Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Page 11

Frjáls verslun - 01.02.1968, Page 11
FRJÁLS VERZLUN 11 B. J.: „Allt verður að bera sig“, var einu sinni sagt, og mættikann- ski bæta við „við eðlileg skilyrði". Bágborinn rekstur verzlunarfyrir- tækis þarf ekki að vera nein sönn- un þess, að álagning hafi verið of lág. Ástæðan gæti t. d. verið, að verzlanir í sömu grein væru of margar á sama svæðinu, þannig að verksvið fyrirtækisins væri of smátt og framleiðni þess því óeðli- lega lítil. En slíkt skipulagsleysi setur mjög mark sitt á verzlunar- hætti hér. Ég mundi álíta, að „hæfileg álagning“ yrði helzt skil- greind svo, að vel skipulagt og rekið fyrirtæki gæti þrifizt á líkan hátt og annar atvinnurekstur, að því tilskyldu, að fjármagnið, sem í það er lagt, sé sómasamlega nýtt, svo og vinnuaflið, sem er bundið rekstrinum. F.V.: Hefur blómleg verzlun einhvern tíma verið dragbítur á framfarir á íslandi? B.J.: Ég er lítill sagnfræðingur, en þykist þó hafa pata af því, að blómleg verzlun ' þeim skilningi, að hún skilaði eigendunum mikl- um gróða, hafi ekki alltaf leitt til mikillar farsældar fyrir alþýðu manna eða mikilla framfara, þótt slíkt hafi vissulega stundum skeð meðan verzlunin var nátengd öðr- um atvinnurekstri, sérstaklega út- veginum. En felist sá broddur í spurning- unni, sem ég hef á tilfinningunni, að afskipti verkalýðshreyfingar- innar af verðlagsmálum stefni að því að drepa niður heilbrigðan og nauðsynlegan verzlunarrekstur í landinu, þá er slíkt mikill mis- skilningur, sem ætti að vera að fullu leiðréttur með þeim já- kvæðu hugmyndum varðandi frambúðarlausn verzlunarmál- anna, sem fulltrúar launþega í verðlagsnefnd hafa sett fram í sérstöku erindi til ríkisstjórnarinn- ar og sem nú hefur leitt til þess, að sameiginleg nefnd launþega- samtakanna og kaupsýslunnar hef- ur fengið það verkefni að athuga verzlunarmálin í heild og gera til- lögur, sem miða að því hvoru tveggja að tryggja þjóðinni hag- kvæmari og betri verzlunarþjón- ustu en hún nú býr við og af- komuöryggi þeirra, sem þessa at- vinnugrein stunda.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.