Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 8

Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 8
áfangar Ingimundur Sigfússon, forstjóri, var á síö- asta aðalfundi Bílgreinasambandsins, sem haldinn var á Húsavík í september kjörinn for- maður sambandsins. Aðilar innan Bílgreinasambandsins eru um 150, og er um helmingur þeirra úti á landi. ( Bílgreinasambandinu eru bifreiöainnflytjendur, bifreiðaverkstæði og ýmsir aðrir aðilar er starfa innan bílgreinarinnar, þ. á. m. hjólbarðaverk- stæði og hjólbarðasalar. Stefna Bílgreinasambandsins, að sögn Ingi- mundar, er að gangast fyrir hagræðingu og uppbyggingu bílgreinarinnar, og að aðilar í Bílgreinasambandinu fái að starfa eðlilega, svo að þeir séu færir um að veita þá þjónustu, sem fólk á kröfu á. Bílgreinasambandið vill m. a. beita sér fyrir því, að bifreiðaverkstæði fái að annast árs- skoðun bifreiða, sem hefur eingöngu verið í höndum Bifreiðaeftirlits ríkisins, og var ályktun þess efnis gerð á aðalfundinum. Bílgreinasam- bandiö telur, að hægt sé að spara skattgreið- endum stórar fjárhæöir með því að taka upp þetta fyrirkomulag, að sögn Ingimundar. — Bílgreinasambandið leggur mikla áherzlu á, aö starfsskilyrði aðila úti á landi, sem eru í sambandinu, séu bætt, sagði Ingimundur. Ingimundur Sigfússon er fæddur 13. janúar 1938 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Verzl- unarskóla íslands 1959, og lögfræðingur frá Háskóla Islands 1967. Ingimundur hóf að námi loknu störf hjá Heklu hf. fyrst í Caterpillardeild- inni, en í október 1967 varð hann forstjóri fyrir- tækisins. Jón Tómasson, skrifstofustjóri borgarstjórn- ar Reykjavíkur var á síðasta landsþingi Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga kosinn formaður þess. Hlutverk sambandsins, að sögn Jóns, er að vinna að og efla samstarf sveitarfélaga á landinu og vinna að hvers konar sameiginleg- um hagsmunamálum þeirra, ekki hvaö sízt út á við t. d. gagnvart ríkisvaldinu. Auk þess er hlutverk Sambands íslenzkra sveitarfélaga að vinna aö almennri fræðslu um sveitarstjórnarmál. Er það m. a. gert með út- gáfu tímaritsins Sveitarstjórnarmál, ráðstefnu- haldi og annarri fræðslu. öll sveitarfélög á landinu eru aðilar að Sambandi íslenzkra sveitarfélaga, 22 kaupstaðir og 202 hreppar. Landsþing er haldiö á fjögurra ára fresti, að afloknum sveitarstjórnarkosningum, fulltrúa- ráðsfundir árlega og stjórnarfundir a. m. k. einu sinni í mánuði. Jón Tómasson erfæddur 7. desember 1931 í Reykjavík. Hann varð stúdent 1951 frá Menntaskólanum í Reykjavík, og lögfræðiprófi frá Háskóla Islands lauk hann 1957. Að afloknu námi í Háskóla Islands hélt Jón utan til Banda- ríkjanna og nam þar við Colombia University í New York. 1958 lauk hann þaðan meistaraprófi í samanburöarlögfræði. Fulltrúi hjá borgardómara var Jón 1958— 60, en þá sneri hann sér að sveitarstjórnarmálum, og varð sveitarstjóri á Seltjarnarnesi fram til miðs árs 1963, og sveitarstjóri og lögreglustjóri í Bolungarvík til 1966. 1966 varð Jón Tómasson skrifstofustjóri borgarstjórnar. Hann á einnig m. a. sæti í kjaradómi og kjaranefnd.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.