Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Síða 12

Frjáls verslun - 01.09.1978, Síða 12
STIKLAB A STORU... Umferðarteljarar Nú hafa um skeið verið í notkun hjá Vegagerð ríkisins fullkomnir umferðarteljarar með skráningu og tölvuvinnslu sem hafa þá sérstöðu að vera hannaðir og smíðaðir hér- lendis hjá Öryrkjabandalagi íslands og Eðlisfræðistofu Raunvísinda- stofnunar háskólans. Þessir teljar- ar eru öruggari og auðveldari í notkun en loftslönguteljararnir sem lengi hafa verið notaðir hér. Að auki er öll úrvinnsla gerð í tölvu og er mjög sjálfvirk og sparar mikla vinnu. I þessum teljurum eru í raun tvö tæki. Fyrst er skynjari sem skynjar með rafsegulbylgjum þegar bílar fara um veginn og gefur þá frá sér rafpúls en seinna tækið er teljari og minni sem telur rafpúlsana frá skynjaranum og geymir tölu bíla sem fara um veginn á einhverju ákveðnu tímabili, t. d. 15 mínútum, klukkutíma eða degi allt eftir því hvernig tækið er stillt. Tækin geta talið á allt að 4 akreinum samtímis. Úr teljurunum er lesið inn á segul- band þegar minni tækisins er fullt og af segulbandinu síðan inn á tölvu þegar heim er komið. Með tölvunni má reikna meðalumferð dagsins, umferðarmesta og um- ferðarminnsta tímabil, heildarum- ferð vikunnar og annað sem áhugavert þykir. Auk þess að prenta út niðurstöðurnar getur talvan dregið upp línurit af umferð á móti tíma og þannig fæst mjög auðveldlega mynd af umferðar- þunganum. Miklar smjörbirgðlr Um mánaðamótin september/- október voru til í landinu um 1300 lestir af smjöri. Er þetta mjög mikið og samsvarar næstum því árs- neyslu þjóðarinnar af smjöri. Við verðbreytinguna, sem varð hinn 11 sept., varð þó veruleg verðlækkun eins og alþjóð er kunnugt, og við þá breytingu hefur smjörsalan tekið nokkurn kipp. Þegar litið er á árið í heild, hefur orðið rúmlega 20% aukning í magni í smjörsölu miðað við fyrstu átta mánuði ársins í ár og í fyrra, en vonast er til, að söluaukn- ingin verði þó töluvert meiri það sem eftir er ársins. Óskar H. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Osta- og smjörsöl- unnar hefur skýrt svo frá að þessar smjörbirgðir væru um 3.5 milljarðar króna að framleiðsluverðmæti, og væri sú tala fundin með því að leggja saman niðurgreiðslur ríkis- sjóðs og heildsöluverð. Nú færi framleiðsla mjólkurbúanna hins vegar að dragast saman, eins og jafnan á haustmánuðum, og af þeim sökum mætti búast við að verulega gengi á þessar birgðir í vetur. Varðandi ostasöluna skýrði Óskar svo frá, að hún hefði verið mjög svipuð fyrstu átta mánuði þessa árs og sama tímabil á síðasta ári. Birgðir af ostum hefðu verið um 1400 lestir um síðustu mánaðamót, en eftirspurn erlendis frá hefði ver- iö vaxandi, einkum frá Bandaríkj- unum, svo að afskipanir væru tíðar um þessar mundir. Því væri gert ráð fyrir, að ostabirgðir yrðu mjög svip- aðar um næstu áramót og verið hefði í ársbyrjun. Vetraráætlun í innanlandsflugl Vetraráætlun innanlandsflugs Flugleiða hófst hinn 1. október og er nú viðameiri en nokkru sinni. Alls verða farin frá Reykjavík 82 flug á viku. Til samanburðar má geta þess að brottfarir frá Reykjavík voru 78 á viku samkvæmt áætlun í fyrra. Áfangastaðir eru hinir sömu og áð- ur, þ. e. a. s. Reykjavík, Patreks- fjörður, Þingeyri, (safjörður, Sauð- árkrókur, Akureyri, Húsavík, Egils- staðir, Hornafjörður, Fagurhóls- mýri og Vestmannaeyjar. Með þessari upptalningu er þó aðeins hálf sagan sögð, því í framhaldi af innanlandsfluginu frá Reykjavík flýgur Flugfélag Norðurlands til staða á norður- og austurlandi og Flugfélag Austurlands frá Egils- stöðum til margra staða austan- lands. Flugfélag Norðurlandsflýgur nú í fyrsta sinn áætlunarflug milli Akureyrar og Siglufjarðar, en aðrir áfangastaðir eru (safjörður, Gríms- ey, Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn, Þórshöfn, Vopnafjörður og Egils- staðir. ( sambandi við innanlands- flug Flugleiða til Egilsstaða flýgur Flugfélag Austurlands til sjö áfangastaða. Nú er í fyrsta sinn tekið upp áætlunarflug til Breið- dalsvíkur, en aðrir áætlunarstaðir eru Bakkafjörður, Borgarfjörður eystri, Djúpivogur, Vopnafjörður, Hornafjörður og Norðfjörður. Frá Reykjavík verður flogið með Fokker Friendship skrúfuþotum Flugleiða, Flugfélag Norðurlands flýgur Twin Otter skrúfuþotum og Chieftain flugvél, Flugfélag Austurlands flýg- ur Piper Navajo og Islander flugvél. Handbók um fjármál einstaklinga Fjárfestingahandbókin sem kemur út á næstunni að tilstuðlan Fjárfestingafélags (slands, er sam- in fyrir hinn almenna borgara. Hún fjallar um fjármál einstaklinga og leggur áherslu á að kynna helstu reglur sem beita skal við mat fjár- festinga, kosti þeirra og galla. Þá fjallar bókin um á hvern hátt ein- staklingar geta komið betra skipu- lagi á fjármál sín. Bókin fer ítarlega ofan í helstu tegundir fjárfestinga hér á landi og lyftir hulunni af margs konar viðskiptum, sem fram að þessu hefur einungis verið á færi fárra að stunda með árangri vegna almenns þekkingarskorts. [ fáum orðum sagt, leggur bókin áherslu á að einstaklingar fari ofan í V 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.