Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 42

Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 42
sérefni Matvælaúrvalið aldrei meira Verzlað í stórmarkaðl. Úr 4000 tegundum að vel|a. Á þessu ári er gert ráð fyrir að heildarvelta fyrirtækja og verzlana í matvælaframleiðslu, innflutningi og verzlun nemi um 100 milljörð- um króna með söluskatti þann tíma, sem hann var á matvöru og mun láta nærri að það sé um þriðjungur heildarverzlunar í landinu. Um 385 fyrirtæki reka verzlun með matvöru, og eru þá taldar hreinar matvöru- og ný- lenduvöruverzlanir svo og bland- aðar verzlanir, eins og kaupfélög- in og stórmarkaðir eins og Hag- kaup. Hins vegar mun láta nærri að matvara sé seld í u. þ. b. 550 verzlunum, eða að ein matvöru- verzlun sé fyrir hverja fjögur hundruð íbúa hér á landi. Þróunin í matvælaframleiðslu og innflutningi matvæla og skyldr- ar vöru hefur að mestu leyti orðið á s. I. 15—17 árum, eða frá því að hömlum af innflutningi var aflétt upp úr 1960. Úrval matvöru og ný- lenduvöru hér á landi er orðið feiknalega mikið og mun láta nærri að stór kjörbúð hafi á boðstólum um 4000 vörutegundir, sem gefur nokkra mynd. Útlendingar, sem heimsækja ísland og koma inn í kjörbúðir hér reka gjarna upp stór augu er þeir sjá allt vöruúrvalið, fjölda tegunda af einstakri vöru. Innan við 5 starfsmenn í 415 mat- vöruverzlana Til skamms tíma voru langflestar verzlanir hér, að kaupfélögum undanskildum smáverzlanir, kaupmaðurinn á horninu. Á s. I. áratug hefur hins vegar orðið veruleg þróun í átt til þess að byggðar hafa verið stærri og vandaðri verzlanir en áður þekkt- ust og samfara því hefur vöruúr- valið aukizt. Þó eru hérlendis 194 verzlanir, þar sem færri en 5 manns starfa við reksturinn, 55 þar sem starfsmenn eru frá 5—30, en aðeins 3 þar sem starfsmenn eru fleiri en 30. í skýrslum Verzlunar- ráðs íslands kemur í Ijós að 4/5 verzlana með matvörur hafa innan við 5 starfsmenn. Hér eru ekki taldar með sjoppur og söluskálar, sem eru 220, þar af 80 á höfuð- borgarsvæöinu og 140 úti á landsbyggðinni. Breytingar á lífsvenjum hafa einkum orðið þær á s. I. 15 árum, að mjög hefur færst í aukana að konur vinni fulla vinnu utan heim- 42

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.