Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 75

Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 75
Hekla framleiðir um 100 þúsund buxur á ári I fataverksmiðjunni Heklu á Ak- ureyri hittum við fyrir þá Sigurð Arnórsson, verksmiðjustjóra, og Alfreð Almarsson, rekstrarstjóra vinnufatagerðar Heklu. Við feng- um þá til að segja okkur ofurlítið frá verksmiðjunni. „Það sem efst ber hjá okkur núna eru að sjálfsögðu nýju bux- urnar, sem við settum á markað fyrir um einum mánuði," sögðu þeir Sigurður og Alfreð. „Þessar buxur, sem við seljum undir vöru- merkinu Duffys, hafa tekið ákaf- lega vel við sér. Við höfum hrein- lega ekki haft undan að framleiöa. Þarna er á ferðinni nýtt snið og nýtt merki og þótt efnið sé í sjálfu sér gamalt, það er denim, þá er þetta öðruvísi denim, en við höfum til þessa notað.“* 80—100 þúsund buxur á ári „Með þessu érum við að reyna að fara inn á þann markaö, sem við höfum ekki verið á til þessa. Við höfum verið með buxur á krakk- ana, það er krakka sem eru svo ungir að mamma kaupir enn bux- urnar á þá, svo og höfum viö veriö með buxur á fulloröna. Nú erum við komnir inn á táningamarkað- inn, sem er óneitanlega stærstur í þessari framleiðslu. Þess má geta að þetta eru ódýr- ustu buxurnar á markaðinum. Við höfum ekki enn haldbærar tölur um framleiðslumagn undir þessu merki, en allt í allt reiknum við meö að framleiða um 80 til 100 þúsund buxur á ári.“ Úlpur og peysur Ifka framleiddar „Nú, það er fleira en buxur framleitt hér og innan mánaðar ætlum við að senda á markað tvær nýjar gerðir af úlpum. Önnur er miðuð viö konur, fullorðnar konur, en hin á börn og unglinga, frá átta ára aldri til tvítugs, eða svo. Þor- steinn Gunnarsson hefur hannað þær. Aö sjálfsögðu eru svo alltaf aö verða til hjá okkur nýjar og nýjar peysur. Þar er um að ræða munsturbreytingar og fleira. Nú, svo eru á feröinni hér um fimmtíu ný módel fyrir ullarútflutn- inginn. Von er á umboðsmönnum Sambandsins í Evrópu hingað á næstunni og má reikna með ein- hverri hreyfingu í sambandi við það." Buxnaframlelðsla f fullum gangl. 75

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.