Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 23

Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 23
verð hingað til lands verði miðaö við það, sem þar tíðkast að jafnaði. Þetta þýðir það að skapa verður verðlagsskrifstofunni aðstöðu til þess að fylgjast mjög náið með verðlagi t. d. á Norðurlöndunum. Af þessum ástæðum hefi ég hvatt mjög til þess, að verðlagsstjóri fái þessa aðstöðu, og hann hefur að undanförnu tekið þátt í norrænu samstarfi, sem vonandi leiðir til þess, að í framtíðinni verði um að ræða reglulega sanrwinnu og upp- lýsingamiðlun milli verðlagsskrif- stofanna á Norðurlöndum. Þá er þess að geta, að seint i næsta mánuði eða þar næsta verður væntanlega haldinn fundur við- skiptaráðherra Norðurlandanna, og þar vænti ég þess, að sam- starfsmálefni verðlagsyfirvalda á Norðurlöndunum verði tekin fyrir, auk ýmissa annarra málefna. — Settar hafa verlð nýjar reglur um sölu ferðamannagjaldeyris tll fslendinga. Hvaða reglur gilda um hámarksyfirfærslur til kaupsýslu- manna og annarra, sem tara tll út- landa í viðsklptaerlndum? Er fyrlr- hugað að breyta jjeim reglum? Hvað fá ráðherrar mikinn erlendan gjaldeyri í dagpeninga vegna ferða sinna til útlanda? En ríkisstarfs- menn? Svavar: — Aðalreglan er sú, að kaupsýslumenn í viðskiptaerindum fái jafnvirði allt að $ 1.000 í ferð. Vikið er frá þessu, ef sérstaklega stendur á. Almennur gjaldeyris- skammtur ferðamanna er nú kr. 215.000 eöa jafnvirði ca. $ 700. I hópferðum er þessi fjárhæð lækk- uð, þar sem þá eru ýmsir liðir ferðakostnaðar greiddir af ferða- skrifstofu. Ráðherrar eiga rétt á að fá í dag- peninga jafnvirði DM 216 á dag. Að auki greiða sendiráð fslands gisti- kostnað þeirra og símtöl. Ríkisstarfsmenn fá í opinberum erindum dagpeninga jafnvirði DM 180 á dag. í Bandaríkjunum fá þeir $ 80 á dag. Við þjálfun og eftirlits- störf eru þessar greiðslur DM 110 og $ 48 á dag. Viðskiptaráðuneytiö hefur nú ásamt Seðlabankanum, hafið undirbúning að samræmdum heildarreglum um þessi mál. — Magnús Kjartansson fyrrver- andi alþingismaður hefur í nýlegri grein í Þjóðviljanum eindregið hvatt til hækkunar vaxta. Hann hefur jafnframt gagnrýnt hálfvelgju Þjóðviljans í vaxtapólitíkinnl. Hver er afstaða þín til spurningarinnar um hækkun eða lækkun vaxta og er aðgerða að vænta í þeim efnum á næstunni? Svavar: — I sambandi við vaxtamál vil ég leggja á það mjög mikla áherslu, að vextir á íslandi eru ekki bara afleiðing af framboði og eftirspurn fjármagns. Vextir á Islandi eru háðir pólitískri ákvörðun á hverjum tíma. Það er nauðsynlegt að leitast við að hafa vexti sem næst því, sem kalla má raunvexti. Hins vegar er það þannig, að út- flutningsatvinnuvegir okkar verða að sjálfsögðu að byggja að mjög verulegu leyti rekstur sinn og alla starfsemi á lánsfé. Það er fráleitt að vera með mjög háa vexti á lánum til útflutningsatvinnuveganna, vegna þess að þannig vextir, mjög háir vextir á afurða- og rekstrarlánum, eru tilefni til þess að fella okkar krónu, sem er nú þegar orðin rýrari en mörg okkar hefðu óskað. Vextir eru ekki bara afleiðing, þeir eru líka orsök þess verðbólgu- ástands, sem hér er á (slandi. Þess vegna tel ég nauðsynlegt og rétt- lætanlegt að lækka vexti af afurða- lánum til útflutningsatvinnuveg- anna og miða þá við það, að unnt sé með skaplegum hætti að reka þessar undirstööugreinar lands- manna, sem öll önnur lífskjör okkar byggjast á. Eina leiðin til þess að tryggja raunvexti er auðvitað sú að þerjast gegn verðþólgunni og að reyna að ná henni niður frá því sem nú er. Raunvextir í 50% verðbólgu eru 52%. Það segir sig vitaskuld al- veg sjálft, að núverandi verðbólgu- stig myndi ekki lagast að neinu leyti heldur versna, ef raunvaxtastefnu væri fylgt í útflutningsatvinnugrein- um okkar. Það er talið að vextir séu nú um 8% af útgjöldum frystihús- anna í landinu. Ef þau ættu að greiða það sem kallað er raunvextir fyrir afurða- og rekstrarlán sín, má ætla, að þessi tala yrði ekki 8% heldur líklega 14%. Þetta þýðir þá ósköp einfaldlega, að gengið lækkaði í raun, sem mismuninum næmi, hraðinn á verðbólgunni yrði meiri, raunvextirnir hækkuðu aftur, gengið lækkaði aftur, verðbólgan ykist ennþá hraðar o. s. frv. o. s. frv. Því tel ég, að vextir á afurða- og rekstrarlánum til útflutningsat- vinnuvega okkar eigi að vera lágir. Meginatriðið er það, að við fikr- um okkur út úr þeim vítahring verðbólgunnar, sem nú umlykur okkur í þessu þjóðfélagi. Það verð- um við að gera með samræmdum aðgerðum, þar sem við þeinum á- takinu að peninga- og bankamál- unum, aö fjárfestingunni, innflutn- ingnum og versluninni og að við náum þannig árangri stig af stigi með sameiginlegum heildarað- gerðum. Engin ein aðgerð dugir til þess að leysa vandann og sam- ræmdar aðgerðir leysa vandann heldur ekki á einu augnabliki. Það tekurtíma. Vonandi fær núverandi ríkis- stjórn tíma til þess að vinna sig út úr þessum vanda. Annars er hætta á því að framundan sé ný kollsteypa stærri og hættulegri en nokkru sinni fyrr. Sú kollsteypa gæti í senn haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir kjör fólksins í landinu og fyrir allt atvinnulífið á (slandi. Sú koll- steypa gæti þýtt það, að við glöt- uðum efnahagslegu forræði okkar með einhverjum hætti í hendur út- lendinga. Þess vegna er barátta núverandi ríkisstjórnar við efna- hagsvandann öðrum þræði sjálf- stæðisbarátta. 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.