnauðsyn að byggja upp öflugan iðnað til að taka við auknu vinnuafli. — Hvað þarf þá helzt að gera til úrbóta að þínum dómi, Ragnar? — í stórum dráttum þarf að marka ákveðna stefnu í iðnaðar- málum. Hvernig viljum við, að iðnaðurinn verði rekinn hér á landi? Hvaða hlutskipti ætlum við íslenzkum iðnaði í framtíð- inni? Hvað viljum við leggja á okkur fyrir íslenzkan iðnað? Þess- ar spurningar heimta svör. Iðnað- urinn verður að geta treyst því, að markaðri stefnu sé fylgt, en ekki allt látið reka á reiðanum, eins og því miður hefur verið fram til þessa. Iðnrekendur verða að geta treyst því, að það, sem þeir eru að framkvæma í dag, verði ekki lagt í rúst fyrir þeim á morgun. — Hvað vilt þú segja um aðild íslands að EFTA? Sjálfsagt kemur að því, að slík aðild verður óhjákvæmileg í einu „Koma þarf í veg fyrir innflutn- ing frá Austur-Evrópulöndum á vörum, sem eru á undirboðsverði.“ eða öðru formi. En íslenzk iðnfyr- irtæki verða fyrst að fá tækifæri til að aðlaga sig breyttri og harð- ari samkeppni. Það þarf að gera áætlun til margra ára um, hvernig sú aðlögun eigi að fara fram. Byrja verður á því að fella nið- ur tolla af vélum og hráefni til iðnaðarins, a. m. k. af þeim vélum, sem ekki eru framleiddar innan- lands. Þetta þarf að gera, áður en farið er að lækka tolla af fullunn- um vörum. í öðru lagi þarf að gera víðtæk- ar ráðstafanir af hálfu þess opin- bera og samtökum iðnaðarins til að skapa iðnaðinum eðlileg vaxtar- skilyrði. Það þarf að fá hingað menntaða og sérfróða menn til leiðbeiningar og til að hjálpa ís- lenzkum iðnfyrirtækjum að aðlag- ast vaxandi samkeppni. í þriðja Iagi þarf að útvega iðn- aðinum fjármagn, bæði til fjár- festingar og reksturs, því að fjár- vana iðnaður verður aldrei þróað- ur iðnaður. Þá tel ég, að tvímæla- laus ávinningur yrði af því fyrir iðnfyrirtæki að auka samvinnu sín á milli. Mér er t. d. kunnugt um tvö fatagerðarfyrirtæki í Reykjavík, sem gerðu samning til eins árs um innkaup á hráefni og fengu um 20% lækkun á verði frá fyrirtækinu, sem þau höfðu áður skipt við sitt í hvoru lagi. Þannig „Ef skynsemin nægir ekki til að opna augu okkar fyrir mikilvægi íslcnzks iðnaðar, þá gerir neyðin það.“ getur samvinnan leitt gott af sér. Flest fatagerðarfyrirtæki eru með stórar og dýrar pressur, sem nýtast þeim ekki nema hluta úr degi. Þetta eru tæki, sem kosta hundruðir þúsunda króna. Þarna gætu pressur eins fyrirtækis hæg- lega annað þörfum þriggja til fjög- urra meðalstórra fyrirtækja. Þann- ig veit ég, að hagar til í fleiri iðn- greinum, svo að vaxandi samstarf hlýtur að koma til. Það opinbera á að stuðla að þessari þróun, t. d. með því að veita lán til þeirra aðgerða iðnfyrirtækja, sem miða að aukinni samvinnu. Iðnfyrirtæki með skyldan rekstur gætu komið sér upp nokkurs konar miðstöð, þar sem sameiginleg hjálpartæki yrðu til húsa. Eftir því sem reynslan af sam- starfinu eykst og gildi þess kemur betur í Ijós, er mjög líklegt, að' næsta spor verði samruni skyldra fyrirtækja. Ég tel, að samruni verði að eiga sér einhvern aðdrag- anda. Náið, skipulagt samstarf tel ég vera fyrsta skrefið í þessari þróun. — Hvað um markaðsmálin? — Til þess að iðnaður geti náð að vaxa hér á landi, verður hann að hafa stóran markað, fyrst og fremst stærri heimamarkað, en nú. Þennan heimamarkað getum við aðallega stækkað með einu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.