Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 31
sveitarfélögin. Að vísu er það svo
að kostnaður við byggingu og
búnað stöðvanna svo og vegna
aðstöðu til móttöku sjúklinga utan
stöðvar greiðist 85% úr ríkissjóói
og 15% af viðkomandi sveitarfé-
lögum, en rekstrarkostnað allan
annan en laun fastráðinna lækna,
tannlækna, hjúkrunarfræðinga og
Ijósmæðra greiða viðkomandi
sveitarfélög, og viðhalds- og
endurnýjunarkostnaður fasteigna
og tækja greiðist að jöfnu af ríki og
sveitarfélögum. Á hinn bóginn er
rekstur sjúkrahúsa (annarra en
ríkisspítala sem eru á fjárlögum
hverju sinni) fjármagnaður af dag-
gjöldum sem greiðast af sjúkra-
samlögum, en þau eru aftur fjár-
mögnuð 85% af ríki og 15% af
sveitarfélögum.
í framhaldi af þessu og þeim
ákvæðum laganna að heilsu-
gæslustöð skal vera í starfstengsl-
um við sjúkrahús á þeim stöðum,
þar sem þau eru fyrir, og rekin sem
hluti af því og í sömu byggingu sé
þess kostur, er Ijóst að geysimikill
aðstöðumunur er milli þeirra
sveitarfélaga sem reka sjálfstæóar
heilsugæslustöðvar án starfs-
tengsla viö sjúkrahús og hinna
sem reka stöðvar í tengslum við
þau. Þannig þurfa hinar fyrr-
nefndu stöðvar sjálfar að annast
dýra rekstrarliði svo sem rann-
sóknarstofur, slysastofur og
röntgen, en hinar síðarnefndu
njóta samnýtingar þessara og
annarra þátta, m.a. starfsliðs, með
sjúkrahúsunum. I grein í 6. hefti
Sveitarstjórnarmála 1977 bendir
Alexander Stefánsson, þáverandi
oddviti í Ólafsvík og núverandi
þingmaður, einnig á að: ,,Heilsu-
gæslustöðvar í tengslum við
sjúkrahús láta sjúkrahúsin bera
stóran hluta kostnaðar. Það er
Ijóst." Að mati sveitarstjórnar-
manna er aðstöðumunur af þess-
um sökum allt að sexfaldur— og
kemur harðast niður á fámennustu
byggðarlögunum.
Veglega byggt
Þáerekki laust við aðsú hugsun
læðist að manni við athugun á
stærð heilsugæslustööva þar sem
um nýbyggingar er að ræða, hvort
ekki sé veglegar byggt en efni
standa til miðað við starfsemi og
íbúafjölda á starfssvæði hinna
ýmsu heilsugæslustöðva. Einn
viðmælenda okkar sagði t.d. að
sér hefði fundist nóg um er hann
sá fyrsta áfanga nýbyggingar
heilsugæslustöðvarinnar á Höfn
skömmu eftir að hann var tekinn í
notkun árið 1977. En þegar hann
heyrði, að Hvammstangi ætlaði að
nota sömu teikningu og Höfn,
kvaðst hann hafa orðið hvumsa.
Hér er í báðum tilfellum um 735
ferm H 2 stöð að ræða og eru
læknar tveir á hvorum stað. Sá
munur er þó á að stöðin á Höfn
þjónar svæði með 2.100 íbúum en
stöðin á Hvammstanga tæþlega
1.700 og er auk þess rekin í
tengslum við sjúkrahús á
staðnum.
Við þessa athugasemd má bæta
því að H 2 stöðin í Búðardal sem
þjónar svipuðum mannfjölda og H
2 stöðin á Hvammstanga — þ.e.
um 1.600 manns — er 430 ferm,
og starfandi læknar þar eru líka
tveir. Þó nýtur sú stöð ekki starfs-
tengsla við sjúkrahús heldur er
hún rekin sem sjálfstæð stöð, og
innan veggja hennar eru m.a.
lyfjabúð og tannlæknastofa.
