Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Page 13

Frjáls verslun - 01.08.1981, Page 13
Guðmundssonar og öruggri fjármálastjórn, sem hann sagði að tæki öllu öðru fram hjá fyrirtækjum og stofn- unum borgarinnar. „Skítapakkið'' fór hrein- lega hjá sér á fundinum en margir hugsuðu sem svo að nú hlyti Vilmundur að eiga í vök að verjast og mikið lægi við úr því að hann legóist hundflatur í allt svínaríið. Búnaðarbanki í Breiðholti Búnaðarbankinn er að færa út kvíarnar i Breið- holtsbyggðum. Bankinn mun hafa hug á aö hefja útibúsrekstur fljótlega í Seljahverfi og hefur ráðgert að byrja í húsnæði i Stekkjarseli, sem hefur verið notað fyrir tannlæknastofu. Ætlar bankinn að vera þar i nokkur ár þar til hann hefur byggt útibú á miðsvæði Seljahverfis. Þá hefur spurzt að Búnaðarbankinn hafi ennfremur fyrirætlanir á prjónunum um að reka útibú í Hólahverfi í Breiðholti, í síðari áfanga verzlunarmið- stöðvar Gunnars Snorra- sonar i Hólagarði, sem framkvæmdir eru enn ekki hafnar við. Þar er einnig fyrirhuguð aðstaða fyrir veitingarekstur og munu þeir Pétur Sveinbjarnarson og Haukur Hjaltason á Aski íhuga sterklega að setja þar upp veitingastofu. Sameiginleg hagsmuna- gæzla skipa- félaga? Fram hefur komið að Eim- skip og Hafskip eru sameig- inlega að kanna hagkvæmni í rekstri bílaferju- og far- þegaskips í millilandasigl- ingum. Fleiri hagræðingar- mál munu vera rædd um þessar mundir á sameigin- legum vettvangi skipafélag- Tuborg-bjór — næsta útspil Kók í gosdrykkja- stríðinu? Baráttan um gosdrykkja- markaðinn gerist stöðugt æðisgengnari og hefur staðan orðið tvísýnni eftir hið óvænta stökk Davíðs Sch. Thorsteinssonar inn á þann markað með hinar nýju sódavatnsvélar og gosblöndur, sem fyrirtæki hans Sól h.f. býður neitend- um hér. Baráttan stendur þó fyrst og fremst á milli Pepsi og Coca cola. Mörg orð voru höfð um óeðlilegar leikreglur í samkeppninni, þegar Pepsi fékk einkasölu- leyfi á þjóðhátíðinni í Eyjum. Ekki mun þetta neitt eins- dæmi um að harðnandi samkeppni hafi leitt til skringilegra viðskiptahátta gosdrykkjaframleiðenda. Þannig hafa stórir kúnnar hreinlega getað kúgað gos- drykkjafyrirtækin til að af- henda ekki keppinautum framleiðslu sína til sölu og er eitt frægt dæmi um þetta úr sjoppustríði í Breiðholtinu. Nú herma fréttir að Kók ætli að bæta stöðu sína gagnvart Pepsi með því í fyrsta lagi að bjóða upp á TAB-drykkinn, sem er eins konar megrunargosdrykkir og ennfremur hafa Kók- menn í hyggju að ná pilsnermarkaðnum hér með samkomulagi við Tuborg- verksmiðjurnar dönsku, sem sagt er vera á næsta leiti. Ætlar Kók að setja óáfengan Túborg-mjöð á flöskur hér innanlands og selja á markaðnum á svip- uðu verði og gerist um inn- lenda pilsnerframleiöslu. Beint sjónvarp frá Noregi í haust? Menn bíða þess með nokk- urri eftirvæntingu að ís- lenzka sjónvarpið sýni bein- ar útsendingar að utan eða nýjar fréttamyndir sem bær- ust hingað spánnýjar fyrir milligöngu jarðstöðvarinnar Skyggnis. Framgangur málsins strandar á samn- ingum Ríkisútvarps og sjónvarpsstöðva daglega mun af því leiða mjög um- talsverðan kostnað, sem væri stofnuninni um megn eins og sakir standa, nema því aðeins að póst- og símamálayfirvöld lækkuðu taxta sína verulega. Við því er búizt að upphaf beinna sjónvarpssendinga frá út- löndum hingað til lands beri að með þeim hætti að erlend sjónvarpsstöð bjóði slíkt fram (slendingum að kostn- aðarlausu af einhverju sér- stöku tilefni, sem áhugavert þyki hér á landi. Velta menn því fyrir sér hvort slíkt boð muni koma frá Norðmönn- um í tengslum við opinbera heimsókn forseta (slands til Noregs í október. Pósts og síma um gjaldskrá. Ef sjónvarpið á að notfæra sér sameiginlega frétta- þjónustu Evrópusambands anna og þá á breiðara grundvelli með þátttöku fleiri aðila en þessara tveggja félaga. Mun ætlunin að setja á stofn samtök skipafélaganna, sem beiti sér fyrir ýmsum hagsmuna- málum aðildarfélaganna, hugsanlega með sameigin- legum olíuinnkaupum, i tryggingamálum og gagn- vart stjórnvöldum varðandi gjaldskrár og fleiri mál, sem reka þarf hjá hinu opinbera. 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.