Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 17
FRJÁLS VERZLUN 17 STARFSKYNNING „INNHEIMTUMAÐURINN Á AD SETJA SIG I SPOR ANNARRA OG VERA UM LEID SANNUR FULLTRÚI SÍNS FYRIRTÆKIS," segir Gunnar Eggertsson, sem hefur starfað að innheimtu í 21 ár Öll stœrri fyrirtœki hafa inn- heimtumann í þjónustu sinni. Hlutverlc hans er þýðingarmikið fyrir daglegan rekstur viðkom- andi fyrirtœkis, og segja for- stöðumenn fyrirtœkja, að góður innheimtumaður sé gulls ígildi. Svo má raunar um alla starfs- menn segja, en starfskynning F.V. er að þessu sinni bundin innheimtumanninum, og sá, sem kynnir starfann, er Gunnar Egg- ertsson, innheimtumaður hjá Morgunblaðinu. — Hvað ertu búinn að vera lengi í innheimtumannsstarfinu, Gunnar? — Það eru orðin — ja, 21 ár núna. — Og aldrei dottið í hug að hætta? — Jú, jú. Þegar ég hafði stund- að þetta í þrjá mánuði, var ég að gefast upp. En svo rættist úr öllu, og ég er rukkari enn. Ég held, að ef ég hætti núna, þá myndi ég sakna andlitanna — maður kynn- ist svo mörgum. En það hafa öil störf sínar dökku og björtu hliðar — innheimtan ekki síður en ann- að. — Hvernig á samband inn- heimtumanns og yfirboðarans að vera? — Það skiptir miklu máli að mínum dómi, hvaða fyrirtæki stendur á bak við starfsmanninn. En sterkasti aðall hvers vinnuveit- anda er að gera starfsmann sinn sjálfstæðan í starfi. Þannig nýtist hann bezt, en það verður hver og einn að starfa innan síns ramma — annað er ekki hægt. Að þekkja sín takmörk er skynsemd, sem all- ir ættu að hafa í huga. — Hefur nokkur grundvallar- breyting orðið síðan þú fyrst gerð- ist innheimtumaður?“ — Vissulega. Það er allt breyt- ingum undirorpið. Þegar ég byrj- aði að rukka, gekk allt betur fyrir sig en nú. Ég mundi segja, að þá fengi ég um 80% reikninganna í fyrstu lotu, en nú er hlutfallið orð- ið öfugt. Þessi þróun á sér langan aðdraganda, en er auðvitað ekk- ert annað en kæruleysi. Það er orðin tízka að láta ganga á eftir sér. — Hvernig bregzt innheimtu- maðurinn við þessari tízku? — Venjulega, ef um kunnuga er að ræða, þá hringi ég fyrst og spyr, hvort ég megi koma. Ef mér er sagt að koma seinna, þá geri ég það auðvitað. En ef málin fara að dragast úr því, gef ég viðkom- andi engan frið. Og beri það eng- an árangur — nú allt hefur sín takmörk — þá er ekki um annað að ræða en sýna alvöruna í hlut- unum. En ég vil alltaf hafa bezta mögulega samband við fyrirtæki og fólk. — Hvaða lífsreglur mundir þú gefa mér, ef ég kæmi til þín sem byrjandi í faginu og bæði um holl ráð? — Númer eitt er að vera áreið- anlegur og kurteis. Innheimtu- Hver skyldi eiga að fá reikning- inn, sem Gunnar er að leita að i töskunni sinni í þetta sinn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.