Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 9
FRJÁL5 VERZLUN 9 „Verkalýðshreyfingin sækist ekki eftir sýndarhækkunum kaupgjalds, heldur kjarabótum, sem færa henni bætt lífsskilyrði til frambúðar." D hefur ávallt verið reiðubúin til samstarfs við ríkisvald og atvinnu- rekendur um slíkar leiðir, m. a. með því að meta jákvæðar að- gerðir á ýmsum sviðum, svo sem í húsnæðismálum, atvinnumálum ogframgangi réttindamálatil jafns við beinar launahækkanir. Verka- lýðshreyfingin sækist ekki eftir sýndarhækkunumkaupgjalds, sem ekkert raungildi hafa til þess að bæta afkomu almennings, heldur kjarabótum, sem færa henni bætt lífsskilyrði til frambúðar. Leik- reglur samskiptanna við atvinnu- rekendur og ríkisvald og tilhneig- ing þessara aðila til þess að ónýta fengnar kjarabætur í eldi verð- bólguþróunar hafa hins vegar valdið því, að þessi stefna hefur ekki tryggt launafólki nægar var- anlegar kjarabætur. Þrátt fyrir það tel ég þessa stefnu rétta og að henni beri að- eins að fylgja fastar eftir fram- vegis, t. d. með því að sveigja kjarasamningana inná þá braut, að þeir tryggi að fullu raungildi þeirra launa og kjara, sem um er að tefla hverju sinni. F.V.: Hvaða óhrif hefur það á framkvœmd hinna nýjuskipulags- laga A.S.I., að fjölmörg félög og einstaklingar innan A.S.Í. eru andvíg lögunum í núverandi mynd þeirra? B.J.: Skipulagsmál A.S.Í. og raunar allrar verkalýðshreyfing- arinnar eru nú í deiglunni, og eru ekki allir á eitt sáttir um lausn þeirra mála. Nýafstöðnu auka- þingi A.S.Í. lyktaði svo, að skipu- lagsmálunum var frestað til reglu- þings samtakanna, sem haldið verður á næsta hausti, en milli- þinganefnd var falið að undirbúa þau fram til þess tíma og leggja þau fyrir hin einstöku félög, áður en til þings kemur. Von mín er sú, að takast megi að ná fullri sam- stöðu í þessum málum, áður en lýkur, og að samtökin styrkist, en veikist ekki við þær breytingar, sem framgang fá. F.V.: Innan Alþýðubandalags- ins eru sterk öfL sem telja eðli- legt að beita launþegasamtökun- um í flokkspólitískum tilgangi. Hver er afstaða yðar til þeirra viðhorfa? B.J.: Ég held, að innan allra stjórnmálaflokkanna séu uppi til- hneigingar til þess að hafa áhrif á stefnu og ákvarðanir verkalýðs- samtakanna og að þær tilhneiging- ar séu síður en svo ríkari í Al- þýðubandalaginu en í hinum flokkunum. Afstaða mín til allra tilrauna stjórnmálaflokka til þess að nota eða misnota verkalýðssamtökin í flokkspólitískum tilgangi er ein- faldlega sú, að slíkar tilraunir beri að kveða niður, hver sem hef- ur þær í frammi. Að samtökunum og forustumönnum þeirra beri skylda til að meta málefni stéttar- innar hlutlægt og móta stefnu og starf sitt eftir því einu, hvernig hagsmunum hennar er bezt borg- ið við ríkjandi aðstæður og með tilliti til líklegrar framtíðarþróun- ar mála. Forusta samtakanna á að- eins að vera ábyrg gagnvart fólk- inu innan þeirra, en ekki gagn- vart stjórnmálaflokkum hverju nafni, sem þeir nefnast. Verka- lýðssamtökin eru skipuð fólki af öllum stjórnmálaskoðunum og hafa nú í aldarfjórðung röskan verið skipulagslega óháð stjórn- málaflokkum. Það eiga þau iíka að vera í reynd og taka allar ákvarðanir sínar í samræmi við það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.