Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 17

Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 17
Sparisjóður Reykjavíkur hefur starfað í 50 ár en fær ekki leyfi til að setja á stofn útibú á stofnsvæði sínu. öðrum hætti bundið milli 35—40% af heildarinnstæðufé sparisjóðanna og þar með gengið lengra í skeröingu á sjálfsforræði þeirra en þekkist í nokkru landi, sem ég veit um. Verulegum hluta af þessu fé hafa svo aðrar innláns- stofnanir ráðstafað í formi endurlána frá Seðlabanka, þótt sparisjóðirnir séu í ríkari mæli að fara inn á þá braut aö annast þessi endurlán sjálfir bæði til sjávarútvegs og iðnaðar. Auk þess má benda á að sparisjóöirnir höfðu á síð- asta ári lánað svipaða fjárhæð í krón- um til íbúðabygginga þrátt fyrir að inn- lán í sparisjóðum séu 16% á móti 84% í bönkum. Og mér þætti gaman að ræöa við þann mann, sem héldi því fram í alvöru að byggingariðnaðurinn á ís- landi, sem veitir um 10% af heildar- vinnuafli þjóðarinnar atvinnu sé ekki atvinnustarfsemi. Að því er síðari spurninguna varðar þá get ég fullyrt að viðskipti fyrirtækja við sparisjóðina hafa aukist á undan- gengnum árum. Hér er einkum um að ræða fyrirtæki í verslun og iðnaði en einnig minni fyrirtæki í sjávarútvegi. Þessa þróun erum við ánægðir með því það styrkir starfsgrundvöll okkar að dreifing viðskipta sé sem mest. FV.: Er það einfaldara mál fyrir íbúa í einu byggðarlagi að stofnsetja nýjan sparisjóð en fyrir banka eða sparisjóð að koma upp útibúi? Svar: Hér hreyfirðu máli sem er ákaflega viðkvæmt í okkar herbúðum þar sem eru útibúamál. Það eru auðvitað tak- mörk fyrir því hve ein afgreiðsla getur annað miklu og hversu hentug hún er fyrir viðskiptavinina vegna staðsetn- ingar t.d. hér í Reykjavík. Ef þróunin er skoðuð hjá bönkunum kemur í Ijós að aukning viöskipta er öll í útibúunum en minnkandi í aðalbönkunum. Þetta sýnir að útibúin eru vaxtarbroddur viðkom- andi stofnana. Hinir 42 sparisjóðir á landinu hafa frá upphafi fengið að stofna 2 útibú á sama tíma og bank- arnir hafa fengið aö stofna tugi útibúa. 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.