Frjáls verslun - 01.08.1981, Page 19
einstakra banka veita gagnvart hverju
ööru. Þaö er hægt aö leggja inn eöa
taka út úr sparisjóðsbókum, leggja inn
á veltureikninga og skipta ávísunum,
taka á móti greiðslum á víxlum og af-
borgunum af skuldabréfum hvar sem
er á landinu. Þá höfum við á prjónunum
nýjungar í samvinnu eins og flutnings-
þjónustu milli sparisjóóanna, sem veitir
viðskiptamanni sparisjóös rétt á að
flytja meö sér milli sparisjóða viö bú-
ferlaflutninga réttindi er hann kann aö
hafa áunnið sér t.d. til lánafyrirgreiöslu
með viðskiptum við sparisjóð á fyrri
heimaslóð. Ennfrernur erum við að
hleypa af stokkunum nýjum lánaflokk-
um annars vegar HEIMILISLÁNUM
SPARISJÖÐANNA, sem eru lán tengd
samningsbundnum sparnaði svo og
lánum tengdum launareikningi í spari-
sjóðum hvort tveggja sjálfvirk lán til
viðskiptamanna sparisjóðanna og
hagstæðari þeim en nokkrar aðrar
innlánsstofnanir bjóða í dag.
FV.:
Vinnur Sambandið að því að sam-
eina sparisjóði þar sem þeir eru
smæstir eða fækka þeim? Myndi það
ekki vera í mótsögn við markmið um
að veita þjónustu í sem mestri nálægð
við einstaklingana?
Svar:
Ég get fullyrt að Sambandið vinnur
ekki að því að fækka sparisjóöum.
Þvert á móti. Viö viljum fjölga spari-
sjóðum með því aó aðstoða við að
stofna nýja, þar sem sparisjóðir eru
ekki starfandi í dag. Hitt er rétt að per-
sónulega tel ég þaö mikils vert ef hægt
væri að sameina sparisjóði, sem starfa
í nálægð hver við annan eða stofna
sjóði sem ná til sýslu eöa kjördæmis á
grunni þegar starfandi sparisjóða á
slíku svæöi. Þetta verður þó að gerast
án þess að afgreiðslur sem eru starf-
andi í dag séu lagöar niður þannig að
áfram sé hægt að veita þjónustu í ná-
lægð við einstaklingana. Sparisjóða-
samböndin á hinum Noröurlöndunum
hafa beitt sér fyrir hliöstæðum verk-
efnum til þess að styrkja minni sjóði og
gera þeim betur kleift að taka í notkun
nútímatækni, sinna verkefnum sem
þeim eru ofviða í dag og gera þá
þannig samkeppnishæfari. Ég er ekki í
nokkrum vafa um að við verðum að
stefna að hliðstæðri þróun hér á landi.
19