Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.09.1978, Qupperneq 9
Dr. Ingjaldur Hannibalsson hefur verið ráð- inn deildarstjóri tæknideildar Félags íslenzkra iðnrekenda. Verkefni og verksvið hans er að skipuleggja og sjá um ráðgjafarþjónustu við íslenzk iðnfyrirtæki, sem starfa innan Ffl. Fyrir dyrum stendur að endurskipuleggja allt starf tæknideildar, en hún hefur verið starfrækt í þrjú ár, og marka stefnu, sem fylgt verður í framtíðinni. Ákveða á, hversu mikið starf starfsmenn deildarinnar eigi að inna af hendi í einstökum iðnfyrirtækjum og hvar mörkin á milli deildarinnar og ráðgjafarfyrirtækja á hin- um frjálsa vinnumarkaði eigi að liggja. Ingjaldur sagði, að stefnt væri að því að auka starfsemi deildarinnar og kynna hana betur fyrir íslenzkum iðnfyrirtækjum, en nauðsynlegt er að iðnrekendur viti hvaða þjónustu deildin getur veitt, þannig að samstundis sé hægt að leita aðstoðar til þess að leysa þau rekstrar- vandamál er upp kunni að koma. Dr. Ingjaldur Hannibalsson er fæddur í Reykjavík 7. nóvember 1951, og er því 26 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi við Mennta- skólann í Reykjavík 1971, og B.S. prófi í eðlis- fræði og stærðfræði frá Háskóla íslands 1974. Hann stundaði síðan framhaldsnám í iðnaðar- verkfræði við Ríkisháskólann í Ohio í Banda- ríkjunum, þarsem hann lauk M.S. prófi 1975 og doktorsprófi í júní s. I. Doktorsritgerð Ingjalds fjallar um skipulagn- ingu loðnulöndunar hér á landi, þar sem sýnt er fram á að auka má loðnuafla á vetrarvertíö um allt að 30%, ef nýjum aðferðum er beitt við ákvörðun á löndunarstöðum flotans. En stafar þetta af því, að flotinn eyðir þá mun minni tíma í siglingu frá veiðisvæði til löndunarstaðar og bið í löndunarstað, en verið hefur. Björn Friðfinnsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fjármáladeildar Reykjavíkur- borgar, en það er ný deild innan borgarskrif- stofanna. Fjármáladeild heyrir undir borgarritara, en framkvæmdastjóri deildarinnar er staðgengill hans. Deildin er sett á stofn, að sögn Björns til þess að ná betri yfirsýn yfir fjármál Reykjavík- urborgar og fyrirtækja hennar og vinna að áætlunargerð ásamt kostnaðargát, hag- kvæmnisútreikningum o. fl. Ætlunin er að starfsfólk úr ýmsum deildum innan borgar- skrifstofanna starfi fyrir hina nýju fjármáladeild. Fyrirhugað er að Björn Friðfinnsson taki við starfinu að fullu 1. desember næstkomandi. Björn er fæddur 23. 12. 1939 á Ákureyri. Stúdentsprófi lauk hann frá Menntaskólanum á Akureyri 1959, og lögfræðiprófi frá Háskóla (s- lands 1965. Á námsárum sínum starfaði Björn hjá Hval hf. í Hvalfirði og var við blaðamennsku o. fl., en að loknu lögfræðiprófi varð hann fulltrúi yfirborg- ardómara, og haföi það starf til ársins 1966, en þá réðist hann sem bæjarstjóri til Húsavíkur. Á Húsavík var Björn bæjarstjóri frá 1966 og þar til 1972, en þá gerðist hann framkvæmda- stjóri Kísiliðjunnar við Mývatn. Gegndi hann því starfi til ársins 1977. Tók hann þá við starfi fjármálastjóra hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur, en það starf hafði hann með höndum er hann var ráðinn framkvæmdastjóri fjármála- deildar Reykjavíkurborgar. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.