Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 25

Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 25
götur. Skriöuföll og grjóthrun úr fjöllum gæti valdið miklum usla, einnig fljóöbylgjur í ám og vötnum. Verði jarðskjálfti samkvæmt flokki XI, en þaö er sambærilegt við skjálftann sem átti upptök sín í nágrenni Hestfjalls 1896, verða lírif hans ,,mjög eyöandi", sam- kvæmt Mercalli-kvarðanum. Hugsanleg áhrif yrðu þau að öll hlaðin steinhús hryndu til grunna en einstaka vel byggt timburhús stæöi lítið skemmt. Best byggðu brýr stórskemmast, stöplar brotna sundur og stíflugarðar í ám og vötnum mundu springa og stór- skemmast. Jaröleiðslur myndu eyðileggjast og gera mætti ráð fyrir verulegum breytingum á yfir- borði jarðar ásamt skriðuföllum og grjóthruni úr fjöllum. í skýrslu starfshópsins er talið ósennilegt að raforkuflutningslín- urnar frá Búrfelli myndi sleppa ó- skemmdar ef til þessara hamfara kæmi og því rétt að gera ráð fyrir því að bregðast þurfi viö bilunum sem tæki nokkra daga að lagfæra. Þá telur hópurinn aö óvíst sé um öryggi Búrfellsvirkjunar, en hún liggur í jaðri áhrifasvæðis X og Sogsvirkjanir við norðurjaðar svæöis nr. IX. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið Starfshópurinn á vegum Al- mannavarna ríkisins leggur til að eftirfarandi atriði yröu könnuö á næstunni: — Hver er hugsanleg mann- tjóns- og slysahætta af völdum jarðskjálfta á Suðurlandi og á hvern hátt má draga úr henni? — Hver er staða landbúnaðarins gagnvart skjálftum, hvaða áfollum yrði hann fyrir og hvernig mætti draga úr áhrifum þeirra? — Hvaða áhrif hefðu jarðskjálftar á útgerð, verslun og þjónustu- greinar á Suðurlandi? — Hversu víðtækt gæti tjón orðið á orkuverum, flutningslínum, tengivirkjum og dreifikerfi raf- magns vegna jarðskjálfta. Hverjar yrðu afleiðingar slíkra áfalla, og hve langan tíma tæki að gera við slíkar skemmdir? — Hverjar gætu afleiðingar jarðskjálftanna orðið fyrir stíflu- mannvirki og hvaöa hættu geta stíflurof orsakað? — Hver er styrkur símakerfisins gagnvart jarðskjálftum? Skipuleg áætlun um björgunar- og hjálparstarf Starfshópurinn leggur sérstaka áherslu á að skipulögð verði viö- brögð og hjálparstarf vegna jarö- skjálfta á Suðurlandi sérstaklega, og fellt að Almannavarnaskipulagi Árnes- og Rangárvallasýslna, sem þegar er til fullunnið. Er lagt til að þetta skipulagsstarf verði unniö af Almannavörnum ríkisins í samráði við stjórnir Almannavarna í héruö- um og aðra þá aöila sem hlut eiga að máli. í þessum vinnuhópi störfuöu Guðjón Petersen (form.), Óttar B Halldórsson, Sveinbjörn Björns- son, Sigurður Thoroddsen og Guömundur Gunnarsson. HUGSANLEG ÁHRII JAROSK JALFT A Á SUOUR LANDI SAMKV4M MERCALll KVAROA BYGGT Á HEIMIl DUM FRÁ 1784, 1896 OG 1912 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.