Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Qupperneq 31

Frjáls verslun - 01.08.1981, Qupperneq 31
sveitarfélögin. Að vísu er það svo að kostnaður við byggingu og búnað stöðvanna svo og vegna aðstöðu til móttöku sjúklinga utan stöðvar greiðist 85% úr ríkissjóói og 15% af viðkomandi sveitarfé- lögum, en rekstrarkostnað allan annan en laun fastráðinna lækna, tannlækna, hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra greiða viðkomandi sveitarfélög, og viðhalds- og endurnýjunarkostnaður fasteigna og tækja greiðist að jöfnu af ríki og sveitarfélögum. Á hinn bóginn er rekstur sjúkrahúsa (annarra en ríkisspítala sem eru á fjárlögum hverju sinni) fjármagnaður af dag- gjöldum sem greiðast af sjúkra- samlögum, en þau eru aftur fjár- mögnuð 85% af ríki og 15% af sveitarfélögum. í framhaldi af þessu og þeim ákvæðum laganna að heilsu- gæslustöð skal vera í starfstengsl- um við sjúkrahús á þeim stöðum, þar sem þau eru fyrir, og rekin sem hluti af því og í sömu byggingu sé þess kostur, er Ijóst að geysimikill aðstöðumunur er milli þeirra sveitarfélaga sem reka sjálfstæóar heilsugæslustöðvar án starfs- tengsla viö sjúkrahús og hinna sem reka stöðvar í tengslum við þau. Þannig þurfa hinar fyrr- nefndu stöðvar sjálfar að annast dýra rekstrarliði svo sem rann- sóknarstofur, slysastofur og röntgen, en hinar síðarnefndu njóta samnýtingar þessara og annarra þátta, m.a. starfsliðs, með sjúkrahúsunum. I grein í 6. hefti Sveitarstjórnarmála 1977 bendir Alexander Stefánsson, þáverandi oddviti í Ólafsvík og núverandi þingmaður, einnig á að: ,,Heilsu- gæslustöðvar í tengslum við sjúkrahús láta sjúkrahúsin bera stóran hluta kostnaðar. Það er Ijóst." Að mati sveitarstjórnar- manna er aðstöðumunur af þess- um sökum allt að sexfaldur— og kemur harðast niður á fámennustu byggðarlögunum. Veglega byggt Þáerekki laust við aðsú hugsun læðist að manni við athugun á stærð heilsugæslustööva þar sem um nýbyggingar er að ræða, hvort ekki sé veglegar byggt en efni standa til miðað við starfsemi og íbúafjölda á starfssvæði hinna ýmsu heilsugæslustöðva. Einn viðmælenda okkar sagði t.d. að sér hefði fundist nóg um er hann sá fyrsta áfanga nýbyggingar heilsugæslustöðvarinnar á Höfn skömmu eftir að hann var tekinn í notkun árið 1977. En þegar hann heyrði, að Hvammstangi ætlaði að nota sömu teikningu og Höfn, kvaðst hann hafa orðið hvumsa. Hér er í báðum tilfellum um 735 ferm H 2 stöð að ræða og eru læknar tveir á hvorum stað. Sá munur er þó á að stöðin á Höfn þjónar svæði með 2.100 íbúum en stöðin á Hvammstanga tæþlega 1.700 og er auk þess rekin í tengslum við sjúkrahús á staðnum. Við þessa athugasemd má bæta því að H 2 stöðin í Búðardal sem þjónar svipuðum mannfjölda og H 2 stöðin á Hvammstanga — þ.e. um 1.600 manns — er 430 ferm, og starfandi læknar þar eru líka tveir. Þó nýtur sú stöð ekki starfs- tengsla við sjúkrahús heldur er hún rekin sem sjálfstæð stöð, og innan veggja hennar eru m.a. lyfjabúð og tannlæknastofa. Reyndar er það svo að erfiðara er að átta sig á stærð húsnæðis heilsugæslustöðva sem reknar eru í tengslum við sjúkrahús en hinna, m.a. vegna samnýtingar á húsnæöi og starfsliði, og uþþlýs- ingar um skiptingu húsnæðis milli þessara tveggja stofnana eru oft á reiki. Þannig talar sveitarstjóri Patreksfjarðarhrepþs, Úlfar B. Thoroddsen, í grein í 2. hefti Sveitarstjórnarmála 1980 um 1.400 ferm gólfflöt í byggingu H 2 stöðvarinnar þar, sem er í tengsl- um við sjúkrahús Patreksfjarðar. í riti heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins 1/1977 „Heil- brigðisstofnanir" er húsnæði stöðvarinnar talið vera 1000 ferm „(tengd þjónustudeild sjúkra- húss)", en hjá framkvæmdadeild Innkauþastofnunar ríkisins sem hefur með framkvæmd nýbygg- inga heilsugæslustöðva að gera, fengust þær uþplýsingar að hús- næöi stöðvarinnar gæti vart verið meira en 6—700 ferm. Bygginga- framkvæmdum lauk í ársbyrjun 1980, en þegar þetta er ritað er ekki vitað til þess að læknar og annað starfslið sé flutt inn þangað með starfsemi sína og er borið við skorti á tækjum og öðrum búnaði. Það hlýtur því að vera dýrt fyrir u.þ.b. 2.000 íbúa starfssvæðis stöðvarinnar að standa undir þó ekki væri nema hitunarkostnaði sem er geysihár utan hitaveitu- svæða. Og í áðurnefndu riti heilbrigðis- ráðuneytisins er talið að húsnæði H 2 stöðvarinnar á Hvammstanga sé 460 ferm — en ekki 735 ferm eins og það er skv. teikningu. Er þá sennilega reiknað með því að hinir 275 ferm séu ætlaðir til við- bótar húsnæðis sjúkrahúss og dvalarheimilis aldraðra, sem tekið var í notkun þar árið 1960. Hver ræður stærð heilsugæslustöðvanna? En hvað er það sem veldur þessu misræmi? Hver ákveður stærð stöðvanna? Svarið við síðara atriðinu er að finna í báðum lögum — þ.e. frá 1973 og 1978. Þar segir: „Ráð- herra setur með reglugerð ákvæði um stærð heilsugæslustöðvar og fyrirkomulag, læknafjölda og ann- að sérmenntað starfslið, tækja- búnað og starfsháttu og fyrir- komulag heilsuverndarstarfs á hverjum stað." Engin slík allsherj- ar reglugerð hefur þó enn litið dagsins Ijós, og hefur það valdið sveitarstjórnarmönnum miklum vandræðum. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytis segir m.a. í grein, sem birtist í 5. hefti Sveitarstjórnarmála 1977, að „allmikil könnun" hafi verið gerð á vegum ráðuneytisins á húsnæðisþörf fyrir heilsugæslu og stöðlun heilsugæslustöðva. Bendir ráðuneytisstjóri í því sam- bandi á rit ráðuneytisins nr. 1/1976 „Leiðbeiningar um hönn- un heilbrigöisstofnana." Þar kem- ur fram að gert er ráð fyrir að hús- næði H 1 stöðva þurfi að vera 360—400 ferm og H 2 stöðva 460—500 ferm. Ennfremur uþþlýs- ir ráðuneytisstjóri að ráð sé fyrir því gert „að þar sem læknir hefur móttöku með vissu millibili utan heilsugæslustöðva, þurfi húsnæði að vera 100—110 ferm." Þessari stöðlun hefur verið fylgt í meginatriðum, og skv. uþþlýs- ingum skrifstofustjóra heilbrigðis- og tryggingamálaráöuneytis hefur 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.