Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 9
Dr. Ingjaldur Hannibalsson hefur verið ráð-
inn deildarstjóri tæknideildar Félags íslenzkra
iðnrekenda. Verkefni og verksvið hans er að
skipuleggja og sjá um ráðgjafarþjónustu við
íslenzk iðnfyrirtæki, sem starfa innan Ffl.
Fyrir dyrum stendur að endurskipuleggja allt
starf tæknideildar, en hún hefur verið starfrækt
í þrjú ár, og marka stefnu, sem fylgt verður í
framtíðinni. Ákveða á, hversu mikið starf
starfsmenn deildarinnar eigi að inna af hendi í
einstökum iðnfyrirtækjum og hvar mörkin á
milli deildarinnar og ráðgjafarfyrirtækja á hin-
um frjálsa vinnumarkaði eigi að liggja.
Ingjaldur sagði, að stefnt væri að því að auka
starfsemi deildarinnar og kynna hana betur
fyrir íslenzkum iðnfyrirtækjum, en nauðsynlegt
er að iðnrekendur viti hvaða þjónustu deildin
getur veitt, þannig að samstundis sé hægt að
leita aðstoðar til þess að leysa þau rekstrar-
vandamál er upp kunni að koma.
Dr. Ingjaldur Hannibalsson er fæddur í
Reykjavík 7. nóvember 1951, og er því 26 ára
gamall. Hann lauk stúdentsprófi við Mennta-
skólann í Reykjavík 1971, og B.S. prófi í eðlis-
fræði og stærðfræði frá Háskóla íslands 1974.
Hann stundaði síðan framhaldsnám í iðnaðar-
verkfræði við Ríkisháskólann í Ohio í Banda-
ríkjunum, þarsem hann lauk M.S. prófi 1975 og
doktorsprófi í júní s. I.
Doktorsritgerð Ingjalds fjallar um skipulagn-
ingu loðnulöndunar hér á landi, þar sem sýnt er
fram á að auka má loðnuafla á vetrarvertíö um
allt að 30%, ef nýjum aðferðum er beitt við
ákvörðun á löndunarstöðum flotans. En stafar
þetta af því, að flotinn eyðir þá mun minni tíma í
siglingu frá veiðisvæði til löndunarstaðar og
bið í löndunarstað, en verið hefur.
Björn Friðfinnsson hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri fjármáladeildar Reykjavíkur-
borgar, en það er ný deild innan borgarskrif-
stofanna.
Fjármáladeild heyrir undir borgarritara, en
framkvæmdastjóri deildarinnar er staðgengill
hans. Deildin er sett á stofn, að sögn Björns til
þess að ná betri yfirsýn yfir fjármál Reykjavík-
urborgar og fyrirtækja hennar og vinna að
áætlunargerð ásamt kostnaðargát, hag-
kvæmnisútreikningum o. fl. Ætlunin er að
starfsfólk úr ýmsum deildum innan borgar-
skrifstofanna starfi fyrir hina nýju fjármáladeild.
Fyrirhugað er að Björn Friðfinnsson taki við
starfinu að fullu 1. desember næstkomandi.
Björn er fæddur 23. 12. 1939 á Ákureyri.
Stúdentsprófi lauk hann frá Menntaskólanum á
Akureyri 1959, og lögfræðiprófi frá Háskóla (s-
lands 1965.
Á námsárum sínum starfaði Björn hjá Hval hf.
í Hvalfirði og var við blaðamennsku o. fl., en að
loknu lögfræðiprófi varð hann fulltrúi yfirborg-
ardómara, og haföi það starf til ársins 1966, en
þá réðist hann sem bæjarstjóri til Húsavíkur.
Á Húsavík var Björn bæjarstjóri frá 1966 og
þar til 1972, en þá gerðist hann framkvæmda-
stjóri Kísiliðjunnar við Mývatn. Gegndi hann því
starfi til ársins 1977. Tók hann þá við starfi
fjármálastjóra hjá Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur, en það starf hafði hann með höndum er
hann var ráðinn framkvæmdastjóri fjármála-
deildar Reykjavíkurborgar.
9