Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Síða 66

Frjáls verslun - 01.09.1978, Síða 66
aðila sem láta sig umferðaröryggi varða, svo sem tryggingarfélögin, umferðarklúbba og Slysavarnarfé- lagið og deildir þess úti á landi. Fræðsla er undirstöðuatriði Þá spurðum við Tómas H. Sveinsson, hvort hann teldi ekki að aukin fræðsla væri virkasta leiðin til þess að stuðla að bættum hagsmunum bíleigenda. ,,Það er enginn vafi á því að þar mætti gera betur. Því miður hefur útgáfa félagsblaös FlB ekki gengið nógu vel en sú upplýsingastarf- semi sem FÍB hefur rekið gagnvart fjölmiðlum hefur að mínum dómi sannaö, að þar mætti gera miklu betur. Ég er þeirrar skoðunar, að stöðug fræösla og áróöur í fjöl- miðlum, skólum og á vinnustöðv- um muni fljótt bera árangur. Það er ótvírætt hagsmunamál almenn- ings að hags bíleigenda sé gætt, þar sem bíllinn er nauðsynlegt al- menningsfarartæki hér á landi, og þá fer ég ekkert leynt með það, að það er fyrst og fremst gagnvart ríkisvaldinu sem baráttan stendur og bíleigendum hefur aldrei verið nauðsynlegra en einmitt nú að snúa bökum saman. Það er mjög brýnt mál að koma blaðaútgáfu félagsins í fastar skorður og er ég vongóður um að það megi takast á næstunni." Vegaþjónustan, skoðunarstöð, akstursbraut Þá ræddi Tómas um fleira, sem hann taldi að FÍB gæti gert í krafti almennrar aðildar bíleigenda. Nefndi hann m. a. sérstaka akst- ursbraut sem hægt væri að koma upþ, en þar mætti líkja eftir ýmsum þeim aöstæöum sem fyrir geta komið í umferðinni, t. d. hálku. Á þessari braut mætti síðan leið- beina ökumönnum í akstri og slysavörnum, hemlunarmörkum o. fl. Einnig kæmi til greina að slík braut væri notuð fyrir aksturs- íþróttir af ýmsu tagi. Og þá barst talið að vegaþjón- ustu F(B. „Það er ekkert vafamál, að vegaþjónusta FfB hefur sannað gildi sitt á undanförnum árum og það er þjónusta sem bíleigendur kunna vel að meta. Ef bæta mætti þessa þjónustu, væri það einkum á þann hátt, að þjónustubifreið væri viðbúin að staðaldri í öllum stærri kauþstöðum landsins eða byggðarlögum. Umsjón með henni heföi reyndur bifvélavirki sem hefði yfir öllum nauðsynlegum tækjabúnaði að ráða til skyndivið- gerða undir berum himni. Þessar þjónustubifreiðar þyrftu að vera öflugar og með drifi á öllum hjólum þannig að þær gætu veitt aöstoö í slæmu færi á vetrum og við gang- setningu í kuldum, jafnvel utan venjulegra vega. Annað mál sem rætt hefur verið og er mjög áhugavert, er að FÍB gæti komið á fót skoðunarstöð þar sem hægt er að fá bíla skoðaða gegn vægu gjaldi í því skyni að finna hvort leyndir gallar séu í ör- yggisbúnaði, t. d. í sambandi við kaup og sölu notaðra bíla og sem almennt fyrirbyggjandi eftirlit og í viðhald í tengslum viö skoðunar- stöðina. í þessari skoðunarstöð ætti einnig að vera hægt að fram- kvæma lögboðna skoðun sem nú er í höndum Bifreiðaeftirlits ríkis- ins." Aukin þjónusta við ferðalanga er- lendis „Viö hjá FÍB höfum haft sam- band viö gjaldeyrisyfirvöld í því skyni að fá nauðsynlegt leyfi til þess að geta gefið út skuldaviður- kenningu fyrir félagsmenn sem nota má í vissum tilvikum erlendis. Málið hefur verið í rannsókn hjá Gjaldeyrisdeild bankanna undan- farna 5 mánuði. Ef leyfi fæst er hér um mjög hagnýta þjónustu að ræða, sem getur komið sér afar vel fyrir þá sem feröast á eigin bíl er- lendis. Ég ætla ekki að fara út í aö skýra í einstökum atriðum á hverju þetta byggist, en í stuttu máli get- um við sagt að þessi þjónusta gæti þróast uþþ í það aö greiðsla sé fyrirfram tryggð fyrir ýmsa neyðar- þjónustu sem ferðamenn kunna að vera í þörf fyrir erlendis, svo sem viðgerðir eða drátt til verk- stæðis, sjúkraþjónustu vegna slysa, lögfræðiaðstoð vegna slysa og sektir vegna umferðalagabrota. Inn í þennan þjónustuþátt yrði síðan bætt margs konar þjónustu samstarfsfélaga okkar erlendis. Búvélaverk- stæðið hf. ÖSEYRI2 AKUREYRI ★ ALHLIÐA VÉLAVIÐGERÐIR ★ NtSMÍÐI svo sem innréttingar í gripahús. ★ SÖLUUMBOÐ: SÖNNAK rafgeymar ★ RAFGEYMA- HLEÐSLA SÍMI 96-23084 66
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.