Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Side 12

Frjáls verslun - 01.02.1968, Side 12
12 FRJÁLS VERZLUN SÝNINGAR HEIMSSÝNINGIN í OSAKA 1970 EXPOTO Eftir því sem næst tvö ár, eða nánar tiltekið sunnudaginn 15. marz árið 1970, verður fyrsta heimssýningin opnuð í Asíu. Hún verður haldin í borginni Osaka í Japan og mun standa til 13. sept- ember það sama ár, en ekki er enn vitað, hve margar þjóðir taka þátt í sýningunni. Rúmlega 20 þjóðir hafa þó þegar tilkynnt þátt- töku sína, þar á meðal Bandarík- in, Sovétríkin, Frakkland, Bret- land, Kanada, Holland og Belgía. Norðurlöndin hafa enn ekkiákveð- ið, hvort þau taka sameiginlega þátt í þessari heimssýningu eða hvert í sínu lagi. Sennilegra þykir, að þau reisi þar sameiginlegan skála, eins og á síðustu heimssýn- ingu í Montreal í Kanada, en vegnaslæms atvinnu- og efnahags- ástands mun ísland að öllum lík- indum ekki taka þátt í sýning- unni. Mikill undirbúningur. Strax á árinu 1965 var hafinn undirbúningur að sýningu þessari, skipuð sýningarnefnd og sýning- unni ákveðinn staður. Á næsta ári þar á eftir var flestum þjóðum boðin þátttaka og þeim sendar upplýsingar varðandi tilhögun sýningarinnar. Tilkynntu þegar á því ári þrjár þjóðir um þátttöku sína, en það voru Kanada, Alþýðu- lýðveldið Kórea og Bandaríkin. Seint á árinu 1966 var lokið við heildarskipulag sýningarsvæðis- ins í stórum dráttum og þar hafn- ar byrjunarframkvæmdir. Á síð- astliðnu ári var svo unnið að því að ryðja land, þar sem sýningar- svæðið á að vera, gengið frá nán- ari skipulagningu og niðurröðun hinna ýmsu sýningardeilda, en á þessu ári er ráðgert, að byggingar- framkvæmdir verði hafnar og full- gengið frá lagningu vega um sýn- ingarsvæðið. Auk sýningarskála hinna ýmsu þátttökuþjóða, verða á sýningarsvæðinu ýmsar bygging- ar fyrir starfslið, upplýsingaþjón- ustu og annað, sem sýningunni til- heyrir. Áætlað er, að sýningargest- ir verði nálægt 30 milljónum, og er öll skipulagning miðuð við þann fjölda. Sýningarstaðurinn. Eins og áður segir, verður þessi heimssýning 1970 í borginni Osaka. Hún er önnur stærsta borg Japans og telur nokkuð á fjórðu milljón íbúa og er miðpunktur allra viðskipta og iðnaðar i land- inu. Þar er einn stærsti flugvöllur heims og ferðir til og frá öllum heimsálfum, en vegalengdin milli Osaka og Tokyo, höfuðborgar Jap- ans, er ekki meiri en svo, að ný- tízku hraðlestir fara þar á milli á tæpum þrem stundum og þotur á 50 mínútum. Sýningarsvæðið sjálft er um 10 kílómetra frá miðborg Osaka og er um 330 hektarar að stærð. Það í Osakaborg eru fjölmörg síki og skurðir og þúsundir nýtízkulegra brúa, sem setja sérkennilegan svip á þessa austrænu borg.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.