Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Qupperneq 73

Frjáls verslun - 01.09.1978, Qupperneq 73
„KEA-einokunin horfin", segir Bjarni Bjarnason kaupmaður Undanfarin tíu ár hefur Bjarní Bjarnason, kaupmaður, rekið verzlun með matvöru og nýlendu- vöru á Akureyri. Frjáls verzlun hafði samband við hann og innti hann eftir því, hvernig það gengi að reka verzlun í samkeppni við KEA. „Það gengur mjög vel að reka kjörbúð hérna," sagði Bjarni, sem nú rekur Kjörbúð Bjarna, en var áður með verzlunina Brekku í sjö ár. „Einokun KEA á þessu sviði er búin og ég held, að forráðamenn þess séu alveg búnir að gera sér grein fyrir því, að forsendur þeirrar gömlu stefnu eru brostnar. Ég á mjög góða samvinnu við þá, sel meðal annars allar vörur frá þeim sem seljast í svona kjörbúð, þann- ig að merki breyttra tíma eru greinileg. Hér áður fyrr var KEA meö 80—90% af allri matvöru- verzlun á Akureyri, en það hlutfall hefur breytzt gifurlega." Hvenær opnaðir þú verzlunina í þessari verzlanamiðstöð hér? „Það var í marzmánuði árið 1975. Áður hafði ég rekið verzlun- ina Brekku í sjö ár. Ég var fyrstur til aö opna hér í miðstöðinni, en svo komu hinar verzlanirnar hver af annarri. Það hefur verið stöðug aukning á viðskiptunum hjá okkur alveg síðan við opnuðum. Ef til vill varð hve stærst breyting þar á þegar ég stækkaði verzlunina síðastliðið vor. Þá bætti ég við mig ofurlitlu af húsnæði og setti upp fjóra kassa, í stað tveggja, eins og áður var. Síðan hefur þetta aukizt um 20— 30%.“ Okkur hefur heyrzt á þeim sem reka sérverzlanir á Akureyri, að bæjarbúar geri miklar kröfur til þjónustu og að hér þurfi verzlanir helzt að standa skrefi framar, en samsvarandi verzlanir í Reykjavík, BJarni kaupmaður í kjörbúð slnnl. ef þær eiga að ganga. Er það sama að segja um verzlun af þessu tagi? „Akureyringar eru farnir að gera kröfur til góðrar þjónustu, eins og eðlilegt er. Fyrst og fremst vill fólk fá að velja milli tegunda og vöru- merkja. Ég sel hér vöru frá nánast öllum framleiðendum og eins mörg vörumerki og ég get komið við. Annars er margt annað en þjón- ustan, sem spilar inn í. Til dæmis vöruverð. Ég hef aldrei farið út í að bæta flutningskostnaöi ofan á vöruverö, sem gerir allnokkuð. Það er orðið algengt núna, að kaupa vöruna, til dæmis í kjötinu, í neytendaumbúðum frá framleið- anda og þá er stimplað á umbúðir það verð sem verzlanir í Fteykjavík selja á. Það er eðlilegt að við- skiptavinurinn hér vilji ekki sjá nýj- an límmiða, með hærra verði, yfir söluverð eins og það er í Reykja- vík. Það er atriði aö fólk njóti sömu kjara. Varðandi vöruúrval tel ég mig hafa náð nokkuð langt. Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að hvergi á Norðurlandi sé kjörbúð með annað eins úrval. Að lokum má svo geta þess að opnunartími hjá okkur á allnokk- urn þátt í því hve vel gengur. Við höfum brotið af okkur þessar aft- urhaldsreglur og höfum opiö alla daga vikunnar, frá níu að morgni til hálf tólf að kvöldi. Eftir klukkan sex virka daga, svo og um helgar, eru vörur afgreiddar um lúgu, en engu að síður afgreiðum viö alla vöru. Þetta hefur sitt aö segja, enda er þetta hagkvæmt fyrir vaktavinnu- fólk og marga aðra. Svo er líka fáránlegt að ætla að huga eitthvað að Akureyri sem ferðamannabæ og gefa ferðamönnum enga möguleika til þess að verzla á kvöldin og um helgar. Þess vegna höfum við opið frá níu til hálf tólf, sjö daga vikunnar." 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.