Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 43
ilis, einkabílaeign landsmanna
hefur aukizt mjög svo og að frysti-
kistur eru nú til á nær hverju
heimili. Hér áður fyrr var það lang-
algengast aö fólk keypti daglega í
matinn og því spratt upp aragrúi
smábúða, sem eigandinn og 1 —2
starfsmenn unnu við. Þetta verzl-
unarform er að sjálfsögðu mjög
algengt enn í dag í eldri hlutum
Reykjavíkur þar sem kaupmaður-
inn er eins konar miðstöð lífsins í
hverfinu.
Mikill fjöldi fólks verzlar enn á
þennan hátt, en hefur þó breytt
sínum venjum á þann hátt, aö þaö
sækir stærri innkaup, þar sem
möguleikar eru á hagstæðara
verði í stórmarkaði.
Stórmarkaðir eru raunar fáir enn
sem komið er, en stóru kjörverzl-
anirnar taka orðið til sín mikið af
daglegri verzlun. Þar er verzlað í
stóru og vönduðu húsnæði, vöru-
úrval er mikið og góð bílastæöi,
viðskiptavinirnir afgreiða sig aö
miklu leyti sjálfir og hafa því lítil
kynni af afgreiðslufólki, sem þeir
yfirleitt sjá aðeins við kassann, þar
sem greitt er. Af stóru mörkuðun-
um var Hagkaup fyrst til að ríða á
vaðið og byrjaði með matvöru í
smáum stíl fyrir rúmum 10 árum,
en er flutt var í Skeifuna varð ger-
breyting á. Önnur fyrirtæki, sem
fylgdu á eftir voru Vörumarkaöur-
inn, Kaupgarður, Árbæjarmarkað-
urinn, Sparkaup í Hafnarfirði,
sparimarkaður SS í Austurveri svo
nokkur dæmi séu nefnd, og nú er í
undirbúningi bygging stórmark-
aðar í Mjóddinni neöan við Breið-
holt, sem nokkur stór innflutn-
ingsfyrirtæki eiga aðild að. Að
jafnaði er talið að álagning mark-
aðanna sé 13—16%, en hinna
15- 20%.
Innflutningsfyrirtæki kaupmanna
Sú þróun er nú að færast í vöxt
að stór innflutningsfyrirtæki setji
upp eða eignist hlutdeild í mörk-
uðum og kjörverzlunum, og er þaö
að nokkru leyti mótleikur við því er
kaupmenn sjálfir settu á stofn eig-
in innflutningsfyrirtæki. Tvö slík
fyrirtæki eru nú starfandi, Inn-
kaupasamband matvörukaup-
manna IMA, og Matkaup hf. Til-
gangurinn með stofnun IMAvarað
Það er nóg pláss í M AZDA 323 fyrir fjölskylduna Kynnið ykkur, okkar og farangurinn ótrúlega hagstæöa verö frá kr. 3.080.000. (gengisskr. 18/10)
Nú eru fáanlegar 5 geröir af MAZDA 323, er hægt aö gera betri bílakaup í dag? jj| £ jj § • m ■ ■ ■ Cs . r\ í 11 N'S'\'" ^ 'W . li w
BÍLABORG HF.
SMIDSHÖFDA 23 símar: 812 64 og 81299
43