Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 15
, -laiiitv Innheimtudeildln: Óinnheimt, gjaldfallin afnotagjöld námu um 680 mllljónum um áramót. lýsingatekjum. Sú upphæö veröur væntanlega 410—420 milljónir króna á þessu ári. Dagblöðin hafa aldrei þurft að greiða söluskatt." Dýr innheimtudeild Rökstuöningur þeirra, sem halda því fram, aðRíkisútvarpið sé bákn hefur m.a. verið í því fólginn að benda á innheimtudeildina sem dæmi. Þar starfa 15 manns og kostnaður við deildina á síðasta ári nam 187 milljónum króna. Höröur Vilhjálmsson var spurður um þetta atriði: ,,Það er rétt'að innheimtu- kostnaðurinn er nokkuð mikill. Þetta byggist á innheimtumanna- kerfi út um allt land svo að kostn- aðurinn dreifist víða. Við höfum rætt um ódýrari möguleika í inn- heimtu, en þykjumst sjá ýmsa annmarka á því að þurfa að sækja annað en beint til greiðenda af- notagjalda ef kerfinu yrði breytt." -Átt þú þá við, að með öðru inn- heimtumannakerfi rynni fjármagn- ið fyrst til ríkisins og síðan til ykk- ar? ..Þaðerein leiðin og þykirfrekar fráhrindandi. Slíkt getur haft áhrif á sjálfstæði stofnunarinnar, sem fyrir er talsvert sjálfstæð. Ég held, að ýmislegt megi gera, til þess að bæta innheimtuna og slíkar breyt- ingar er einmitt veriö að kanna núna." Of lágt auglýsingaverð? Stjórnendur Ríkisútvarpsins, bæði hljóðvarps og sjónvarps, hafa löngum barmað sér vegna fjárskorts. Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri, var spurður að því, hvers vegna auglýsingaverðið væri þá jafnlágt og raun ber vitni. Fyrir þrettán árum, þegar sjónvarp hófst hér á landi, var auglýsinga- mínútán jafndýr og heilsíðuaug- lýsing í dagblaði. Nú er hún aftur á móti þrisvar sinnum lægri. „Þetta er alveg rétt," svaraði Hörður. „Þannig var þetta í byrjun, en síðan var fallið frá þessu, því það var skotið yfir markið með því að verðleggja mínútuna þetta hátt. Við höfum á hverju ári reynt að finna hinn gullna meðalveg og afla með því sem mestra tekna af aug- lýsingum. Árið 1976 skutum við enn yfir markið. Magn auglýsinga stórminnkaði og að sjálfsögðu einnig tekjurnar. Eftir þetta hefur verið reynt að halda auglýsinga- mínútunni sem hlutfalli af veröi heilsíðuauglýsingar í dagblaði." -En má þá ekki draga þá ályktun af fjölda auglýsinga, bæði í sjón- varpi og hljóðvarpi, að þar sé verð auglýsinga lægra en það þarf að vera? „Menn hafa verið að gera sér grein fyrir því, að Ríkisútvarpið er sá sterkasti auglýsingamiðill, sem um er að ræða, svo að þróunin í fjölda auglýsinga kemur manni alls ekkert á óvart." -Hverjir hafa með höndum ákvörðun á verði auglýsinga? „Tillögur um auglýsingataxta koma frá Ríkisútvarpinu. Gjald- skrárnefnd fjallar um taxtabreyt- ingar en menntamálaráöherra tekur um þetta endanlega ákvörð- un. Yfirleitt höfum við fengið óskir okkar um þessar hækkanir upp- fylltar. Til marks um það, hvað við reynum að vaka yfir auglýsinga- veröinu má nefna, að tilkynningar i útvarpi hækkuðu síðast um miðjan febrúar um 25% og auglýsingar í sjónvarpi hækka um 22% nú 1. júní, en höfðu hækkað um 43% 1. október 1979. Tekjur af auglýsingum hafa aldrei verið jafn háar hlutfallslega af heildartekjum Ríkisútvarpsins, beggja deilda, og nú undanfariö." 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.