Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 19
FRJALS VERZLUN 19 Björgvin Guðmundsson skrifar fyrir Frjálsa verzlun — að þessu sinni um NEYTENDAMÁLEFNI Þróun neytendamála hefur orð- ið með öðrum hætti hér en í ná- grannalöndum okkar. Á hinum Norðurlöndunum hefur starfsemi í þágu neytenda verið í höndum hins opinbera. En hér á landi hafa eingöngu verið starfandi frjáls neytendasamtök. Á öllum hinum Norðurlöndunum hefur verið kom- ið á fót opinberum neytendaráð- um, sem halda uppi margvíslegri starfsemi í þágu neytenda, og ÖJI starfsemi þeirra er kostuð af hinu opinbera. Einnig eru starfandi á hinum Norðurlöndunum opinber- ar neyzlurannsóknar- og gæða- matsstofnanir, og í sumum þessara landa hefur verið komið á fót stjórnardeildum, sem fjalla um fjölskyldu- og neytendamálefni. í löndum þessum hefur löggjöf, er fjallar um neytendamálefni, verið endurbætt stórlega og neytendum tryggð aukin réttindi í slíkri lög- gjöf. Hér á landi hafa afskipti hins opinbera af neytendamálum verið mjög lítil. Frá árinu 1953 hafa starfað hér frjáls neytendasam- tök, sem látið hafa sig hagsmuna- mál neytenda skipta. Hafa samtök þessi haft opna skrifstofu og haft kvörtunarþjónustu fyrir neytend- ur. Lög um samkeppnis- hömlur. Segja má, að hagsmunamál neytenda grundvallist á tveim þáttum. í fyrsta lagi á löggjöf um rétt neytenda og í öðru lagi á starfsemi framkvæmdaaðila til þess að framfylgja löggjöfinni. ís- lendingar standa langt að baki hinum Norðurlöndunum á sviði lagasetningar um neytendamál- efni. Til dæmis hafa hér enn eng- in lög verið sett um samkeppnis- hömlur og fyrirtækjasamtök. En í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum hafa slík lög nú verið sett. Slík lög eru mismun- andi ströng, en þau eiga það sam- eiginlegt, að þau eiga að tryggja neytendur og fyrirtæki gegn skað- legum áhrifum samkeppnishamla. Samkeppnishættir teljast skaðleg- ir, þegar þeir hafa ósanngjörn áhrif á verðmyndun og atvinnu- starfsemi frá þjóðfélagslegu sjón- armiði séð eða koma í veg fyrir beztu hagnýtingu í framleiðslu, vörudreifingu og þjónustu. Þar sem löggjöf um fyrirtækjasamtök og samkeppnishömlur hefur verið sett, er víðast skylt að tilkynna öll fyrirtækjasamtök, sem gerð eru. Síðan skera sérstakir úrskurð- araðilar úr um það, hvort umrædd samtök séu skaðleg hagsmunum neytenda eða ekki. í Danmörku er t. d. tilkynningarskylda varðandi samninga, sem hafa veruleg áhrif á verð, framleiðsluskilyrði o. fl. Sjaldnast er þó krafizt tilkynning- ar, ef hlutdeild fyrirtækisins í markaðnum er minni en 20%. í Noregi nær tilkynningarskylda stórfyrirtækja til fyrirtækja, sem hafa yfir 25% veltunnar í viðkom- Björgvin Guðmundsson. andi starfsgrein. Enn fremur nær tilkynningarskylda í Noregi til fyrirtækja, sem eru í eiguerlendra aðila. í Englandi voru sett ný lög árið 1965 um einkasölur og sam- steypur. Samkvæmt þeim eru sköpuð betri skilyrði en áður fyr- ir opinbera ihlutun um einkasölur og fyrirtækjasamtök. Hér á landi er nú í undirbúningi löggjöf um fyrirtækjasamtök og samkeppnis- hömlur. Verða m. a. í hinum ís- lenzku lögum ákvæði, sem heim- ila verðlagsyfirvöldum að skylda fyrirtæki til þess að selja vörur eða þjónustu, ef sölusynjun telst skaðleg fyrir neytendur og sam- keppnishætti. Mun neytendavernd án efa aukast hér mikið við setn- ingu þessara laga. VíStœk lög á NorSur- löndum. Á hinum Norðurlöndunum er löggjöf um verðlags- og neytenda- mál mun víðtækari en hér. Auk laga um fyrirtækjasamtök, sem við höfum enn ekki eignazt, eru í þessum löndum sérstök lög um afborgunarverzlun, en engin slík lög eru hérlendis, ákvæði eru i lögum um verðmerkingar, sem einnig vantar hér, og mun ítar- legri ákvæði um lokunartíma sölu- búða en hér tíðkast. í dönsku lög- unum um verzlun á grundvelli af- borgana, sem sett voru 1954, en breytt 1966, eru ákvæði um, að lágmarksútborgun í afborgunar- viðskiptum skuli vera a. m. k.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.