Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 16
16
frjáls verzlun
Eftir áramótin blasti það verk-
efni við að greiða þurfti úr vanda
hraðfrystiiðnaðarins. Engum fær
dulizt, að afleiðingar verðfalls og
aflaleysis hefur komið hvað harð-
ast niður á honum. Hins vegar
létti gengisfellingin undir með
honum, og var það trú margra, að
hún hefði átt að nægja til að rétta
stöðu hans og reyndar verið við
það miðuð. Við umræður á Al-
þingi um tollamálin varð stjórnar-
andstöðunni tíðrætt um þetta og
taldi, að hagfræðingar og hag-
stjórnartæki ríkisstjórnarinnar
hefðu illa brugðizt hlutverki sínu
og að þetta ætti að færa heim
sannindi um það, að brjóstvitið
væri bezta hagstjórnartækið á
hverjum tíma.
Samanburðurinn er fyrir hendi,
og hann verður vissulega ekki
hagstæður fyrir framsóknarmenn.
Þeirra aðferðir voru höft á höft
ofan, auk raða af pólitískum leyfa-
úthlutunarnefndum. Slíkum hag-
stjórnartækjum hafa flest menn-
ingarlönd löngu lagt fyrir róða,
og fáir munu syrgja þau hérlend-
is.
Hitt er svo aftur annað mál, að
allur almenningur taldi, að geng-
islækkunin væri við það miðuð,
að ekki þyrfti til frekari aðstoðar
við útflutningsatvinnuvegina að
koma, og kom því mörgum á
óvart, er frystihúsaiðnaðurinn
setti fram kröfur sínar. Benda má
á það í þessu sambandi, að þegar
efnahagsmálin voru til umræðu á
Alþingi í haust, var oftsinnis bent
á það af hálfu stjórnarflokkanna,
að heildaryfirlit yfir afkomu at-
vinnuveganna væri ekki að fá
fyrr en eftir áramótin.
Það var aðalverkefni Alþingis í
janúar að greiða fram úr þessum
málum. Háværar umræður fóru
þó ekki fram í þingsölum, enda
hefðu þær vafalítið verið gagns-
litlar. Miklar umræður fóru fram
í stjórnarflokkunum, og voru þar
vandlega könnuð öll gögn, er fyr-
ir hendi voru frá frystihúsunum.
Mismunandi
afkoma.
Vandinn lá ekki hvað minnst í
því, hversu mjög mismunandi af-
koma frystihúsanna var. Nokkur
hluti þeirra hefur haft allgóða af-
komu undanfarin ár, en önnur
búið við slæman hag. Þurfti því
að samræma mörg sjónarmið, áð-
ur en endanlegar tillögur voru
bornar fram. Aðstoð ríkisvaldsins
mun ekki leysa öll vandamál
frystiiðnaðarins, enda ekki við því
að búast, ef tekið er tillit til hinn-
ar mismunandi aðstöðu þeirra.
Vandamál sumra húsanna eru að
nokkru heimatilbúin, ekki sízt á
Austfjörðum, þar sem allt hefur
snúizt um síld á undanförnum ár-
um, og aðrar atvinnugreinar hafa
orðið að líða fyrir það, og þá ekki
sízt frystihúsin.
Aðstoð ríkisins til frystihúsanna
mun teljast í lágmarki, og telst
það eðlilegt, þegar hafðar eru í
huga þær efnahagslegu þrenging-
ar, sem við búum nú við. Það er
svo margra skoðun, að rekendur
frystihúsanna hafi sett niður í
áliti með aðgerðum sínum. Þær
urðu ekki til að knýja fram þá
aðstoð, er þeir fengu, heldurkomu
þær einungis til, að fyrir lágu
gögn, er sýndu fram á þörf þeirra,
og að þingmenn stjórnarflokkanna
og ríkisstjórnin hafði á þeim skiln-
ing.
Tollalœkkun.
Af þessum ástæðum varð því
minna úr tollalækkunum enfyrir-
hugað var. Það fé, er til þeirra
var ætlað, rann raunverulega allt
til frystiiðnaðarins. Eigi að síður
valdi ríkisstjórnin þann kost að
lækka tolla um 160 millj. kr. og
þá helzt á nauðsynjavörum eins
og matvöru og fatnaði. Slíkt hefur
vitanlega mikla þýðingu í því efni
að draga úr áhrifum gengisbreyt-
ingarinnar, auk þess sem tolla-
lækkanir verða óhjákvæmilegar í
framtíðinni, ef íslendingar eiga
ekki að einangrast frá viðskipta-
heildum eins og EBE og EFTA.
Þeim 160 millj. kr., sem varið
er til tollalækkunar, verður að ná
með niðurskurði á fjárlögum. Virð-
ist það ekki auðvelt verk, og raun-
ar hlýtur það að koma fram sem
minnkuð þjónusta ríkisins við
borgarana, í hvaða mynd það svo
verður endanlega. Flestir munu
sammála um, að verklegar fram-
kvæmdir megi ekki skera niður
meira en orðið er.
Margir eru þeirrar skoðunar,
að a. m. k. hluta af þessari fjár-
hæð ætti að taka með breytingum
á kerfi almannatrygginga. T. d.
með því að fella niður bótagreiðsl-
ur með fyrsta barni eða breyta
um form þeirra. Bætur þessar
vega í flestum tilfellum mjög lítið
fyrir bótaþega, ekki sízt þegar til-
lit er tekið til þess, að þær eru
ekki skattfrjálsar. Hefur málþetta
m. a. verið rætt nokkuð í dagblöð-
unum að undanförnu, og virðist
svo, að Alþýðuflokkurinn sé mjög
ófús að fara inn á þessa leið og
beita í málflutningi sínum á tíð-
um kynlegum rökum. Það er ekki
Alþýðuflokknum til framdráttar
að bíta sig fastan í lærið á ein-
hverjum kennisetningum um fá-
tækraframfærslu eða annað slíkt.
Flokkurinn hefur óneitanlega bar-
izt fyrir umbótum í tryggingakerf-
inu og unnið þar sína sigra og náð
áföngum. En almannatryggingar
þurfa að vera raunhæfar, til þess
að þær komi að tilætluðum not-
um.
Margir
varaþingmenn.
Undanfarnar vikur hafa margir
varaþingmenn tekið sæti á Al-
þingi. Helzta orsök þess var fund-
ur Norðurlandaráðs í Osló, en
margir fastaþingmenn voru full-
trúar íslands á þeim fundi. AJls
munu hafa tekið sæti síðan á ára-
mótum um 20 varaþingmenn, og
þar af sátu 14 samtímis á Alþingi.
Það er vissulega æskilegt, að sem
flestir varaþingmenn fái tækifæri
til að koma inn á þing. Það ætti
að tryggja, að fleiri sjónarmið
kæmu fram, og auk þess gæti það
sett frískandi blæ á störf þingsins.
Því miður hafa margir varaþing-
menn verið helzt til hógværir með-
an á dvöl þeirra á Alþingi stóð,
og gerast þeir sárasjaldan flutn-
ingsmenn frumvarpa né tillagna
upp á eigin spýtur.
ULÓMALRVAL
GRÓÐRARSTÖÐIN við
miklatorg
Símar: 22822 — 19775