Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 48
43
FRJÁLS VERZLUN
kaupverðinu eftir því sem verkinu
miðar fram.
Þessari reglugerð verður að rifta
til að takast megi að stjaka hinni
vestfirzku skipasmíðastöð yfir örðug-
an byrjunarhjalla. Innlend skipasmíði
á í vök að verjast, og útgerðarmenn
óttast þann kostnaðarauka, sem þeir
telja að fylgi henni. Það er fullvitað,
að Marselíus Bernharðsson æskir þess
eins að fá leyfi og nokkurt lán til
smíði tilraunaskips. Þannig mætti
reyna hin nýju tæki, veita skipasmið-
unum nokkra þjálfun og leggja drög
að hugsanlegum framtíðariðnaði á
Vestfjörðum.
Rækjuveiðar eru stundaðar í nokkr-
um mæli við Djúp og hafa leitt til
álitlegs iðnaðar. Rækjuveiðin hófst
árið 1936, en þá fundu nokkrir ein-
staklingar rækjumiðin. Rækjuverk-
smiðja Isafjarðar var sett á laggirnar
af bæjaryfirvöldum, mest þó til at-
vinnubóta, og starfaði framan af sem
nokkurs konar tilraunaverksmiðja.
Veiðarnar og sá iðnaðar, sem þeim
fylgdi, gaf með árunum af sér svo
góðan arð, að bátum hefur nú fjölgað
úr 6—7 upp i 23, sem er tala þeirra
báta, er nú stunda veiðarnar. Rækju-
verksmiðjum hefur einnig fjölgað,
og eru nú 2 á ísafirði, 1 i Hafnar-
firði, 1 í Hnífsdal, 1 í Álftafirði auk
þess sem Ishúsfélag Bolungavíkur
frystir rækju. Rækjuveiðar hafa
einnig verið stundaðar um árabil frá
Bíldudal, og starfar þar ein niður-
suðuverksmiðja. Nú síðustu árin hef-
ur einnig verið nokkur rækjuveiði frá
Hólmavík og Drangsnesi, og hefir sá
afli allur farið til frystingar á þess-
um stöðum.
Rækjuiðnaðurinn vestra gegnir
mjög mikilvægu hlutverki, og eru
orsakir þess nokkrar. Fyrst skal það
nefnt, að undanfarin ár hefur rækju-
útflutningur frá Vestfjörðum numið
um það bil 25 milljónum króna á
ári. I annan stað skal það talið, sem
raunar er fjallað nánar um í öðrum
þætti þessarar greinar, að rækju-
veiðarnar hafa styrkt mjög rekstrar-
grundvöll frystihúsanna á viðkom-
andi stöðum. Bátar þeir, sem veið-
arnar stunda, eru frá 7 að 24 tonn-
um að stærð, og eru tveir menn á
hverjum við rækjuveiðarnar. Þegar
veiðitímabilinu sleppir síðla vetrar,
hefja flestir þessir bátar handfæra-
veiðar, og skapa þeir þannig frysti-
húsunum aukin verkefni yfir sumar-
tímann. Væru rækjuveiðarnar ekki
fyrir hendi, þryti þar með grundvöll-
inn fyrir útgerð þessara smáu báta,
sem aftur leiddi til minnkandi hrá-
efnis frystihúsanna. I þessu tilliti er
því ijóst, að rækjuveiðarnar stuðla
óbeint að hagkvæmari rekstri frysti-
húsanna á norðanverðum Vestfjörð-
um.
Þriðja atriðið, sem hér skal talið
rækjuveiðunum til tekna, er sú stað-
reynd, að auk þess sem rækjuiðnað-
urinn skapar fjölmörgum atvinnu í
landi, eykur hann tekjur ýmissa
þeirra, sem erfitt eiga með önnur
störf. Ákvæðisvinna hefur verið upp
tekin í rækjuverksmiðjunum og
starfsfólki þar með gefnar frjálsari
hendur um vinnutíma, og gerir þetta
húsmæðrum kleift að vinna úti með
heimilisstörfunum.
Fyrr á árum störfuðu rækjuverk-
smiðjurnar i allt að 9 mánuði á ári,
en starfstíminn hefur nú stytzt vegna
þeirra veiðitakmarkana, sem settar
hafa verið. Veiðar eru nú heimilar
á timabilinu 1. október — 15. april
ár hvert. Auk þess hefur veiðimagnið
verið takmarkað, og hefur að undan-
förnu verið heimilt að veiða 1000—
1200 tonn á ári. Ríkir í þessum efn-
um nokkurt stríð milli rækjumanna
og Fiskifélagsins, og deila stríðsaðilar
um það, hvar mörkin skulu sett til
tryggingar rækjustofninum. Skulu
þær deilur ekki raktar hér.
Að sumrinu hafa rækjuverksmiðj-
urnar lítils háttar fengizt við niður-
suðu til sölu á innlendum markaði,
en þar mæta þær harðri samkeppni
reykvískra aðila. Það er bersýnilega
margra hagur, að rækjuiðnaðurinn
njóti velgengni á ókomnum árum.
Sem stendur hefur hann raunar þurft.
að taka á sig mikið verðfall á erlend-
um mörkuðum, eins og aðrar greinar
sjávarútvegsins, en óskandi er, að úr
greiðist.
Þá er að geta þeirrar iðjunnar, sem
stytztan á sér starfsaldurinn, en það
er starfsemi Fjöliðjunnar á ísafirði.
Fjöliðjan tók til starfa árið 1961 og
hefur eingöngu unnið að framleiðslu
á einangrunargleri. Fjöliðjan er stað-
sett á hafnarbakkanum á Isafirði, og
kemur það sér vel fyrir flutninga til
og frá, en glerið er allt flutt inn frá
Vestur-Þýzkalandi. Innflutningur á
tvöföldu einangrunargleri var gefinn
frjáls, áður en glerið, sem Fjöliðjan
notar til framleiðslunnar, var gefið
frjálst, og jók það mjög á byrjunar-
örðugleikana. Verksmiðjan hefur alla
tíð orðið að keppa við innflutt ein-
angrunargler, og svo er innlendu
framleiðslunni fyrir að þakka, að
hér á Islandi má nú fá ódýrasta
tvöfalda glerið, sem völ er á í gjörv-
allri Evrópu. Framleiðsla Fjöliðjunn-
ar hefur aukizt ár frá ári, yfirleitt um
50%, og eru framleiðsluverðmæti
síðasta árs 12—14 milljónir króna.
Samkvæmt áætlunum um byggingar-
þörfina mun eftirspurn eftir ein-
angrunargleri nema 60—70 milljónum
króna á ári. Fjöliðjan hefur nýlega
opnað aðra nokkru minni verksmiðju
á Hellu, og er ráð fyrir því gert, að
þessar tvær verksmiðjur muni fram-
leiða allt að helmingi þess magns,
sem þarfnast verður af einangrunar-
gleri. — Hér hefur verið getið þess
helzta í vestfirzkum iðnaði. Sem
minni háttar starfsemi mætti raunar
nefna Vélsmiðju Guðmundar J. Sig-
urðssonar & Co. á Þingeyri, sem
smíðar ýmislegt fyrir íslenzk skip og
hefur fundið upp ýmsar nýjungar,
sem seldar eru um allt land. Tré-
smiðja Jens Fr. Einarssonar í Bol-
ungavík hefur um nokkurt skeið rek-
ið verksmiðju til framleiðslu á ein-
angrunarplasti, og jafnframt hefur
þetta fyrirtæki framleitt hurðir, sem
það hefur selt um allt land.
j