Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 68

Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 68
byggd Atvinnulíf á Akureyri mjög f jölbreytt Bankar — peningastofnanir Á Akureyri eru rekin fjögur bankaútibú, tveir sparisjóðir og ein innlánsdeild. Ríkisbankarnir þrír; Landsbanki, Búnaðarbanki og Útvegsbanki eru hver með sitt útibú. Þau starfa að nokkru leyti sjálfstætt, en þurfa þó að sækja undir aðalbanka í Reykjavík í ákvörðunum um stærri mál. Iðnaðarbankinn rekur einnig útibú á Akureyri og gildir hið sama um það og ríkisbankaútibúin. Það er sjálfstætt í flestu, en verður að sækja undir aðalbanka í Reykjavík um samþykki í stærri afgreiðslu- málum. Sparisjóður Akureyrar og Spari- sjóður Glæsibæjarhrepps eru starfandi á staðnum, svo og Inn- lánsdeild KEA. Umfang þessarra peningastofn- ana er ákaflega misjafnt. Lands- bankinn er lang stærstur, sem or- sakast af mörgu, en meðal annars af því að þar er KEA með öll sín viðskipti, eða því sem næst, og jafnframt ríkisstofnanir. Innlán í Landsbankanum á Akureyri um síðustu áramót námu 3.800 mill- jónum króna. Næstur á eftir Landsbanka kemur Búnaðarbankinn. Innlán þar námu um áramót um 1.300 milljónum. Þar á eftir kemur Iðnaðarbanki með innlán um 900 milljónir og fjórði er Útvegsbanki meö um 800 milljónir. Innlán sparisjóðanna á sama tíma voru milli 2 og 300 milljónir króna og Innlánsdeild KEA var eitthvað fyrir ofan þá. Verkaskipting er fyrir hendi milli bankanna á Akureyri í þá veru aö þeir standa nokkuð undir nafni. Þannig hefur Búnaðarbankinn Gróska í viðskiptum, samgöngur tíðar, þjónusta stóraukin oc mikil starfsemi í iðn- aði og sjávarútvegi Þegar rætt hefur verið um við- skipta- og atvinnulíf á Akureyri, sem óumdeilanlega er höfuðstað- ur Norðurlands, hefur jafnan verið látið að því liggja, að þar eigi KEA allt og nánar þurfi ekki um það að fjalla. Þessi skoðun á sér grund- völl, óneitanlega nokkuð sterkan, en þó er hún röng. Kaupfélag Ey- firðinga Akureyri er sterkt afl, vafalaust sterkasta aflið í við- skipta- og atvinnulífi á staðnum, en að segja það einvalt er ekki rétt, að minnsta kosti ekki í dag. Ef tekin er saman starfsemi sam- vinnuhreyfingarinnar sem slíkrar, það er starfsemi KEA og starfsemi Iðnaðardeildar Sambandsins á Akureyri, hafa þessir aðilar að vísu flest af stærri atvinnufyrir- tækjum á Akureyri innan sinna vébanda og reka starfsemi í flest- um atvinnugreinum, en þó er hvergi nærri allt upp talið, því einkarekstur er á mörgum fyrir- tækjum, í flestum greinum, og þar á meðal eru nokkur stór á ís- lenzkan mælikvarða. Hér á eftir fer samantekt um viðskipta- og atvinnulíf á Akureyri, eins og það kom fyrir augu síðustu vikuna í september síðastliðnum. 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.