Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.05.1980, Blaðsíða 55
David Karr og Dzherman Gvishiani (t.h.), sovézkur embaettismaður og tengdasonur Kosygins, undirrita samning 1974 um byggingu Kosmos-hótelsins í Moskvu. Hótelið í Moskvu Stærsti persónulegur sigur David Karr var opnun hins mikla Kosmos-hótels í Moskvu, en þar eru 1777 herbergi. Hann haföi gert samning viö Rússa um byggingu hótelsins fyrir 175 milljónir Bandaríkjadala, — 80.000 milljónir fsl. króna. Hótelið átti aö byggja í frönskum stíl, allt frá hinu stærsta niður í koníaksglösin. Og franska hóteliö reis á sovézkri grundu, byggt af 1200 frönskum og júgóslavnesk- um byggingamönnum, undir yfirstjórn bandarísks fjármála- manns Karr. Hann haföi oft sagt við Vladimir Alkhimov, fyrr- um ráðherra utanríkisviðskipta og nú bankastjóra viö Ríkis- banka Sovétríkjanna: ,,Þegar þú ert með samning sem er svo flókinn aö allir guggna, haföu bara samband viö mig." Hátíöahöldin viö opnun Kosmos uröu Karr ekki til mikillar gleöi. Hann varö aö yfirgefa samkvæmiö eftir aö þaö hafði staöið í 15 mínútur. Hann þjáðist þá af heiftarlegum maga- krampa aö sögn dóttur hans, Kathy Karr, sem var í förum meö honum. Faðir hennar haföi hringt í hana um nóttina og kvaöst halda að hann væri aö fá hjartaslag. Morguninn eftir, 6. júlí, var heilsan þó í lagi og Karr skundaði til Kremlar til að ræöa enn frekari viðskipti. Möguleikar voru á byggingar- framkvæmdum, ný hótel í Leningrad og Kiev. Þá hafði Karr áhuga á aö greiða götu Mitsubishi sem ætlaði aö byggja sojabauna-verksmiðju í Rússlandi, og Blue Bell Inc. í Bandaríkjunum sem höföu í huga aö reisa verksmiðju fyrir gallabuxnaframleiöslu sína (Wrangler). Þá var ætlunin að aöstoða Peugeot-Citroén viö að ná samningi viö AZLK- verksmiðjurnar, sem framleiða Moskovich-bílana um aö ný- væöa þær verksmiðjur. I fylgd meö honum voru þeir Jean Guyot, aðaleigandi Lazar Fréres et Cie, og framkvæmdastjóri Financial Engin- eers, fyrirtækis sem þeir áttu Karr og Lazard og var skráö í Sviss, og Hervé Alphand, fyrrum ambassador Frakka í Bandaríkjunum en nú stjórnarformaður Finatec S.A. „Davíð var í fínu formi, fyndinn og fjörugur", sagöi Guyot. A heimleið síöar um daginn var sama uppi á teningnum hjá Karr, og hann ræddi mikið um milljónir á milljónir ofan, sem biöu þeirra í Sovétríkjunum. En Kathy dóttir Karrs haföi áhyggjur. ,,Hann gat ekki setið kyrr í flugvélinni", sagði hún. ,,Hann virtist svo gugginn. Ég held hann hafi ekki borðað nema í mesta lagi fjórum sinnum þessa viku." Á fluginu stakk Kathy upp á því viö fööur sinn að hann ætti aö íhuga að gefa út ævisögu sína. Karr lagði hönd sína á kinn dóttur sinnar og sagði: „Það ert þú sem ert eilífðin í mínum skilningi". Hann predikaöi því næst fyrir henni aö hann væri ekki á höttunum eftir peningum einvörðungu. Hann bætti því þó viö aö meö peningum væri hægt aö kaupa sér trúverö- ugleika. „Enginn hlustar á fátækan mann", sagöi hann. „Ég gæti ekki sofið ef ég geröi ekki mitt fyrir heimsfriðinn". Og satt var þaö. Sífellt var Karr aö bera góö orö á milli leiðtog- anna beggja vegna hafsins, reyna að lægja öldurnar, og kannski aö hagnast á því svona í leiðinni. „Hjartaáfall“ sögðu læknar Þegar þau feðgin komu heim til sín að Avenue de Foch í París, kom í Ijós aö fjóröa eiginkona Karrs var flogin til New York. Nú gerðist viöskiptajöfurinn reiöur svo um munaöi, hringdi vestur og heimtaði að Evia Karr yröi sett á næstu Concord-vél til Parísar. Þau höföu veriö gift i 11 mánuöi og hjónaband þeirra taliö „Keppni í postulínskasti og viö- kvæmum sáttaumleitunum". Karr sneri sér síðan aö því aö hringja um allar álfur og ræöa við viöskiptavini sína. Kathy var hjá fööur sínum, sem þjáöist mjög af svefnleysi, til klukkan 2 um nóttina. Klukkan 4 hringdi hann enn í Eviu konu sína. Klukkan 7 um nóttina kom herbergisþjónn hans æöandi inn í herbergi Kathyar og hrópaöi aö húsbóndinn heföi dottiö illa. Þegar Kathy sá fööur sinn liggjandi með andlitið í gólfiö skildi hún strax aö hann var látinn. Hann virtist hafa falliö án þess aö bera hendurnar fyrir sig. Einka- læknir Karr og læknir frá lögreglunni skoöuöu líkið hver fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.