Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 85
Fjórir milljaröar komnir í
hitaveituna á Akureyri
„Hitaveitan er númer eitt hjá
okkur í dag, hana ber hátt yfir allt
annað,“ sagði Valgarður Bald-
vinsson, bæjarritari á Akureyri,
þegar Frjáls verzlun innti hann
eftir fregnum af bæjarfélaginu
sjálfu. „Það er gífurlegt fjármagn,
sem í hana fer,“ sagði hann enn-
fremur, „enda held ég, að í dag
séu komnir einir fjórir milljarðar í
þetta verkefni. Það er þó aðeins
áætluð upphæð, ég hef ekki ná-
kvæmar tölur. Við hófum borun-
arframkvæmdir vegna hitaveit-
unnar árið 1975, en lagning
hennar hófst í fyrravor. Við vonum
að henni verði lokið innan þriggja
ára. f dag standa framkvæmdir
þannig, að um áramót ætti um
helmingur bæjarbúa að vera bú-
inn að fá hitaveitu."
Af viðræðum við Akureyringa
hefur okkur virzt að mönnum þyki
harðar gengið eftir innheimtu op-
inberra gjalda hjá bænum nú en
áður. Er það rétt?
„Það gæti verið nokkuð til í því,
þótt við höfum ekki beitt neinum
þvingunaraðgerðum í ár umfram
önnur ár. Staðreyndin er sú, að
bærinn hefur verið með mjög
miklar framkvæmdir í sumar og
peningaþörfin er mikil. Við eigum í
greiðsluerfiðleikum og því höfum
við gengið nokkuð þétt á eftir op-
inberum gjöldum. Við verðum
hreinlega að knýja á að bæjar-
gjöldin séu greidd."
Hvaða framkvæmdir, aðrar en
hitaveituna ber hæst?
„Jafnframt hitaveitunni hefur
verið gert verulegt átak í gatna-
gerð. Þar á ég við enduruppbygg-
ingu gamalla gatna, endurnýjun
lagna og undirbúning undir mal-
bikun, sem fara á fram, þegar
hitaveituframkvæmdum er lokið.
Við höfum í sumar lagt áherzlu á
undirbygginguna, til þess að þurfa
sem minnst að rífa upp fyrir hita-
veitu.
önnur stór verkefni eru svo m. a.
svæðisíþróttahús, sem er eitt af
forgangsverkefnum okkar. Bæjar-
stjórnin hefur sett það mark að
Ijúka við það á þessu kjörtímabili.
Svo er unnið að skólabyggingum,
byggingu dagvistarheimila og við-
byggingu við dvalarheimilið Hlíð,
sem er elliheimili.
Það má ekki gleyma því, að hér
er í byggingu mikil viðbót við
sjúkrahúsið, sem er stórt verk.
Þetta er eiginlega bygging á nýju
sjúkrahúsi, því í heildina er það
meira um sig, en það sjúkrahús
sem fyrir er og byggt er í tengslum
við. Nú er unnið við eina álmu
þessa mannvirkis.
Við getum einnig minnst á, að
unnið er að undirbúningi fyrir
bætta aðstöðu í Hlíðarfjalli. Fram-
kvæmdir þar fóru lítiö af stað í
„Hjá okkur eru verkefnin nóg,
að minnsta kosti það. Satt að
segja er yfirfullt að gera, sérstak-
lega í heit-húðuninni,“ sagði Jó-
hann Guðmundsson, forstjóri fyr-
irtækisins Sandblástur og málm-
húðun á Akureyri, þegar Frjáls
verzlun hafði samband við hann.
„Við vinnum hér mikið fyrir
Slippstöðina og RARIK, en fyrir þá
unnum við til dæmis allt járnverk í
línurnar hér Norðanlands," sagði
Jóhann ennfremur, „þannig að
sumar, en ætlunin er að bæta við
skíðalyftum og fleiru."
Akureyri hefur löngum verið
talin hafa sérstöðu, hvað varðaði
stöðugleika í atvinnu- og við-
skiptalífi. Er það að breytast
núna?
„Það held ég ekki. Ekki svo
verulegt geti talizt. Það er rétt, að
hér hafa hlutirnir verið stöðugri,
haldið betur jafnvægi en víða
annars staðar á landinu. Atvinnulff
hér hefur byggzt mikið á iönaði,
þannig að sveiflur í sjávarútvegi
hafa ekki orðið eins tilfinnanlegar.
Við höfum ekki lent í neinum síld-
arævintýrum. Ég held þetta jafn-
vægi sé ekki að raskast neitt í dag,
að öðru leyti en því sem eðlilegt er,
að ástand í efnahagsmálum þjóð-
arinnar hafi áhrif á staðinn, eins og
aðra staði."
verkefnin eru óþrjótandi. Við höf-
um hér um fjórtán starfsmenn
núna og þurfum að stækka til að
geta annað því sem gera þarf. Hér
er allt að springa utan af okkur."
Þið hafið þá undan engu að
kvarta?
„Nei. Ekki annað en að við eig-
um í hræðilegum erfiðleikum með
rekstrarfé, eins og allir aðrir. Það
tekur því varla að syngja þann
söng, það þekkja hann allir."
„Nóg að gera“ í
Sandblæstri og
málmhúðun
85