Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 28
2B
FRJALS VERZLUN
ÞJÓNUSTA
Staða hlutfallalíkansins er mitt á milli
hugmyndar og framkvæmdar
Grein þessi er rituð af FRITZ ERIK STRUBE og birt með leyfi höfundar.
Það mun án efa vekja furðu
flestra, að maður með lítið fyrir-
tæki í Brandrupdam í grennd við
Kolding, — verksmiðjuhúsið er
ca. 10x10 metrar að flatarmáli, —
hefur á sinni könnu jafnólíkahluti
og rennibekki, kranabíla, slátur-
hús og gashylki, svo einungis lítill
hluti starfseminnar sé nefndur.
Nú fyrir skömmu hóf fyrirtækið
að framleiða eldhúseiningar og
saumavélar, en þá ákvað eigand-
inn, Wiggo Jörgensen, að stækka
verksrniðjuna um a. m. k. 10%.
Sta|fsemin nefnist Skamo og
dregujr hfeiti sitt af hlutfallalíkön-
unum|:,(d, skalamodeller), sem
þar eflji'framleidd.
Byrjaði í kjallara.
— Allt hófst þetta mjög hæ-
verskulega í kjallaranum undir
húsi mínu í Als, segir Wiggo Jörg-
ensen, verksm.stjóri. — í þá tíð
var ég verkstjóri í Danfoss, og í
frítímum byggði ég vél mér til af-
þreyingar. Þegar fyrirtækið hóf
áætlanagerð um nýja deild, voru
keypt 20 hlutfallalíkön frá Eng-
landi. Mér sýndust gæði þeirra í
litlu hlutfalli við verðið og bauð
því Danfoss að smiða líkönin á
betri hátt. Það var upphaf starf-
seminnar. Áður en langt um leið,
varð mér Ijóst, að ef ég ætti að
bera eitthvað úr býtum fyrir þetta
verk, sem hafði gripið hug minn
allan, þá varð ég að leggja allt
annað á hilluna. Og það gerði ég.
Fyrsta stóra verkefnið mitt
fékk ég frá sænskri samsteypu,
sem hugðist byggja smjörlíkis-
verksmiðju. Forstöðumennirnir
höfðu heyrt nafns míns getið,
og dag nokkurn hringdi fram-
kvæmdastjórinn og spurði, hvort
ég vildi taka að mér að smíða lík-
an af nýju verksmiðjunni. Ég galt
við jáyrði, og þá boðaði fram-
kvæmdastjórinn mér til skelfing-
ar komu sína á verkstæðið mitt.
Ég reyndi að villa um fyrir hon-
um með því að sýna honum Dan-
foss, en hann krafðist þess að fá
að sjá verkstæðið. Hjá því varð
þá ekki komizt. Ég fylgdi honum
niður þröngan stiga niður í kjall-
arann heima og sýndi honum
„verksmiðjuna" og annan útbún-
að. Sambandi mínu við umheim-
innfrá kjallaranum var t. d. þann-
ig háttað, að bjalla hékk í bitan-
um fyrir ofan mig, og snúra lá úr
bjöllunni upp í eldhús. Þegar kona
mín kippti einu sinni í bjölluna,
þýddi það, að spurt hafði verið
eftir mér í símanum, þegar hún
kippti tvisvar í hana, var máls-
verður framborinn.
Sænski framkvæmdastjórinn
horfði um stund á hálfunnin líkön,
og ég hafði það greinilega á til-
finningunni, að hann væri í þann
veginn að afturpanta öll líkönin.
Þá sneri hann sér við og sagð'i:
— Það er heilmikið til af verk-
smiðjum eins og Danfoss heima,
— en engin eins og þessi.
Síðan hófumst við handa að
byggja smjörlíkisgerðina.
Ýmislegt hefur á dagana drifið
Menn verða að gæta vel að til að ganga úr skugga um, að þetta er hlut-
fallalíkan, en ekki efnaverksmiðja í fullri stærð.