Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 20
2 □
frjáls VER2LUN
20% heildarkaupverðsins. Hins
vegar eru engin ákvæði um það,
hversu langur lánstíminn megi
vera. í norskum lögum eru bæði
ákvæði um lágmarksútborgun og
hámarkslánstíma afborgunarvið-
skipta. Svipuð ákvæði gilda í Sví-
þjóð um bifreiðakaup á afborgun-
argrundvelli. í Finnlandi eru á-
kvæði í lögum, er heimila verð-
lagsyfirvöldum að setja svipuð
skilyrði, ef um afborgunarvið-
skipti er að ræða. í Finnlandi og
Svíþjóð liggja nú fyrir tillögur
um, að lögfest verði, að aukakostn-
aður í afborgunarviðskiptum megi
ekki fara upp fyrir ákveðið há-
mark.
í norsku verðlagslögunum er að
finna ákveðnustu ákvæðin til
vemdar neytendum á Norðurlönd-
um öllum. í þeim segir m. a. á
þessa leið:
„Það er bannað að taka,
krefjast eða semja um verð, sem
er ósanngjarnt. Ekki er heldur
leyfilegt að semja um eða við-
halda viðskiptaháttum, sem eru
ósanngjarnir gagnvart öðrum
aðila eða ganga augljóslega í
berhögg við almannahagsmuni“.
í lögunum segir, að taki fyrir-
tæki of hátt verð, megi krefjast
þess, að hinn ólöglegi hluti verðs-
ins sé endurgreiddur. Ekki eru
eins ströng ákvæði í verðlagslög-
unum í Danmörku, Finnlandi og
Svíþjóð og í Noregi. En heimildir
eru í verðlagslögum þessara landa
fyrir verðlagsyfirvöld til þess að
banna óeðlilegar verðhækkanir.
Einnig í Noregi er að finna
ákveðnustu lagaákvæðin um vöru-
og verðmerkingar, en það er mikið
hagsmunamál neytenda, að vörur
séu sem bezt merktar, greinilega
skýrt frá innihaldi þeirra, fram-
leiðslustað og framleiðslutíma, svo
og verði. í norsku verðlagslögun-
um segir svo um þetta efni:
„Verzlunaraðili, sem selur
vöru í smásölu til neytenda,
skal eftir því, sem framkvæm-
anlegt er, skrá á vörurnar út-
söluverð þeirra eða hafa fyrir-
liggjandi skrá yfir verð var-
anna, svo að viðskiptavinir geti
auðveldlega séð það“.
Þá er gert ráð fyrir heimild í
nýjum norskum lögum um vöru-
merkingar um, að unnt sé að mæla
svo fyrir, að sérstakar vörur skuli
merktar nafni framleiðenda og
upplýsingum um samsetningu vör-
unnar, magn hennar og aðrar upp-
lýsingar, er máli skipta fyrir neyt-
andann.
Lokunartími sölubúða.
Lög á hinum Norðurlöndunum
um lokunartíma sölubúða heimila
lengri opnun verzlana en hér tíðk-
ast. Nýjustu lögin eru þau sænsku,
sem eru frá því í desember 1966.
Þau gera ráð fyrir, að opnunar-
tími verzlana sé yfirleitt fráklukk-
an 8 á morgnana til kl. 8 á kvöld-
in. Dönsku lögin um lokunartíma
sölubúða eru frá árinu 1950. Þau
gera ráð fyrir, að verzlanir geti
haft opið til kl. 8 á föstudagskvöld-
um og til kl. 2 e. h. á laugardög-
Ideal - ^tftttdard
HREIIMLÆTISTÆKI
Þegar velja á tœkin í baðherbergið er mjög áríð-
andi að þau séu vönduð.
— er heimsþekkt merki
og trygging íyrir góðri
vöru.
Amerísk, ensk, frönsk,
þýzk og belgísk Standard
hreinlœtistœki í miklu
úrvali.
BAÐSETT í MÖRGUM LITUM
J. Þorlákssan &
Norðmann h.f.
Bankastræti 11. — Skúlagötu 30.