Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 12
12 FRJÁLS VERZLUN SÝNINGAR HEIMSSÝNINGIN í OSAKA 1970 EXPOTO Eftir því sem næst tvö ár, eða nánar tiltekið sunnudaginn 15. marz árið 1970, verður fyrsta heimssýningin opnuð í Asíu. Hún verður haldin í borginni Osaka í Japan og mun standa til 13. sept- ember það sama ár, en ekki er enn vitað, hve margar þjóðir taka þátt í sýningunni. Rúmlega 20 þjóðir hafa þó þegar tilkynnt þátt- töku sína, þar á meðal Bandarík- in, Sovétríkin, Frakkland, Bret- land, Kanada, Holland og Belgía. Norðurlöndin hafa enn ekkiákveð- ið, hvort þau taka sameiginlega þátt í þessari heimssýningu eða hvert í sínu lagi. Sennilegra þykir, að þau reisi þar sameiginlegan skála, eins og á síðustu heimssýn- ingu í Montreal í Kanada, en vegnaslæms atvinnu- og efnahags- ástands mun ísland að öllum lík- indum ekki taka þátt í sýning- unni. Mikill undirbúningur. Strax á árinu 1965 var hafinn undirbúningur að sýningu þessari, skipuð sýningarnefnd og sýning- unni ákveðinn staður. Á næsta ári þar á eftir var flestum þjóðum boðin þátttaka og þeim sendar upplýsingar varðandi tilhögun sýningarinnar. Tilkynntu þegar á því ári þrjár þjóðir um þátttöku sína, en það voru Kanada, Alþýðu- lýðveldið Kórea og Bandaríkin. Seint á árinu 1966 var lokið við heildarskipulag sýningarsvæðis- ins í stórum dráttum og þar hafn- ar byrjunarframkvæmdir. Á síð- astliðnu ári var svo unnið að því að ryðja land, þar sem sýningar- svæðið á að vera, gengið frá nán- ari skipulagningu og niðurröðun hinna ýmsu sýningardeilda, en á þessu ári er ráðgert, að byggingar- framkvæmdir verði hafnar og full- gengið frá lagningu vega um sýn- ingarsvæðið. Auk sýningarskála hinna ýmsu þátttökuþjóða, verða á sýningarsvæðinu ýmsar bygging- ar fyrir starfslið, upplýsingaþjón- ustu og annað, sem sýningunni til- heyrir. Áætlað er, að sýningargest- ir verði nálægt 30 milljónum, og er öll skipulagning miðuð við þann fjölda. Sýningarstaðurinn. Eins og áður segir, verður þessi heimssýning 1970 í borginni Osaka. Hún er önnur stærsta borg Japans og telur nokkuð á fjórðu milljón íbúa og er miðpunktur allra viðskipta og iðnaðar i land- inu. Þar er einn stærsti flugvöllur heims og ferðir til og frá öllum heimsálfum, en vegalengdin milli Osaka og Tokyo, höfuðborgar Jap- ans, er ekki meiri en svo, að ný- tízku hraðlestir fara þar á milli á tæpum þrem stundum og þotur á 50 mínútum. Sýningarsvæðið sjálft er um 10 kílómetra frá miðborg Osaka og er um 330 hektarar að stærð. Það í Osakaborg eru fjölmörg síki og skurðir og þúsundir nýtízkulegra brúa, sem setja sérkennilegan svip á þessa austrænu borg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.