Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Side 81

Frjáls verslun - 01.01.1974, Side 81
„Auglýsingar í sérritum þurfa að vera ítarlegar” — segir Páll Guðmundsson á auglýsingastofu IVIyndamóta hf. Auglýsingastofa Myndainóta veitir alhliða auglýsingaþjónustu. Nú stendur fyrir dyrum stækkun á húsnæði stofunnar. Nokkrar breytingar standa nú yfir hjá auglýsingastofu Myndamóta, að Aðalstræti 6, en stofan var stofnuð fyrir u. þ. b. þremur árum af þeim Páli Víkonarsyni, Páli Guð- mundssyni og Matthíasi Ás- þórssyni. En Matbhías er nú hættur. Fyrirhuguð er stækk- un á húsnæði auglýsingastof- unnar, en klissjugerðin Mynda- mót færir nú starfsemi sína á neðstu hæð hússins við Að- alstræti 6. Verður vinnupláss stækkaði, svo og bætt við fullkomnara myrkraherbergi og móttöku- herbergi ásamt fleiri breyting- um. Á auglýsingastofunni eru fjórir teiknarar en einnig starfa fyrir auglýsingastofuna textamaður, ákveðinn kvik- myndamaður, sem tekur sjón- varpsmyndir o. s. frv. Auglýsingastofa Myndamóta veitir alhliða auglýsingaþjón- ustu, og auk þess sér stofan um teikningu á blaðaauglýs- ingum, hönnun bæklinga, út- lits- og firmamerki, gerð sjón- varpsmynda o. s. frv. Mikið hagræði er að hafa klissjugerðina alveg við hend- ina, þar sem hún hefur mjög góðan tæ-kjakost bæði, í sam- bandi við alla offsetvinnu, lit- greiningar, klissjugerð. Og eru meiri möguleikar en áður að gera ýmislegt í sambandi við auglýsingar sem ekki er hægt annars staðar. Meðal stærstu viðiskiptavina auglýsingastofu Myndamóta eru: O. Johnson & Kaaber, hf., Morgunblaðið, Hótel Loftleiðir, Heimilistæki, Sjóvá og Fei'ða- skrifstofan Sunna. Frjáls verzlun átti samtal við Pál Guðmundsson, einn stofnenda auglýsingastofunnar, nýlega, og ræddi við hann um auglýsingar almennt. — Hvað mundirðu gizka á að miklu væri eytt í auglýs- ingar á Islandi árlega? — Það er erfitt að segja ná- kvæmlega um þá tölu, en ég gæti gizkað á að það væri milli 300 og 350 milljónir króna. — Eru sérrit, sem einskorða sig við íþróttir eða verzlun öfl'ugur auglýsingavettvangur að þínu áliti? — Auglýsingar í sérritum geta verið sterkar, en yfirleitt eru auglýsingar í sérritum of dýrar, miðað við e-intakafjölda og dagblað sem gefið er út í miklu fleiri eintökum nær sennilega til flestra sem lesa myndu sérritið. Auglýsingar í sérritum þyrftu að vera ítar- legri, en í dagblöðunum t. d. auglýsing um tölvu í tímariti verkfræðinga, þar sem hægt er að gera nána grein fyrir vörunni. Þar á ég við að þeir skilja betur það „tekneski" se-m gæti verið í auglýsing- unni. En hins vegar er dýrt að láta gera auglýsingu og flestir nota sömu auglýsingu í dagblað og tímarit. — Hvernig eru auglýsinga- herferðir skipulagðar, og hvað þarf að verja miklum fjár- mun'um til slíkrar herferðar? — Það er geysilega mis- jafnt. Við leggjum fram áætl- un fyrir fyrirtækið í hvaða fjölmiðlum ætti að auglýsa, og þá eru dagblöðin og sjónvarp- ið mest notuð. Síðan gerum við tillögur af auglýsingum og öðru því sem við leggjum til cð verði notað, og leggjum fyrir fyrirtækið og þegar á- kveðið er hvað skuli notað, fullvinnum við síðan auglýs- ingarnar. Það er misjafnt, hvað fyrir- tæki leggja mikið fé til aug- lýsingaherferðar, það fer allt eftir stærð fyrirtækisins. Upp- hæðin getur verið allt frá 100 þúsund krónum og allt að milljón krónum og ja-fnvel meira. — Er hljóðvarpið komið langt aft’ur út í auglýsinga- tækninni að þínu áliti? Að vissu leyti, en það er spurning -hvað má breyta miklu þar. Hljóðvarpið er að mestu leyti notað fyrir stuttar til- kynningar og smáauglýsingar, og það er gott hvaði þarf stutt- an fyrirvara á að koma aug- lýsingu í 'hljóðvarpið. En það mætti samt hafa auglýsinga- tímann styttri, en oftar yfir daginn, og jafnvel á milli dag- skrárliða á kvöldin, en þá, alls ekki of langa. Þá yrðu aug- lýsingarnar miklu áhrifameiri. — Hvað viltu segja um aug- lýsingar á vörum, sem sam- kvæmt eðli sínu seljast alltaf jafn vel? Ef áhugi er á að auka sölu þeirra, þá þarf að auglýsa vöruna. Það er til dæmis hægt að sýna fram á moiri fjöl- breytni í notkun vörunnar, birta uppskriftir o. fl. En það er öruggt að ef rétt er auglýst, á auglýsing alltaf að auka söluna. FV 1 1974 81

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.