Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 28

Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 28
adutan Kínverjar endurskipuleggja iðnaðinn og landbúnað ,, Við verðum óhjákvæmilega undirokuð á nýjan leik, ef okkur tekst ekki á næstu áratugum að hagræða svo um munar á þeim sviðum, þar sem efnahagsástandi okkar og tækniþekkingu er stórlega ábótavant í samanburði við að- stæður í löndum heimsvaldasinnanna. “ — Mao Tse Tung. kommúnistaflokksins, gerir ráð fyrir aö stefnt verði hröðum skrefum að iðnvæðingu, vél- væðingu í landbúnaði og aukinni utanríkis- verzlun. Þá er fyrirhugað að endurbæta skóla- kerfió og vísindastarfsemi og ennfremur aö endurskipuleggja grundvallaruppbyggingu at- vinnulífsins í því augnamiði að hleypa auknum þrótti í framleiðsluna. Nákvæm markmið í áætluninni er kveðið á um tiltekin markmiö fram til ársins 1985 með óvenjulegri nákvæmni. Gert er ráð fyrir að kornuppskeran verði þá komin í 400 milljón tonn miðað við 285 milljón tonn í fyrra. Stálframleiðslu á meir en tvöfalda eða í 60 milljón tonn og áformað er að Ijúka 120 mikilvægum, nýjum framkvæmdum, þar á meðal sex stáliðjuverum en eitt þeirra, sem Japanir munu reisa, á að framleiða sex milljón tonn á ári. Á verkefnaskrá eru einnig 10 nýjar olíu- og gasvinnslustöðvar, 30 raforkuver, fimm stórar hafnir, sex nýjar járnbrautarlínur, þús- undir kílómetra af nýjum olíu- og gasleiðslum Áróðursmynd, er sýnir verkamenn í olíuiðnaðinum. Ráðgert er að hefja olíuvinnslu á 10 nýjum stöðum fyrir 1985. Kínverskir ráðamenn hafa gert áætlun til ársins 1985, þar sem lögð er áherzla á iðn- væðingu, vélvæðingu í landbúnaði og aukna utanríkisverzl- un. Áætlunin þykir marka þáttaskil í efnahagsmálastefnu Kínverja. Foringinn mikli er látinn og mikið af hinni róttækustu hugmyndafræði hans og tilraunum í efnahagsmálum hefur farið með honum í gröfina. En eftirmenn Maos, Hua Kuo-Feng, formaður og forsætisráðherra, og Teng Hsiao-Ping, varaforsætisráðherra, hafa ekki gleymt viðvörunum Maos um hættur stöðnun- arinnar. I stefnuskrá, sem snerta mun öll við- skiptalönd Kínverja, hafa ráðamenn í Peking sett niður á blað viðamikla átta ára fram- kvæmdaáætlun, sem hefur að markmiði að koma efnahag Kínverja í fremstu röð á al- þjóðavísu um næstu aldamót. Þessi áætlun, sem kynnt var á síöasta þingi 28

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.