Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 19
FRJALS VERZLUN
19
Björgvin Guðmundsson skrifar fyrir Frjálsa verzlun
— að þessu sinni um
NEYTENDAMÁLEFNI
Þróun neytendamála hefur orð-
ið með öðrum hætti hér en í ná-
grannalöndum okkar. Á hinum
Norðurlöndunum hefur starfsemi
í þágu neytenda verið í höndum
hins opinbera. En hér á landi hafa
eingöngu verið starfandi frjáls
neytendasamtök. Á öllum hinum
Norðurlöndunum hefur verið kom-
ið á fót opinberum neytendaráð-
um, sem halda uppi margvíslegri
starfsemi í þágu neytenda, og ÖJI
starfsemi þeirra er kostuð af hinu
opinbera. Einnig eru starfandi á
hinum Norðurlöndunum opinber-
ar neyzlurannsóknar- og gæða-
matsstofnanir, og í sumum þessara
landa hefur verið komið á fót
stjórnardeildum, sem fjalla um
fjölskyldu- og neytendamálefni. í
löndum þessum hefur löggjöf, er
fjallar um neytendamálefni, verið
endurbætt stórlega og neytendum
tryggð aukin réttindi í slíkri lög-
gjöf.
Hér á landi hafa afskipti hins
opinbera af neytendamálum verið
mjög lítil. Frá árinu 1953 hafa
starfað hér frjáls neytendasam-
tök, sem látið hafa sig hagsmuna-
mál neytenda skipta. Hafa samtök
þessi haft opna skrifstofu og haft
kvörtunarþjónustu fyrir neytend-
ur.
Lög um samkeppnis-
hömlur.
Segja má, að hagsmunamál
neytenda grundvallist á tveim
þáttum. í fyrsta lagi á löggjöf um
rétt neytenda og í öðru lagi á
starfsemi framkvæmdaaðila til
þess að framfylgja löggjöfinni. ís-
lendingar standa langt að baki
hinum Norðurlöndunum á sviði
lagasetningar um neytendamál-
efni. Til dæmis hafa hér enn eng-
in lög verið sett um samkeppnis-
hömlur og fyrirtækjasamtök. En
í flestum löndum Evrópu og í
Bandaríkjunum hafa slík lög nú
verið sett. Slík lög eru mismun-
andi ströng, en þau eiga það sam-
eiginlegt, að þau eiga að tryggja
neytendur og fyrirtæki gegn skað-
legum áhrifum samkeppnishamla.
Samkeppnishættir teljast skaðleg-
ir, þegar þeir hafa ósanngjörn
áhrif á verðmyndun og atvinnu-
starfsemi frá þjóðfélagslegu sjón-
armiði séð eða koma í veg fyrir
beztu hagnýtingu í framleiðslu,
vörudreifingu og þjónustu. Þar
sem löggjöf um fyrirtækjasamtök
og samkeppnishömlur hefur verið
sett, er víðast skylt að tilkynna
öll fyrirtækjasamtök, sem gerð
eru. Síðan skera sérstakir úrskurð-
araðilar úr um það, hvort umrædd
samtök séu skaðleg hagsmunum
neytenda eða ekki. í Danmörku er
t. d. tilkynningarskylda varðandi
samninga, sem hafa veruleg áhrif
á verð, framleiðsluskilyrði o. fl.
Sjaldnast er þó krafizt tilkynning-
ar, ef hlutdeild fyrirtækisins í
markaðnum er minni en 20%. í
Noregi nær tilkynningarskylda
stórfyrirtækja til fyrirtækja, sem
hafa yfir 25% veltunnar í viðkom-
Björgvin Guðmundsson.
andi starfsgrein. Enn fremur nær
tilkynningarskylda í Noregi til
fyrirtækja, sem eru í eiguerlendra
aðila. í Englandi voru sett ný lög
árið 1965 um einkasölur og sam-
steypur. Samkvæmt þeim eru
sköpuð betri skilyrði en áður fyr-
ir opinbera ihlutun um einkasölur
og fyrirtækjasamtök. Hér á landi
er nú í undirbúningi löggjöf um
fyrirtækjasamtök og samkeppnis-
hömlur. Verða m. a. í hinum ís-
lenzku lögum ákvæði, sem heim-
ila verðlagsyfirvöldum að skylda
fyrirtæki til þess að selja vörur
eða þjónustu, ef sölusynjun telst
skaðleg fyrir neytendur og sam-
keppnishætti. Mun neytendavernd
án efa aukast hér mikið við setn-
ingu þessara laga.
VíStœk lög á NorSur-
löndum.
Á hinum Norðurlöndunum er
löggjöf um verðlags- og neytenda-
mál mun víðtækari en hér. Auk
laga um fyrirtækjasamtök, sem
við höfum enn ekki eignazt, eru í
þessum löndum sérstök lög um
afborgunarverzlun, en engin slík
lög eru hérlendis, ákvæði eru i
lögum um verðmerkingar, sem
einnig vantar hér, og mun ítar-
legri ákvæði um lokunartíma sölu-
búða en hér tíðkast. í dönsku lög-
unum um verzlun á grundvelli af-
borgana, sem sett voru 1954, en
breytt 1966, eru ákvæði um, að
lágmarksútborgun í afborgunar-
viðskiptum skuli vera a. m. k.