Reyndar er það svo að erfiðara
er að átta sig á stærð húsnæðis
heilsugæslustöðva sem reknar
eru í tengslum við sjúkrahús en
hinna, m.a. vegna samnýtingar á
húsnæöi og starfsliði, og uþþlýs-
ingar um skiptingu húsnæðis milli
þessara tveggja stofnana eru oft á
reiki. Þannig talar sveitarstjóri
Patreksfjarðarhrepþs, Úlfar B.
Thoroddsen, í grein í 2. hefti
Sveitarstjórnarmála 1980 um
1.400 ferm gólfflöt í byggingu H 2
stöðvarinnar þar, sem er í tengsl-
um við sjúkrahús Patreksfjarðar. í
riti heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins 1/1977 „Heil-
brigðisstofnanir" er húsnæði
stöðvarinnar talið vera 1000 ferm
„(tengd þjónustudeild sjúkra-
húss)", en hjá framkvæmdadeild
Innkauþastofnunar ríkisins sem
hefur með framkvæmd nýbygg-
inga heilsugæslustöðva að gera,
fengust þær uþplýsingar að hús-
næöi stöðvarinnar gæti vart verið
meira en 6—700 ferm. Bygginga-
framkvæmdum lauk í ársbyrjun
1980, en þegar þetta er ritað er
ekki vitað til þess að læknar og
annað starfslið sé flutt inn þangað
með starfsemi sína og er borið við
skorti á tækjum og öðrum búnaði.
Það hlýtur því að vera dýrt fyrir
u.þ.b. 2.000 íbúa starfssvæðis
stöðvarinnar að standa undir þó
ekki væri nema hitunarkostnaði
sem er geysihár utan hitaveitu-
svæða.
Og í áðurnefndu riti heilbrigðis-
ráðuneytisins er talið að húsnæði
H 2 stöðvarinnar á Hvammstanga
sé 460 ferm — en ekki 735 ferm
eins og það er skv. teikningu. Er
þá sennilega reiknað með því að
hinir 275 ferm séu ætlaðir til við-
bótar húsnæðis sjúkrahúss og
dvalarheimilis aldraðra, sem tekið
var í notkun þar árið 1960.
Hver ræður stærð
heilsugæslustöðvanna?
En hvað er það sem veldur
þessu misræmi? Hver ákveður
stærð stöðvanna?
Svarið við síðara atriðinu er að
finna í báðum lögum — þ.e. frá
1973 og 1978. Þar segir: „Ráð-
herra setur með reglugerð ákvæði
um stærð heilsugæslustöðvar og
fyrirkomulag, læknafjölda og ann-
að sérmenntað starfslið, tækja-
búnað og starfsháttu og fyrir-
komulag heilsuverndarstarfs á
hverjum stað." Engin slík allsherj-
ar reglugerð hefur þó enn litið
dagsins Ijós, og hefur það valdið
sveitarstjórnarmönnum miklum
vandræðum.
Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytis segir m.a. í grein, sem
birtist í 5. hefti Sveitarstjórnarmála
1977, að „allmikil könnun" hafi
verið gerð á vegum ráðuneytisins
á húsnæðisþörf fyrir heilsugæslu
og stöðlun heilsugæslustöðva.
Bendir ráðuneytisstjóri í því sam-
bandi á rit ráðuneytisins nr.
1/1976 „Leiðbeiningar um hönn-
un heilbrigöisstofnana." Þar kem-
ur fram að gert er ráð fyrir að hús-
næði H 1 stöðva þurfi að vera
360—400 ferm og H 2 stöðva
460—500 ferm. Ennfremur uþþlýs-
ir ráðuneytisstjóri að ráð sé fyrir
því gert „að þar sem læknir hefur
móttöku með vissu millibili utan
heilsugæslustöðva, þurfi húsnæði
að vera 100—110 ferm."
Þessari stöðlun hefur verið fylgt
í meginatriðum, og skv. uþþlýs-
ingum skrifstofustjóra heilbrigðis-
og tryggingamálaráöuneytis hefur
31