Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 18
1Q FRJÁLS Verzlun maðurinn verður að geta sett sig í spor annarra, en um leið verður hann að vera sannur fulltrúi síns fyrirtækis. Með bæði þessi sjónar- mið í huga á hann að reyna að ná sínu takmarki. — En þolinmæðin? — Þolinmæðin átti kannski við hér áður. En lífið er enginn barna- leikur lengur, og allir verða að standa við sínar skuldbindingar. Ég get sagt þér eina sögu um þol- inmæðina. Það var fyrir eitthvað fimmtán árum, að ég gerði tilraun með þann hlut. Þá kostaði minnsta auglýsing í Mogganum 18 krónur, og einn góður maður fékk eina slíka. Nú, ég ákvað að sýna alla mögulega þolinmæði í þessu til- felli, og í tvö ár heimsótti ég manninn af og til og sýndi honum reikninginn. Að þeim liðnum lagði ég hann í einelti í nokkra mánuði — sýndi alltaf ýtrustu kurteisi og var þolinmæðin upp- máluð. Ætli ég hafi ekki hampað reikningnum yfir tuttugu sinnum framan í þennan góða mann — en það hafðist ekki. Hann sagði mér alltaf að koma aftur og talaði alltaf um að borga næst, en samt fór þetta nú svona. Þolinmæðin beið lægri hlut í þeirri viðureign. Og Gunnar hlær við. — Stundum hefur maður heyrt, að innheimtumönnum ætti bara að henda á dyr. — Ojá. Það hefur svo sem einu sinni hent mig líka. En ég hef bara aldrei talað við þann herramann aftur og ætla mér ekki að gera það. Einu sinni var það tízka að líta niður á rukkarann, en það hef- ur breytzt — sem betur fer. Það er nú svo. Við rukkararnir sjáum mannskepnuna í svo mörgum litum. — Hvað er það versta, sem get- ur hent innheimtumanninn? — Persónulega þykir mér verst, þegar skuldunautarnir ljúga að mér. Þá finnst mér skörin vera komin of langt upp í bekkinn, og eftir það er ég ekkert blávatn við- skipta. Ég held ég eigi gott með að setja mig inn í erfiðleika ann- arra — en að ljúga, það er há- markið. Slíkum mönnum treysti ég aidrei upp frá því. Það er í lagi að sýna fólki manneskjuleg- heit, en þegar gripið er til lyginn- ar, þá hverfa öll manneskjuleg- heit úr sögunni. Gunnar Eggertsson fæddist að Fremri-Langey í Breiðafirði 15. júlí 1906, sonur hjónanna Eggerts Eggertssonar bónda i Bildsey, sem síðar varð stefnuvottur í Reykja- vík, og Kristínar Guðmundsdóttur. Gunnar bjó í nokkur ár sjálf- stæðu búi í Bíldsey, en fluttist til Reykjavíkur 1932, þar sem hann stundaði ýmsa vinnu til ársins 1946, að hann gerðist innheimtu- maður hjá Morgunblaðinu. Kona Gunnars er Sigurlaug Guðmundsdóttir frá Krossi á Skarðsströnd, og hafa þau eign- azt tvö börn, stúlku, sem er upp- komin, og dreng, sem þau misstu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.