Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 76

Frjáls verslun - 01.09.1978, Side 76
Linda getur ekki annað eftirspurn hingað skoskan sérfræðing, sem hefur starfað við karamellufram- leiðslu í fjörutíu ár, með samstæð- unni og hefur hann verið að inn- leiða okkur í leyndardóma þeirra. Annars get ég varla sleppt ykk- ur, án þess að ég minnist á mjólk- urduftið. Það er einn af stærstu liðum hráefnis okkar og er ekki hægt að oröa það öðruvísi en að viö erum beittir afarkostum í þeim málum. Við getum fengið mjólkur- duft frá Englandi og Danmörku á þrjú hundruð krónur kílóið. Hér er okkur aftur á móti neitað um heimild til innflutnings og neyddir til að kaupa það á þrettán hundruð krónur kílóið. Síðan greiðir ríkið niður mismuninn og við eigum í sífelldum vandræðum með að fá hann endurgreiddan. Ég á inni núna milljónir vegna þessa." Eyþór í Llndu hress og kátur að vanda. „Hér eru eðlilega alltaf ein- hverjar breytingar, og á hverju ári keypt eitthvað af vélum, enda má heita að hér sé allt sjálfvirkt og að mannshöndin komi hvergi að framleiðslunni," sagði Eyþór H. Tómasson, forstjóri sælgætis- gerðarinnar Lindu, þegar blaða- maður Frjálsrar verzlunar barði dyra á skrifstofu hans. „Tækni- þróunin hefur verið svo hröð á þessu sviði, sagði Eyþór enn- fremur, „og það dugir ekki annað en að fylgja á eftir. Við erum hér í þeirri aðstöðu að geta aldrei annað eftirspurn. Það vantar alltaf vörur. Með kexinu eru það líklega um fjörutíu vöruteg- undir, sem við framleiðum, sem líklega er of margþætt, enda eig- um við í sífelldum vandræðum með að afgreiða vörupantanir. Við fluttum ofurlítið út af sælgæti á árabili, en það er úr sögunni, að ég held. Að minnsta kosti meðan við náum ekki að sinna innanlands- markaðinum aö fullu. Enda væri það ákaflega dýrt að vélvæða eins og þyrfti til að hefja útflutning og þótt ég þurfi ekki að kvarta í pen- ingamálum, þá er fjármagnsskort- ur alltaf fyrir hendi." Keyptu nýjar vélar „Nýlega keyptum við kara- mellusamstæðu og búum nú til fjórar tegundir af þeim, þar af eina tegund sem ekki var til hér áður. Þá getum viö hvenær sem er hafið framleiðslu á ávaxtakaramellum, ef tími ynnist aðeins til. Ég fékk 76

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.