Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Síða 8

Frjáls verslun - 01.09.1978, Síða 8
áfangar Ingimundur Sigfússon, forstjóri, var á síö- asta aðalfundi Bílgreinasambandsins, sem haldinn var á Húsavík í september kjörinn for- maður sambandsins. Aðilar innan Bílgreinasambandsins eru um 150, og er um helmingur þeirra úti á landi. ( Bílgreinasambandinu eru bifreiöainnflytjendur, bifreiðaverkstæði og ýmsir aðrir aðilar er starfa innan bílgreinarinnar, þ. á. m. hjólbarðaverk- stæði og hjólbarðasalar. Stefna Bílgreinasambandsins, að sögn Ingi- mundar, er að gangast fyrir hagræðingu og uppbyggingu bílgreinarinnar, og að aðilar í Bílgreinasambandinu fái að starfa eðlilega, svo að þeir séu færir um að veita þá þjónustu, sem fólk á kröfu á. Bílgreinasambandið vill m. a. beita sér fyrir því, að bifreiðaverkstæði fái að annast árs- skoðun bifreiða, sem hefur eingöngu verið í höndum Bifreiðaeftirlits ríkisins, og var ályktun þess efnis gerð á aðalfundinum. Bílgreinasam- bandiö telur, að hægt sé að spara skattgreið- endum stórar fjárhæöir með því að taka upp þetta fyrirkomulag, að sögn Ingimundar. — Bílgreinasambandið leggur mikla áherzlu á, aö starfsskilyrði aðila úti á landi, sem eru í sambandinu, séu bætt, sagði Ingimundur. Ingimundur Sigfússon er fæddur 13. janúar 1938 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Verzl- unarskóla íslands 1959, og lögfræðingur frá Háskóla Islands 1967. Ingimundur hóf að námi loknu störf hjá Heklu hf. fyrst í Caterpillardeild- inni, en í október 1967 varð hann forstjóri fyrir- tækisins. Jón Tómasson, skrifstofustjóri borgarstjórn- ar Reykjavíkur var á síðasta landsþingi Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga kosinn formaður þess. Hlutverk sambandsins, að sögn Jóns, er að vinna að og efla samstarf sveitarfélaga á landinu og vinna að hvers konar sameiginleg- um hagsmunamálum þeirra, ekki hvaö sízt út á við t. d. gagnvart ríkisvaldinu. Auk þess er hlutverk Sambands íslenzkra sveitarfélaga að vinna aö almennri fræðslu um sveitarstjórnarmál. Er það m. a. gert með út- gáfu tímaritsins Sveitarstjórnarmál, ráðstefnu- haldi og annarri fræðslu. öll sveitarfélög á landinu eru aðilar að Sambandi íslenzkra sveitarfélaga, 22 kaupstaðir og 202 hreppar. Landsþing er haldiö á fjögurra ára fresti, að afloknum sveitarstjórnarkosningum, fulltrúa- ráðsfundir árlega og stjórnarfundir a. m. k. einu sinni í mánuði. Jón Tómasson erfæddur 7. desember 1931 í Reykjavík. Hann varð stúdent 1951 frá Menntaskólanum í Reykjavík, og lögfræðiprófi frá Háskóla Islands lauk hann 1957. Að afloknu námi í Háskóla Islands hélt Jón utan til Banda- ríkjanna og nam þar við Colombia University í New York. 1958 lauk hann þaðan meistaraprófi í samanburöarlögfræði. Fulltrúi hjá borgardómara var Jón 1958— 60, en þá sneri hann sér að sveitarstjórnarmálum, og varð sveitarstjóri á Seltjarnarnesi fram til miðs árs 1963, og sveitarstjóri og lögreglustjóri í Bolungarvík til 1966. 1966 varð Jón Tómasson skrifstofustjóri borgarstjórnar. Hann á einnig m. a. sæti í kjaradómi og kjaranefnd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.