Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 43
FRJÁLS VERZLUN 43 IÐNKYNNING 1968 merkinu markað og skapa þvi samkeppnisaðstöðu við áfengis- tegundirnar, sem fyrir eru. Samkvæmt skýrslum fyrir árið 1966, sem ná yfir lönd í Evrópu og Ameríku, er ísland í níunda sæti hvað snertir áfengisneyzlu í lítrum á hvern íbúa. Það gefur því von um, að áfengisframleiðendur myndu leggja töluvert kapp á að kynna sína vöru á íslandi, enda sögðu þeir umboðsmenn, sem rætt var við, að ekki myndi standa á þeimað koma auglýsingum á fram- færi, ef þær yrðu leyfðar. Á íslandi er bjórinn einnigbann- aður, en um auglýsingar á honum gilda sömu reglur og um auglýs- ingar á áfengi. — O — Þeir, sem ekki vilja áfengisaug- lýsingar inn í landið, benda á, að tilkoma þeirra myndi breyta mjög áfengisneyzlu landsmanna til hins verra og væri ekki á bætandi í þeim efnum. Hins vegar er það sjónarmið líka þungt á metunum, hvort al- menningur eigi ekki heimtingu á, fyrst áfengi á annað borð er leyft í landinu, að fylgjast með því, sem er að gerast í framleiðslumálum á áfengissviðinu, í stað þess að reika um í myrkri vanþekkingar- innar. Auglýsingar hafa þótt nauðsyn- legar á öllum sviðum, bæði fyrir framleiðendur og neytendur, og ætti áfengi ekki að vera nein und- antekninghvað þetta snertir. Sam- keppni auglýsenda hefur og jafn- an þótt leiða til þess, að neytend- ur gætu fundið út á heilbrigðan hátt, hvaða vörutegund hentaði þeim bezt hverju sinni. Vínmenning íslendinga hefur sjaldan þótt til fyrirmyndar, og oftast nær hefur verið á það bent, að íslendingar kynnu ekki að smakka vín, heldur aðeins drekka það. Fákunnátta okkar í áfengis- málum stafar vafalaust að ein- hverju leyti af skorti á upplýsing- um um víntegundir og það hlut- verk, sem hver tegund á að gegna. Það er því með öllu öfgalaust sjónarmið, þótt því sé haldið fram, að tilkoma áfengisauglýsinga gæti bætt þarna úr slæmu ástandi og með því orðið öllum aðilum, sem hlut eiga að máli, til góðs. KYNNINGARSTARFSEMI Um þessar mundir vinna Félag íslenzkra iðnrekenda og Lands- samband iðnaðarmanna að undir- búningi mikillar kynningarher- ferðar fyrir íslenzkan iðnað. Er ráðgert, að iðnkynning þessistandi allt þetta ár, en aðaláherzla verð- ur á hana lögð í vor, haust og um jólaleytið, en þetta eru þeir hlut- ar ársins, sem iðnaðarframleiðsla er mest keypt. Af hálfu forráðamanna áður- nefndra aðila er talið, að brýna nauðsyn beri til að efla mjög áróð- ur fyrir íslenzkum iðnvarningi, en markmið kynningarinnar að þessu sinni er aðallega tvíþætt. Annars vegar að vekja þjóðina til auk- innar íhugunar um mikilvægi ís- lenzks iðnaðar og þörf iðnvæðing- ar á íslandi og hins vegar að hvetja alla íslendinga til aukinna kaupa á íslenzkum iðnaðarvörum, því að þannig er um leið stuðlað að aukinni atvinnu, atvinnuöryggi og velmegun. Verður í þessu sam- bandi lögð áherzla á að vekja at- hygli á aðstöðu neytenda til þess að hafa jákvæð áhrif á iðnþróun á fslandi með vali sínu á vörum, þ. e. a. s. með því að kaupa frem- ur íslenzkar framleiðsluvörur en erlendar. Undirbúningur kynningarinnar er hafinn fyrir nokkru, og hefur nú að undanförnu verið unnið að gerð kynningaráætlunar. Hefur meðal annars verið leitað til stærstu samtaka vörudreifenda um samvinnu við kynninguna, meðal annars til Kaupmannasam- taka íslands og Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga. Aukþess mun verða leitað til margra ann- ara aðila með samstarf við kynn- ingu á innlendri iðnaðarfram- leiðslu og framkvæmd hennar. Má í því sambandi nefna dagblöð- in, útbreidd vikublöð og tímarit, auk hljóðvarps og sjónvarps. Verða á þessum vettvangi fluttir fræðsluþættir um iðnað og iðnað- arframleiðslu öðru hverju allt ár- ið. Til þess að auka áhuga þeirra, sem ætlazt er til að taki virkan þátt í iðnkynningunni, er ráðgert að efna til margs konar sam- keppni, meðal annars verða veitt verðlaun til þess fréttamanns, sem talinn verður hafa skrifað eða flutt bezta fréttaþáttinn um iðn- aðinn á árinu. Einnig er ætlunin að veita viðurkenningu fyrir góð- an frágang á framleiðsluvörum, snyrtilegasta útlitið á umbúðum og smekklegustu auglýsinguna um íslenzkar iðnaðarvörur á árinu 1968. Boðað hefur nú verið til sam- keppni um merki fyrir iðnkynn- inguna. Merkið á að vera tákn kynningarinnar, en einnig hefur verið rætt um, að það geti orðið eins konar gæðamerki, sem sett yrði á íslenzkar iðnaðarvörur í framtíðinni. Tillögum að merki þessu þarf að skila fyrir 1. marz til Félags íslenzkra iðnrekenda eða Landssambands iðnaðarmanna, en skrifstofur beggja þessara aðila eru í Iðnaðarbankahúsinu við Lækjargötu. Verða veitt ein verð- laun að upphæð 20 þúsund krón- ur, en ennfremur áskilja samtök- in sér rétt til kaupa á hvaða til- lögu sem er, samkvæmt verðskrá Félags íslenzkra teiknara. Iðnaðurinn er nú fjölmennasta atvinnugrein íslendinga, en alls lifir um þriðjungur landsmanna á honum. Gefur því auga leið, að nauðsynlegt er, að fólk kaupi ís- lenzka iðnaðarframleiðslu fremur en erlenda, ef iðnaður á að geta staðið styrkum fótum í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.