Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Side 41

Frjáls verslun - 01.02.1968, Side 41
FRJÁLS VERZLUN 41 ALYKTANIR ALLSHERJAR- NEFNDAR SAMÞYKKTAR Á ADALFUNDI KAUPMANNA- SAMTAKA ÍSLANDS 29. FEBRÚAR 1968. yfir því á opinberum vettvangi, að Island og viðhorf Islendinga skipti svo litlu máli á sviði alþjóðamála, að ekki sé vert að minnast á það. Þetta er undarleg kenning, sem sett er fram um sama leyti og þjóðin þarf á samstöðu og trú á sjálfa sig að lialda til að glima við geigvænlega erfiðleika, m. a. vegna óhagstæðra viðskipta við erlend ríki. Ég el eng- ar tálvonir um íslenzkt stórveldi, en aftur á móti er ég þeirrar trúar, að hlutur íslendinga verði aldrei svo smár, að þeir verði einskis virtir, svo fremi sem við höfum sjálfir áhuga á að vekja athygli á högum okkar og skoðunum og leitum í rík- ara mæli kaupenda að brýnustu út- flutningsafurðum okkar, og í síðasta lagi, að við getum veitt þeim, sem i útlöndum spyrja um ísland og Is- lendinga, þá sjálfsögðu fyrirgreiðslu, er öll menningarríki hafa tileinkað sér. Ég hef þá trú, að okkur sé fyrst og fremst þörf á skilningi og vin- semd erlendra þjóða, er við getum vel staðið frammi fyrir án þess að blygðast okkar sakir mannfæðar og lítilla efna. Ef við vinnum mark- visst að því að ná þessu takmarki, verður það kannski heillavænlegra til frambúðar en að þurfa til eilífðar að selja atkvæði Islands á aiþjóða- vettvangi í fiskumbúðum. SOUD VALE YALE lásinn er tákn öryggis um heim allan Leitið upplýsinga hjá umboSs- mönnum um YALE byggingavörur Júhann Ólafsson & Co, Keykjavík Símar: 11630 & 11632 ^ 1. Lög um verzlunaratvinnu. Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands, haldinn 29. febrúar 1968, iýsir stuðningi sínum við framkomið frumvarp til laga um verzlunaratvinnu og skorar á hæstvirt Alþingi að samþykkja frumvarpið á yfirstandandi þingi. 2. Stoínlánasjóðir sérgreinarfé- laga innan K. í. Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands, haldinn 29. febrúar 1968, hvetur hin ýmsu sérgreinar- félög innan samtakanna til mynd- unar eigin stofnlánasjóða á tilsvar- andi hátt og gert hefur verið á vegum matvöru- og kjötkaup- manna. Leggur aðalfundurinn áherzlu á, hversu vel hefur tekizt til um byrjunarstarfsemi Stofnlánasjóðs matvöruverzlana og þann aug- ljósa ávinning, sem verzlunarfyr- irtæki geti haft af slíku samstarfi. 3. Þóknun vegna innheimtu- starfsemi. Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands, haldinn 29. febrúar 1968, lýsir stuðningi sínum við þá meginstefnu í frumvarpi Skúla Guðmundssonar, alþingismanns, að atvinnufyrirtækjum verði greidd þóknun fyrir þá margvís- legu innheimtustarfsemi, er fyrir- tækjum er gert að inna af hendi fyrir opinbera aðila. Fundurinn felur stjórn samtak- anna í samráði við önnur atvinnu- rekendasamtök að vinna að því að mál þetta nái fram að ganga. 4. GreiSsIur afnotagjalda af síma. Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands, haldinn 29. febrúar 1968, beinir þeim tilmælum til Póst- og símamálastjórnarinnar, að símnotendum á Reykjavíkur- svæðinu verði gert kleift að greiða afnotagjald af síma í bönkum og bankaútibúum á svipaðan hátt og tíðkast hjá RafmagnsveituReykja- víkur. Fundurinn vekur athygli á því mikla óhagræði og erfiðleikum, sem felast í því, að stefna öllum símnotendum í Reykjavík, Kópa- vogi og Seltjarnarnesi á einn og sama greiðslustaðinn. Við það skapist óeðlilegar tafir og seina- gangur, sem hægt væri að ráða bót á með fjölgun greiðslustaða. 5. Stofnlánadeild verzlunar fyrirtœkja. Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands, haldinn 29. febrúar 1968, lýsir ánægju sinni með til- komu Verzlunarlánasjóðs við Verzlunarbanka íslands h.f. Skorar fundurinn á hæstvirta ríkisstjórn og stjórn Seðlabanka íslands að beina fjárframlögum til Stofnlánadeildarinnar til jafns við stofnlánadeildir annarra atvinnu- greina, enda er fjárskortur til hag- ræðingar og uppbyggingar eitt af aðal vandamálum í rekstri verzl- unarfyrirtæk j a.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.