Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 8
FRJÁLS VERZLUN
©
EYKUR
Hinum nýju stálskipasmíða-
stöðvum okkar þarf öllum að fá
verkefni og takmarka eða banna
erlenda viðgerðaþjónustu viðfiski-
skipaflotann. Sérstakar ráðstafan-
ir þarf að gera til þess, að bygg-
ingaiðnaðurinn lendi nú ekki í
slíkri lægð vegna gengisfellingar-
innar, sem jafnan hefur orðið raun
á að afstöðnum slíkum kollsteyp-
um. Opinberar framkvæmdir eiga
og þurfa að vera í hámarki meðan
nokkra hönd skortir verkefni og
það jafnvel án tillits til þess, hvort
tímabundinn reikningshalli kann
að verða á fjárlögum.
F.V.: Teljið þér, að hinar miklu
launahœkkanir undanfarinna ára
haii dregið úr möguleikum ein-
stakra atvinnugreina, t. d. sjávar-
útvegsins, til aS mœta hinum
mikla vanda, sem skapazt hefur
vegna ytri ástœðna?
B.J.: Á undanförnum veltiárum
hafa samningsbundin raunveruleg
laun miðuð við vinnutímaeiningar
sáralítið hækkað og lengst af allt
tímabilið frá 1959 verið lægri en
þá. Ráðstöfunartekjur hafa hins
vegar farið hækkandi vegna
lengds vinnutíma og að nokkru
vegna yfirborgana í einstökum at-
vinnugreinum, en hvort tveggja
er nú að mestu úr sögunni. Orsak-
anna til vandamála atvinnuveg-
anna nú er því ekki að leita í því,
að verkafólk hafi borið of mikið
frá borði. Hitt er augljóst, að verð-
bólguþróunin, og þar með hækkun
launa að krónutölu, hefur reynzt
útflutningsatvinnuvegunum þung
í skauti, lamað þá og spillt sam-
keppnisaðstöðu þeirra á erlendum
mörkuðum.
F.V.: TeljiS þér hugsanlegt, að
launþegasamtökin muni endur-
skoða stefnu sína í kjaramálum
a3 einhveriu leyti með hliðsjón
af reynslu undanfarinna ára.
Vœri fróðlegt að heyra álit yðar
á því, hvort slík endurskoðun
vœri nauðsynleg og í hverju hún
œtti að vera fólgin?
B. J.: Ég tel, að ráðandi stefna
verkalýðshreyfingarinnar undan-
farin ár í kjaramálum hafi verið
sú að leitast við að halda uppi
kaupmætti launa og auka hann,
án þess að kjarabætur leiddu til
lítt viðráðanlegrar verðbólgu. Hún