Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 11
FRJÁLS VERZLUN 11 B. J.: „Allt verður að bera sig“, var einu sinni sagt, og mættikann- ski bæta við „við eðlileg skilyrði". Bágborinn rekstur verzlunarfyrir- tækis þarf ekki að vera nein sönn- un þess, að álagning hafi verið of lág. Ástæðan gæti t. d. verið, að verzlanir í sömu grein væru of margar á sama svæðinu, þannig að verksvið fyrirtækisins væri of smátt og framleiðni þess því óeðli- lega lítil. En slíkt skipulagsleysi setur mjög mark sitt á verzlunar- hætti hér. Ég mundi álíta, að „hæfileg álagning“ yrði helzt skil- greind svo, að vel skipulagt og rekið fyrirtæki gæti þrifizt á líkan hátt og annar atvinnurekstur, að því tilskyldu, að fjármagnið, sem í það er lagt, sé sómasamlega nýtt, svo og vinnuaflið, sem er bundið rekstrinum. F.V.: Hefur blómleg verzlun einhvern tíma verið dragbítur á framfarir á íslandi? B.J.: Ég er lítill sagnfræðingur, en þykist þó hafa pata af því, að blómleg verzlun ' þeim skilningi, að hún skilaði eigendunum mikl- um gróða, hafi ekki alltaf leitt til mikillar farsældar fyrir alþýðu manna eða mikilla framfara, þótt slíkt hafi vissulega stundum skeð meðan verzlunin var nátengd öðr- um atvinnurekstri, sérstaklega út- veginum. En felist sá broddur í spurning- unni, sem ég hef á tilfinningunni, að afskipti verkalýðshreyfingar- innar af verðlagsmálum stefni að því að drepa niður heilbrigðan og nauðsynlegan verzlunarrekstur í landinu, þá er slíkt mikill mis- skilningur, sem ætti að vera að fullu leiðréttur með þeim já- kvæðu hugmyndum varðandi frambúðarlausn verzlunarmál- anna, sem fulltrúar launþega í verðlagsnefnd hafa sett fram í sérstöku erindi til ríkisstjórnarinn- ar og sem nú hefur leitt til þess, að sameiginleg nefnd launþega- samtakanna og kaupsýslunnar hef- ur fengið það verkefni að athuga verzlunarmálin í heild og gera til- lögur, sem miða að því hvoru tveggja að tryggja þjóðinni hag- kvæmari og betri verzlunarþjón- ustu en hún nú býr við og af- komuöryggi þeirra, sem þessa at- vinnugrein stunda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.