Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Síða 81

Frjáls verslun - 01.01.1974, Síða 81
„Auglýsingar í sérritum þurfa að vera ítarlegar” — segir Páll Guðmundsson á auglýsingastofu IVIyndamóta hf. Auglýsingastofa Myndainóta veitir alhliða auglýsingaþjónustu. Nú stendur fyrir dyrum stækkun á húsnæði stofunnar. Nokkrar breytingar standa nú yfir hjá auglýsingastofu Myndamóta, að Aðalstræti 6, en stofan var stofnuð fyrir u. þ. b. þremur árum af þeim Páli Víkonarsyni, Páli Guð- mundssyni og Matthíasi Ás- þórssyni. En Matbhías er nú hættur. Fyrirhuguð er stækk- un á húsnæði auglýsingastof- unnar, en klissjugerðin Mynda- mót færir nú starfsemi sína á neðstu hæð hússins við Að- alstræti 6. Verður vinnupláss stækkaði, svo og bætt við fullkomnara myrkraherbergi og móttöku- herbergi ásamt fleiri breyting- um. Á auglýsingastofunni eru fjórir teiknarar en einnig starfa fyrir auglýsingastofuna textamaður, ákveðinn kvik- myndamaður, sem tekur sjón- varpsmyndir o. s. frv. Auglýsingastofa Myndamóta veitir alhliða auglýsingaþjón- ustu, og auk þess sér stofan um teikningu á blaðaauglýs- ingum, hönnun bæklinga, út- lits- og firmamerki, gerð sjón- varpsmynda o. s. frv. Mikið hagræði er að hafa klissjugerðina alveg við hend- ina, þar sem hún hefur mjög góðan tæ-kjakost bæði, í sam- bandi við alla offsetvinnu, lit- greiningar, klissjugerð. Og eru meiri möguleikar en áður að gera ýmislegt í sambandi við auglýsingar sem ekki er hægt annars staðar. Meðal stærstu viðiskiptavina auglýsingastofu Myndamóta eru: O. Johnson & Kaaber, hf., Morgunblaðið, Hótel Loftleiðir, Heimilistæki, Sjóvá og Fei'ða- skrifstofan Sunna. Frjáls verzlun átti samtal við Pál Guðmundsson, einn stofnenda auglýsingastofunnar, nýlega, og ræddi við hann um auglýsingar almennt. — Hvað mundirðu gizka á að miklu væri eytt í auglýs- ingar á Islandi árlega? — Það er erfitt að segja ná- kvæmlega um þá tölu, en ég gæti gizkað á að það væri milli 300 og 350 milljónir króna. — Eru sérrit, sem einskorða sig við íþróttir eða verzlun öfl'ugur auglýsingavettvangur að þínu áliti? — Auglýsingar í sérritum geta verið sterkar, en yfirleitt eru auglýsingar í sérritum of dýrar, miðað við e-intakafjölda og dagblað sem gefið er út í miklu fleiri eintökum nær sennilega til flestra sem lesa myndu sérritið. Auglýsingar í sérritum þyrftu að vera ítar- legri, en í dagblöðunum t. d. auglýsing um tölvu í tímariti verkfræðinga, þar sem hægt er að gera nána grein fyrir vörunni. Þar á ég við að þeir skilja betur það „tekneski" se-m gæti verið í auglýsing- unni. En hins vegar er dýrt að láta gera auglýsingu og flestir nota sömu auglýsingu í dagblað og tímarit. — Hvernig eru auglýsinga- herferðir skipulagðar, og hvað þarf að verja miklum fjár- mun'um til slíkrar herferðar? — Það er geysilega mis- jafnt. Við leggjum fram áætl- un fyrir fyrirtækið í hvaða fjölmiðlum ætti að auglýsa, og þá eru dagblöðin og sjónvarp- ið mest notuð. Síðan gerum við tillögur af auglýsingum og öðru því sem við leggjum til cð verði notað, og leggjum fyrir fyrirtækið og þegar á- kveðið er hvað skuli notað, fullvinnum við síðan auglýs- ingarnar. Það er misjafnt, hvað fyrir- tæki leggja mikið fé til aug- lýsingaherferðar, það fer allt eftir stærð fyrirtækisins. Upp- hæðin getur verið allt frá 100 þúsund krónum og allt að milljón krónum og ja-fnvel meira. — Er hljóðvarpið komið langt aft’ur út í auglýsinga- tækninni að þínu áliti? Að vissu leyti, en það er spurning -hvað má breyta miklu þar. Hljóðvarpið er að mestu leyti notað fyrir stuttar til- kynningar og smáauglýsingar, og það er gott hvaði þarf stutt- an fyrirvara á að koma aug- lýsingu í 'hljóðvarpið. En það mætti samt hafa auglýsinga- tímann styttri, en oftar yfir daginn, og jafnvel á milli dag- skrárliða á kvöldin, en þá, alls ekki of langa. Þá yrðu aug- lýsingarnar miklu áhrifameiri. — Hvað viltu segja um aug- lýsingar á vörum, sem sam- kvæmt eðli sínu seljast alltaf jafn vel? Ef áhugi er á að auka sölu þeirra, þá þarf að auglýsa vöruna. Það er til dæmis hægt að sýna fram á moiri fjöl- breytni í notkun vörunnar, birta uppskriftir o. fl. En það er öruggt að ef rétt er auglýst, á auglýsing alltaf að auka söluna. FV 1 1974 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.